Til hópsins var stofnað árið 1975 í kjölfar olíukreppunnar í október 1973, þegar samtök arabískra olíuframleiðsluríkja ákvað að hækka verulega olíuverð til Bandaríkjanna sem viðbrögð við ákvörðun Bandaríkjamanna að styðja Ísraelsmenn í Yom-Kippur-stríðinu. Það var Valéry Giscard d’Estaing, þáverandi forseti Frakklands, sem hafði frumkvæði að því að kalla saman óformlegan vettvang stórra iðnaðarríkja. Upphaflega voru ríkin sex en strax árið eftir, þegar fundurinn var haldinn á vegum Bandaríkjamanna, var Kanada tekið inn í hópinn og lengi vel var hópurinn því kallaður G7. Eftir lok kalda stríðsins og með auknu samstarfi Vesturlanda og Rússlands var landið formlega tekið inn í hópinn árið 1997 og ríkin því orðin átta. Þá hafa einnig verið haldnir svokallaðir G8+5 fundir þar sem Brasilíu, Kína, Indlandi, Suður-Afríku og Mexíkó var boðin þátttaka. Ýmiss konar ályktanir og yfirlýsingar hafa verið samþykktar af hópnum. Sem dæmi má nefna ályktanir um orkumál, sameiginlega upplýsingagjöf milli ríkjanna til að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi og aðgerðir gegn tölvuglæpum, svo eitthvað sé nefnt. Starfsemi og fundir G8-hópsins hafa orðið fyrir ákveðinni gagnrýni, eins og eðlilegt er um samkomu svo valdamikilla leiðtoga. Sú gagnrýni snýst meðal annars um aðgerðarleysi ríkjanna gagnvart aðkallandi vandamálum sem heimurinn stendur frammi fyrir, svo sem fátækt í Afríku, loftslagsbreytingum og alnæmisvandanum í heiminum. Einnig hefur samsetning hópsins verið gagnrýnd, þar sem hann standi ekki undir nafni sem hópur átta stærstu iðnríkja heims því hagkerfi Kína sé það þriðja stærsta í heimi og hagkerfi Indlands og Spánar séu stærri en hagkerfi Kanada. Þetta, segja gagnrýnendur, gerir það að verkum að hópurinn endurspeglar ekki sjónarmið stærstu iðnríkja heims og að þar vanti inn ýmsar mikilvægar raddir. Heimildir og mynd:
Til hópsins var stofnað árið 1975 í kjölfar olíukreppunnar í október 1973, þegar samtök arabískra olíuframleiðsluríkja ákvað að hækka verulega olíuverð til Bandaríkjanna sem viðbrögð við ákvörðun Bandaríkjamanna að styðja Ísraelsmenn í Yom-Kippur-stríðinu. Það var Valéry Giscard d’Estaing, þáverandi forseti Frakklands, sem hafði frumkvæði að því að kalla saman óformlegan vettvang stórra iðnaðarríkja. Upphaflega voru ríkin sex en strax árið eftir, þegar fundurinn var haldinn á vegum Bandaríkjamanna, var Kanada tekið inn í hópinn og lengi vel var hópurinn því kallaður G7. Eftir lok kalda stríðsins og með auknu samstarfi Vesturlanda og Rússlands var landið formlega tekið inn í hópinn árið 1997 og ríkin því orðin átta. Þá hafa einnig verið haldnir svokallaðir G8+5 fundir þar sem Brasilíu, Kína, Indlandi, Suður-Afríku og Mexíkó var boðin þátttaka. Ýmiss konar ályktanir og yfirlýsingar hafa verið samþykktar af hópnum. Sem dæmi má nefna ályktanir um orkumál, sameiginlega upplýsingagjöf milli ríkjanna til að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi og aðgerðir gegn tölvuglæpum, svo eitthvað sé nefnt. Starfsemi og fundir G8-hópsins hafa orðið fyrir ákveðinni gagnrýni, eins og eðlilegt er um samkomu svo valdamikilla leiðtoga. Sú gagnrýni snýst meðal annars um aðgerðarleysi ríkjanna gagnvart aðkallandi vandamálum sem heimurinn stendur frammi fyrir, svo sem fátækt í Afríku, loftslagsbreytingum og alnæmisvandanum í heiminum. Einnig hefur samsetning hópsins verið gagnrýnd, þar sem hann standi ekki undir nafni sem hópur átta stærstu iðnríkja heims því hagkerfi Kína sé það þriðja stærsta í heimi og hagkerfi Indlands og Spánar séu stærri en hagkerfi Kanada. Þetta, segja gagnrýnendur, gerir það að verkum að hópurinn endurspeglar ekki sjónarmið stærstu iðnríkja heims og að þar vanti inn ýmsar mikilvægar raddir. Heimildir og mynd: