Svar 1
Við vitum það ekki fyrir víst.Svar 2
Bringurnar voru að öllum líkindum bara soðnar og svo hugsanlega settar í súr eða jafnvel saltaðar er salt fékkst en það var að afar skornum skammti allt fram á 19. öld.Svar 3
Eins og kemur fram í ágætu svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni: Hver var fæða geirfuglsins og hvernig var hreiðrið? var geirfuglinn líklega 5 kg að þyngd og aðalfæða hans voru þorskfiskar af ýmsu tagi og jafnvel allstórir. Talið er að geirfuglakjöt hafi verið einna líkast álku og þar með öðrum svartfuglum.
Eina þekkta teikningin af geirfugli sem er teiknuð eftir lifandi fugli. Ole Worm (1588-1654) teiknaði myndina.
Svo er mikil mergð af svartfugli á þessu bjargi, að engin sjást skil á neinu. Til dæmis: Fyrst og neðst er skarn og egg til saman svo mikið, að menn vaða þetta samsull og troða ásamt fuglinum í miðjan legg og hnésbætur. Framan enn til dæmis: Fyrst leggst einn fugl á, svo annar ofan á hann, svo þriðji þar ofan á og jafnvel fjórði; blakta svo allir vængjunum og verður svo skerið allt í einu flugi, svo vel nótt sem dag.Í sömu frásögn kemur fram að í fuglatekjum nærðust menn á sólþurrkuðum fugli og stropuðum eggjum til drykkjar.

Ein sú allra ítarlegasta lýsing af búsetusvæði geirfugls, Geirfuglaskeri, er úr handriti Lbs 44 fol. sem prentað er í 1. bindi Rauðskinnu.
Þar var á borðum:Heimildir og myndir:
pipraðir páfuglar,
saltaðir sjófiskar,
mimjam og timjam
og multum salve. (Úr sögunni af Fertram og Ísól björtu.)
- Eggert Ólafsson, Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra á Íslandi árin 1752-1757, Steindór Steindórsson þýddi, Reykjavík: Bókaútgáfan Örn og Örlygur, 1974.
- Hallgerður Gísladóttir, Íslensk matarhefð, Reykjavík: Mál og menning, 1999.
- Íslenskar þjóðsögur og ævintýri, Einar Ól. Sveinsson tók saman, Reykjavík: Mál og menning, 1986.
- Rauðskinna, 1. bindi, Safnað hefur Jón Thorarensen, Reykjavík, Ísafoldarprentsmiðja 1949.
- Great auk - Wikipedia. Myndrétthafi er Ole Worm - Olaus Wormius. (Sótt 30.06.2017).