Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5456 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndast þúfur?

Þúfur eru afleiðingar frostlyftingar og frostþenslu á gróinni jörð. Jarðvegur á Íslandi inniheldur talsvert af vatni. Á veturna frýs jarðvegurinn smám saman niður á ákveðið dýpi, fyrst myndast ísnálar sem síðan renna saman og geta myndað klakahellu. Þegar vatnið frýst þenst það út í jarðveginum og til verður s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru bara hreindýr á afmörkuðum svæðum landsins?

Í dag eru hreindýr aðeins á Austurlandi en svo var ekki alltaf. Hreindýr voru flutt til Íslands frá norður Noregi í fjórum hópum á árunum 1771-87. Þrír fyrstu hóparnir sem fluttir voru til landsins, það er að segja til Vestmannaeyja og Rangárvallasýslu árið 1771, Reykjaness árið 1777 og til Norðurlands árið 1784, ...

category-iconStjórnmálafræði

"Eyes to the right, the nose to the left", hvaða bull er þetta?

Spyrjandi vísar hér líklega til talningaraðferðar í Breska þinginu. Þar koma hins vegar hvorki augu (e. eyes) né nef (e. nose) við sögu heldur: „Ayes to the left, noes to the right“. Orðið „aye“ vísar til samþykkis en „noes“ til neitunar. Aye er einfaldlega gamalt enskt orð fyrir samþykki sem má rekja aftur til...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er kör sem menn leggjast í?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hver er þessi kör sem menn leggjast stundum í og hvað er talið vera svona slæmt við þetta fyrirbæri? Kör merkti upphaflega ‘ellihrumleiki (sem veldur stöðugri sængurlegu)’ en í yfirfærðri merkingu er það notað um rúm þess sjúka og er þá talað um að leggjast í kör sem þekkti...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér sem mest um Hallgrím Pétursson?

Hallgrímur Pétursson er jafnan talinn fæddur í Gröf á Höfðaströnd árið 1614. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson og kona hans Solveig Jónsdóttir. Hallgrímur mun að mestu hafa verið alinn upp á Hólum í Hjaltadal en þar var faðir hans hringjari. Hefur hann þar líklega notið frændsemi við Guðbrand biskup Þorláksso...

category-iconHeimspeki

Er siðferðilega réttlætanlegt að eyða 190.000 kr. í iPhone 5?

Þessi spurning snýst bæði um siðferðislega og efnahagslega þætti en stjórnmál ganga einmitt út á samspil þeirra. Stjórnmál fjalla að miklu leyti um samband okkar við aðra og það kerfi sem stýrir þeim samskiptum. Hins vegar er hér verið að spyrja um hvort ákvörðun einstaklings um kaup á tiltekinni vöru séu réttmæt....

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Látrabjarg?

Látrabjarg er vestasti oddi Íslands. Hefur það jafnframt oft verið talið vestasti oddi Evrópu, þótt það sé í raun skilgreiningaratriði því Asóreyjar, sem tilheyra Portúgal, liggja vestar. Látrabjarg er byggt upp af hinum forna hraunlagastafla Vestfjarða, en þessi hluti hans hlóðst upp í endurteknum eldgosum fyrir ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig var landslag á Íslandi fyrir ísöld?

Yfirborð jarðar er í stöðugri mótun og óvíða eru þau ferli hraðari en hér á landi. Við mótun landsins takast á innræn öfl og útræn: eldgos bæta jarðmyndunum ofan á þær sem fyrir voru, en roföflin rjúfa yfirborðið og bera jarðefnin til sjávar, auk þess sem brimaldan mótar ströndina án afláts. Hvorum vegnar betur á ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Jane Austen og hvaða bækur skrifaði hún?

Enska skáldkonan Jane Austen fæddist 16. desember 1775 í smábænum Steventon í norðurhluta Hampshire. Hún var dóttir prestsins George Austen og konu hans Cassöndru sem eignuðust 8 börn. Eina systir Jane, Cassandra, var hennar besti vinur og lífsförunautur en hvorug þeirra giftist. Austen byrjaði 11 ára gömul að skr...

category-iconOrkumál

Er hagkvæmt að setja upp vindmyllur til raforkuframleiðslu á Íslandi?

Vindorkan, líkt og vatnsorkan, rekur uppruna sinn til geislunar frá sólinni og hringrásar orku frá miðbaugssvæðunum norður á bóginn. Vindorkan er þannig endurnýjanleg auðlind. Mikil þróun hefur orðið í hönnun á vindmyllum undanfarin ár. Fyrir um áratug var orkuframleiðsla stærstu myllanna um og innan við 1 MW, en ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar sveppir í híbýlum eru hættulegir fólki?

Hér er væntanlega spurt um myglusveppi. Myglusveppir og gró þeirra finnast alls staðar í náttúrunni. Myglusveppir tilheyra svokölluðum sundrendum og hafa það hlutverk að brjóta niður og flýta fyrir rotnun á lífrænum leifum. Utandyra eru þeir skaðlausir en ef þeir hreiðra um sig inni í húsum, eins og stundum gerist...

category-iconHeimspeki

Hver var John Dewey?

John Dewey (1859-1952) var einn áhrifamesti heimspekingur og menntunarfræðingur Bandaríkjanna á fyrri hluta 20. aldar. Raunar náðu hugmyndir hans langt út fyrir landsteina Bandaríkjanna, því hann hafði mikil áhrif víða í Evrópu og í Kína, og þær hafa lifað góðu lífi eftir hans daga; enn í dag má telja hann einn áh...

category-iconVísindavefur

Er jörðin flöt?

Í fyrstu vakti þessi spurning mikla kátínu á skrifstofu Vísindavefsins, því allir starfsmenn vefsins vissu auðvitað svarið við henni. Hvert nákvæmt form jarðarinnar er hefur verið almenn vitneskja meðal allra mannsbarna í fleiri hundruð ár. Því miður varði kátína okkar ekki lengi, heldur umpólaðist hún fljótt og u...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað hefur vísindamaðurinn Helgi Þór Ingason rannsakað?

Helgi Þór Ingason er prófessor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður MPM-náms - meistaranáms í verkefnastjórnun. Hann lauk MSc-prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 1991 og doktorsprófi í verkfræði frá Norska tækniháskólanum í Þrándheimi 1994. Rannsóknir hans í doktors...

category-iconEfnafræði

Hvaða tilgangi þjónar kertaþráður og af hverju er stundum notaður tvöfaldur þráður í kertum?

Kertaþráðurinn dregur fljótandi vax upp í kertalogann þar sem það brennur og hverfur út í loftið í kring. Ef einfaldur þráður yrði of mjór til að draga vaxið nógu ört má hafa hann tvöfaldan. Kertaþráðurinn þjónar því hlutverki að draga fljótandi vax upp í kveikinn þar sem það brennur, það er að segja gengur...

Fleiri niðurstöður