Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er „að mála bæinn rauðan" og hvaðan kemur það?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið mála bæinn rauðan merkir að ‘skemmta sér ærlega, sleppa fram af sér beislinu’. Það er ekki gamalt í málinu. Í Morgunblaðinu frá desember 1962 er þetta dæmi:

því eins og við sæjum stæði til að fara út og „mála bæinn“.

Að vísu vantar lýsingarorðið rauður en vel má hugsa sér að það hafi verið undanskilið og mála bæinn er haft í gæsalöppum eins og oft var gert áður fyrr þegar meðvitað var að verið væri að sletta. Í Þjóðviljanum frá júní 1972 er elsta dæmið sem ég fann á Timarit.is um orðasambandið með lýsingarorðinu, það er að mála bæinn rauðan.

Orðasambandið mála bæinn rauðan merkir að ‘skemmta sér ærlega, sleppa fram af sér beislinu’. Það vísar upphaflega til nautaats.

Orðasambandið er annað hvort fengið að láni úr ensku um dönsku, male byen rød, eða beint úr ensku ‘paint the town red’. Jón Friðjónsson nefnir í bók sinni, Mergur málsins, að orðasambandið vísi upphaflega til nautaats (2002:673).

Heimildir:

  • Jón Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. 2. útgáfa, aukin og bætt. Mál og menning, Reykjavík.
  • timarit.is.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

31.1.2018

Spyrjandi

Benedikt Sölvi Ingólfsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er „að mála bæinn rauðan" og hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2018, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74539.

Guðrún Kvaran. (2018, 31. janúar). Hvað er „að mála bæinn rauðan" og hvaðan kemur það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74539

Guðrún Kvaran. „Hvað er „að mála bæinn rauðan" og hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2018. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74539>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er „að mála bæinn rauðan" og hvaðan kemur það?
Orðasambandið mála bæinn rauðan merkir að ‘skemmta sér ærlega, sleppa fram af sér beislinu’. Það er ekki gamalt í málinu. Í Morgunblaðinu frá desember 1962 er þetta dæmi:

því eins og við sæjum stæði til að fara út og „mála bæinn“.

Að vísu vantar lýsingarorðið rauður en vel má hugsa sér að það hafi verið undanskilið og mála bæinn er haft í gæsalöppum eins og oft var gert áður fyrr þegar meðvitað var að verið væri að sletta. Í Þjóðviljanum frá júní 1972 er elsta dæmið sem ég fann á Timarit.is um orðasambandið með lýsingarorðinu, það er að mála bæinn rauðan.

Orðasambandið mála bæinn rauðan merkir að ‘skemmta sér ærlega, sleppa fram af sér beislinu’. Það vísar upphaflega til nautaats.

Orðasambandið er annað hvort fengið að láni úr ensku um dönsku, male byen rød, eða beint úr ensku ‘paint the town red’. Jón Friðjónsson nefnir í bók sinni, Mergur málsins, að orðasambandið vísi upphaflega til nautaats (2002:673).

Heimildir:

  • Jón Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. 2. útgáfa, aukin og bætt. Mál og menning, Reykjavík.
  • timarit.is.

Mynd:

...