Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1222 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvað er títrun?

Títrun er ákvörðun á magni efnis í lausn þar sem lausn annars efnis með þekktum styrk er bætt út í þar til jafngildispunkti (e. equivalence point), það er endapunkti, hvarfsins milli þessara tveggja efna er náð. Það er líka mögulegt að snúa þessu við, þannig að óþekkta efninu sé bætt við þekkt magn af hinu hvarfef...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Nýttist Hubblessjónaukinn til annars en að taka myndir af geimnum?

Eins og fram kemur í svari eftir sama höfund við spurningunni Af hverju virkaði Hubblessjónaukinn ekki almennilega í byrjun? uppgötvaðist skekkja í spegli Hubble eftir að hann var prófaður í geimnum. Í ljós kom að safnspegillinn hafði verið slípaður á rangan hátt svo skeikaði 10 nanómetrum. Þetta olli svonefndri k...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða döf er átt við þegar eitthvað er á döfinni?

Orðið döf hefur fleiri en eina merkingu: lend,hvíld, deyfð, drungi,einskonar bálkur eða bekkur,spjót, spjótskaft í fornu skáldamáli,bleyta, óhreinindi. Halldór Halldórsson (1958:66–68) tengir orðtakið að vera á döfinni við fyrstu merkinguna og sama gerir Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:143). Merkingin er ‚ver...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er „að mála bæinn rauðan" og hvaðan kemur það?

Orðasambandið mála bæinn rauðan merkir að ‘skemmta sér ærlega, sleppa fram af sér beislinu’. Það er ekki gamalt í málinu. Í Morgunblaðinu frá desember 1962 er þetta dæmi: því eins og við sæjum stæði til að fara út og „mála bæinn“. Að vísu vantar lýsingarorðið rauður en vel má hugsa sér að það hafi verið unda...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við þegar menn „lofa upp í ermina sína“?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hver er uppruni orðasambandins „að lofa upp í ermina“? Af hverju ermi? Orðasambandið að lofa einhverju upp í ermina sína þekkist í málinu frá miðri 19. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr blaðinu Norðra frá 1859: jeg lofaði því upp í ermina mína að ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var farið að nota orðið veira fyrir alþjóðaorðið vírus og hafði veira einhverja merkingu áður?

Vilmundur Jónsson landlæknir stakk upp á heitinu veira snemma á sjötta áratug 20. aldar í stað tökuorðsins vírus sem notað hafði verið um skeið. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um veiru eru frá um 1955. Sigurður Pétursson gerlafræðingur, sem kaus frekar orðið vírus, skrifaði grein í Náttúrufræðin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ég er staddur á Balí á leið til Taílands, er þá Taíland útland?

Hugtakið útlönd vísar til allra annarra landa en ‚heimalands‘ þess sem talar eða skrifar. Einfalda svarið við spurningunni er þess vegna: Ef spyrjandi er staddur á Balí á leið til Taílands, þá er hann að fara úr einu útlandi í annað útland. Eintölumyndin útland er hins vegar sjaldgæf og þá nær alltaf með ákveðn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir að ríða á vaðið?

Vað er staður þar sem hægt er að vaða eða ríða á hesti yfir fljót eða vatnsfall. Vað kemur fyrir í ýmsum orðasamböndum, til dæmis 'tefla á tæpasta vað', 'hafa vaðið fyrir neðan sig' og 'ríða á vaðið' sem hér er spurt um. Þegar sagt er að einhver 'ríði á vaðið' er átt við að sá hinn sami sé fyrstur til að gera e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða hnapphelda er það sem sumir eru komnir í?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvaðan er orðatiltækið að fara í „hnapphelduna“ komið? Hnapphelda er haft til að setja á framfætur hests til að koma í veg fyrir strok. Í Iðnsögu Íslendinga (II 1943:25) eru lýsingar á því hvernig hnappheldan var oftast gerð. Þær voru unnar ýmist úr hrosshári eða ullarúrga...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er gervigreind?

Orðið gervigreind hefur verið notað á ýmsa vegu í tímans rás, en í daglegu tali nú á dögum er yfirleitt átt við það að tölva geti skynjað og skilið umhverfi sitt og síðan tekið eigin ákvarðanir á svipaðan hátt og manneskjur. Upphaf gervigreindar sem rannsóknarverkefnis má rekja til ráðstefnu sem haldin var í Banda...

category-iconLandafræði

Hvað er Snæfellsjökull hár og hvar er hann í röðinni yfir hæstu jökla Íslands?

Snæfellsjökull nær upp í 1446 m hæð og er áttundi hæsti jökull landsins. Hæstur er vitaskuld Vatnajökull með Hvannadalshjúk, hæsta tind landsins sem rís 2110 (nákvæmlega 2110,6) metra yfir sjávarmál. Þar á eftir kemur Hofsjökull sem nær upp í 1800 metra hæð. Drangajökull er hins vegar lægstur af helstu jöklum la...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig verka skilningarvitin fimm (sjón, heyrn, snerting, bragð og lykt)?

Skynjun er gífurlega flókið og viðamikið ferli, svo flókið að ómögulegt er að gera grein fyrir því öllu í litlu svari sem þessu. Hér verður því aðallega fyrsta skrefinu, það er hvernig skynfærin taka við umhverfisáreitum, lýst í stuttu máli. Sjónskyn Flestir geta verið sammála um að sjónskynið sé mikilvægast...

category-iconSálfræði

Er gott eða slæmt að vera forvitinn?

Forvitni er tilfinning sem er náttúrulegur grundvöllur þekkingarleitar. Hún er sú þrá að vilja vita nýja hluti að baki vísindalegri uppgötvun og könnun heimsins; forvitnar manneskjur leita að ævintýrum og framandi tækifærum til að gera sér lífið áhugaverðara. Forvitni er, í sinni hreinustu mynd, mannleg tilhneigin...

category-iconNæringarfræði

Hvernig voru geirfuglar matreiddir þegar þeir voru uppi?

Við þessari spurningu eru til þrjú mismunandi löng svör. Svar 1 Við vitum það ekki fyrir víst. Svar 2 Bringurnar voru að öllum líkindum bara soðnar og svo hugsanlega settar í súr eða jafnvel saltaðar er salt fékkst en það var að afar skornum skammti allt fram á 19. öld. Svar 3 Eins og kemur fram í ágæt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Björn Guðfinnsson og hvert var framlag hans til íslenskra málfræðirannsókna?

Björn Guðfinnsson fæddist 21. júní 1905 að Staðarfelli í Dölum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1930 og kennaraprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1935. Á árunum 1931–1945 kenndi hann við ýmsa skóla – Verzlunarskóla Íslands, Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann í Reykjavík. Ei...

Fleiri niðurstöður