Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1124 svör fundust
Hvernig fer laxinn að því að lifa bæði í sjó og ferskvatni?
Við höfum áður fjallað um hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn, fiskurinn deyr fljótlega vegna þess að allt vökvajafnvægi raskast. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn? Það er þess vegna eðlilegt að menn furði sig á því hvernig laxar fari að því a...
Hvað eru mórar? Fylgja þeir alltaf ákveðnum fjölskyldum?
Tegundir drauga eru margar og uppruni þeirra breytilegur. Fyrsta má telja þá sem nefnast afturgöngur. Þeir ganga aftur af sjálfsdáðum til dæmis ef þeim finnst illa farið með bein sín eða ef þeir sakna peninga sinna eða annars sem þeir höfðu ofurást á í lífinu. Af þeim toga eru bæði útburðir og fépúkar. Mest kveður...
Hvers vegna er kjarni jarðar heitur?
Kjarni jarðar er mörg hundruð gráðum heitari en möttullinn fyrir ofan, og hugsa má sér þrjár ástæður fyrir því: Mikilvægastur er varmi frá myndun jarðar, en einnig koma til geislavirkni í efni kjarnans og snúningur innri kjarna. Skoðum þetta: Heimspekingurinn Immanúel Kant (1724-1804) er sagður hafa stungið upp...
Af hverju nýtum við ekki vindorku í öllu þessu brjálaða roki á Íslandi?
Helsta ástæða þess að vindorka hefur lítið verið nýtt hérlendis er sú að kostnaður við að framleiða rafmagn með henni hefur verið mun meiri en fyrir vatnsafls- og jarðhitavirkjanir. Með hærra raforkuverði, þróun aðferða og bættri tækni, meðal annars betri nýtni vindmylla, verður vindorka sífellt raunhæfari valkost...
Hver var Balían af Ibelín?
Balían af Ibelín var riddari á tímum krossferðanna. Hann er hvað þekktastur fyrir að hafa reynt að verja borgina Jerúsalem gegn innrás Saladíns árið 1187. Krossferðirnar á miðöldum voru herfarir kristinna manna inn á svæði annarra trúarhópa og þá sérstaklega múslima í Miðausturlöndum. Kristnir Evrópumenn ásældust ...
Hvað er merkilegt við Amasonfljótið, regnskóginn þar og allt dýralífið?
Amasonfljót er vatnsmesta fljót í heimi og það næstlengsta, á eftir Níl. Vatnsmagnið sem fellur til sjávar í Amasonfljótinu er meira en fellur til sjávar samanlagt í Níl, Mississippi- og Yangtze-fljóti en Mississippi-fljót er það þriðja lengsta í heiminum og Yangtze-fljót það fjórða lengsta. Fljótið rennur að mest...
Hvaða reglur giltu um z í íslensku?
Bókstafurinn z barst snemma inn í íslenskt stafróf og var hann talsvert notaður í fornu máli. Í bókinni Íslenzkar rjettritunarreglur eftir Halldór Kr. Friðriksson frá árinu 1859 voru settar fram reglur sem giltu nær óbreyttar fram til ársins 1974 en þá var z felld brott í stafsetningnu, annars staðar en í mannanöf...
Hvað er G8-hópurinn, hvaða ríki eru í honum og hvert er hlutverk þessa hóps?
G8-hópurinn (e. Group of Eight) er hópur átta stærstu iðnríkja heims; Bandaríkjanna, Þýskalands, Ítalíu, Frakklands, Japan, Bretlands, Kanada og Rússlands auk þess sem Evrópusambandið á fulltrúa í hópnum. Hópurinn er í raun óformlegt samstarf þessara þjóða á ýmsum sviðum sem er haldið gangandi með fundum ráðherra ...
Hvað merkir orðið fimbulfamb?
Margir hafa nú um jólin gripið í spilið Fimbulfamb. Elsta heimild um orðið fimbulfamb í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá síðasta hluta 19. aldar: Þegar jeg tala um einkennislýsing, á jeg ekki við hið óendanlega fimbulfamb um smámuni. (Eimreiðin 1898:38) Orðið er notað í merkingunni ‘þvættingur, heimskutal...
Af hverju var númerið 112 valið sem neyðarnúmer?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er einhver sérstök ástæða fyrir því að talnarunan einn-einn-tveir (1-1-2) er valin sem neyðarnúmer? Hvers vegna ekki 1-2-3 eða 1-1-1? Fyrst var mælt með númerinu 112 sem samræmdu neyðarnúmeri af Samtökum póst- og fjarskiptastjórna í Evrópu árið 1972. Númerið var síðan g...
Er hægt að mynda loga við það lágt hitastig að menn brenni sig ekki á honum?
Svarið er í stuttu máli sagt NEI ef átt er við venjulegan loga. Hins vegar eru til á rannsóknastofum fyrirbæri sem líkjast logum og eru nógu köld til að svarið sé játandi um þau. Svar við þessari spurningu ræðst af skilgreiningu okkar á loga og því hve lengi hann kann að leika um mannshörund. Ef við gefum...
Eyðir spennubreytir sem er í sambandi jafnmikilli raforku hvort sem hann er í notkun eða ekki?
Svarið er: Nei, hann eyðir meiri orku þegar hann er í notkun heldur en þegar hann er bara „í sambandi“. Þegar spennubreytir er í sambandi en ekki í notkun fer riðstraumur um inntaksvafningana en ekki úttaksmegin. Spennirinn flytur því ekki afl frá inngangi til útgangs en hann eyðir samt nokkurri orku eða afli....
Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum?
Svarið sem hér fer á eftir er líka svar við spurningunni Hvað eru mörg lönd í heiminum? frá Berglindi Friðriksdóttur og Ólafi Heiðari Helgasyni og er litið svo á að land þýði sjálfstætt ríki. Þegar maður spyr hversu mörg sjálfstæð lönd eru í heiminum getur maður fengið ýmis svör og velta þau gjarnan á hagsmun...
Hvenær og af hverju var kannabis bannað á Íslandi? Eða eru engin lög sem banna það?
Með lögum nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni er allur innflutningur, sala og meðferð kannabisefna bönnuð hér á landi. Ástæðurnar fyrir banni við kannabisefnum eru í reynd þær sömu og ástæður fyrir banni við öðrum fíkniefnum. Löggjafinn vill leitast við að koma í veg fyrir skaðleg áhrif efnisins bæði á einstakli...
Hvað hafa margir menn farið til tunglsins og hvernig líta þeir út?
Alls hafa tólf menn komið til tunglsins og tíu til viðbótar komist á braut um það. Allir fóru þeir á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Árið 1969 lentu tveir af þremur geimförum Appollo 11 á tunglinu, þeir Neil Alden Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin. Síðar sama ár voru það Charles Conrad yngri og Al...