Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er vistfræðilegur sess hornsílis í fæðuvef Mývatns?

Jón Már Halldórsson

Umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar á ýmsum þáttum í vistkerfi Mývatns, til dæmis á fæðuvef vatnsins með því meðal annars að skoða magainnihald fiska eins og hornsílisins (Gasterosteus aculeatus) og fugla.

Rannsóknir hafa sýnt að helsta fæða hornsíla eru smávaxnir hryggleysingjar eins og árfætla (Copepoda), augndíli (Cyclopidae), smásætt krabbadýr sem nefnist langhalafló (Daphnia longispina) og smávaxnar vatnaflær auk hjóldýra (Rotifera) og skötuorma (Lepidurus arcticus). Skötuormar ber af í stærð af þeim tegundum sem finnast í Mývatni og getur orðið allt að 3 cm að lengd.

Fæðuvefur hornsíla í Mývatni.

Helstu afræningjar hornsíla í Mývatni eru bleikja (Salvelinus alpinus) og urriði (Salmo trutta) en sjálfsagt enda einhver síli í maga fugla.

Það má því segja að hornsílið sé afræningi eins aðrir fiskar en telst ekki vera topprándýr í vistkerfi vatnsins. Sennilega voru urriðar og fuglar í þeim sess fyrir tíma mannsins en nú er maðurinn einn og óstuddur efstur í fæðukeðju vatnsins.

Helsta heimild og mynd:
  • Snorri Baldursson, 2014. Lífríki Íslands. Bókaútgáfan Opna og Forlagið.
  • Mynd unnin af höfundi svarsins.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.5.2016

Spyrjandi

Líneik Sóley Guðmundsdóttir, f. 2000

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er vistfræðilegur sess hornsílis í fæðuvef Mývatns?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70744.

Jón Már Halldórsson. (2016, 12. maí). Hver er vistfræðilegur sess hornsílis í fæðuvef Mývatns? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70744

Jón Már Halldórsson. „Hver er vistfræðilegur sess hornsílis í fæðuvef Mývatns?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70744>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er vistfræðilegur sess hornsílis í fæðuvef Mývatns?
Umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar á ýmsum þáttum í vistkerfi Mývatns, til dæmis á fæðuvef vatnsins með því meðal annars að skoða magainnihald fiska eins og hornsílisins (Gasterosteus aculeatus) og fugla.

Rannsóknir hafa sýnt að helsta fæða hornsíla eru smávaxnir hryggleysingjar eins og árfætla (Copepoda), augndíli (Cyclopidae), smásætt krabbadýr sem nefnist langhalafló (Daphnia longispina) og smávaxnar vatnaflær auk hjóldýra (Rotifera) og skötuorma (Lepidurus arcticus). Skötuormar ber af í stærð af þeim tegundum sem finnast í Mývatni og getur orðið allt að 3 cm að lengd.

Fæðuvefur hornsíla í Mývatni.

Helstu afræningjar hornsíla í Mývatni eru bleikja (Salvelinus alpinus) og urriði (Salmo trutta) en sjálfsagt enda einhver síli í maga fugla.

Það má því segja að hornsílið sé afræningi eins aðrir fiskar en telst ekki vera topprándýr í vistkerfi vatnsins. Sennilega voru urriðar og fuglar í þeim sess fyrir tíma mannsins en nú er maðurinn einn og óstuddur efstur í fæðukeðju vatnsins.

Helsta heimild og mynd:
  • Snorri Baldursson, 2014. Lífríki Íslands. Bókaútgáfan Opna og Forlagið.
  • Mynd unnin af höfundi svarsins.

...