því eins og við sæjum stæði til að fara út og „mála bæinn“.Að vísu vantar lýsingarorðið rauður en vel má hugsa sér að það hafi verið undanskilið og mála bæinn er haft í gæsalöppum eins og oft var gert áður fyrr þegar meðvitað var að verið væri að sletta. Í Þjóðviljanum frá júní 1972 er elsta dæmið sem ég fann á Timarit.is um orðasambandið með lýsingarorðinu, það er að mála bæinn rauðan. Orðasambandið er annað hvort fengið að láni úr ensku um dönsku, male byen rød, eða beint úr ensku ‘paint the town red’. Jón Friðjónsson nefnir í bók sinni, Mergur málsins, að orðasambandið vísi upphaflega til nautaats (2002:673). Heimildir:
- Jón Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. 2. útgáfa, aukin og bætt. Mál og menning, Reykjavík.
- timarit.is.