Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er G8-hópurinn, hvaða ríki eru í honum og hvert er hlutverk þessa hóps?

Árni Helgason

G8-hópurinn (e. Group of Eight) er hópur átta stærstu iðnríkja heims; Bandaríkjanna, Þýskalands, Ítalíu, Frakklands, Japan, Bretlands, Kanada og Rússlands auk þess sem Evrópusambandið á fulltrúa í hópnum. Hópurinn er í raun óformlegt samstarf þessara þjóða á ýmsum sviðum sem er haldið gangandi með fundum ráðherra og embættismanna. Þar á meðal eru þriggja daga fundir leiðtoga G8-hópsins, sem vekja alla jafna mesta athygli – og mikil mótmæli. Leiðtogafundirnir eru hugsaðir sem vettvangur fyrir þjóðarleiðtogana til þess að skiptast á skoðunum og leggja línur um hvernig nálgast skuli ýmis mál en þar eru ekki teknar endanlega útfærðar ákvarðanir.

Aðildarríkin skipta árlega með sér forsæti í hópnum ásamt því að halda fundi á vegum hópsins. Þannig héldu Þjóðverjar fundinn árið 2007, Japanir árið 2008, Ítalir í ár (2009) og Kanada mun halda fundinn árið 2010. Þótt leiðtogafundirnir fái mesta athygli eru þeir ekki einu fundirnir á vegum ráðsins þar sem ráðherrar í öðrum málaflokkum funda einnig.



Leiðtogar G8-hópsins ásamt leiðtogum nokkurra annarra stórra iðnríkja á fundi á Ítalíu í júlí 2009.

Til hópsins var stofnað árið 1975 í kjölfar olíukreppunnar í október 1973, þegar samtök arabískra olíuframleiðsluríkja ákvað að hækka verulega olíuverð til Bandaríkjanna sem viðbrögð við ákvörðun Bandaríkjamanna að styðja Ísraelsmenn í Yom-Kippur-stríðinu.

Það var Valéry Giscard d’Estaing, þáverandi forseti Frakklands, sem hafði frumkvæði að því að kalla saman óformlegan vettvang stórra iðnaðarríkja. Upphaflega voru ríkin sex en strax árið eftir, þegar fundurinn var haldinn á vegum Bandaríkjamanna, var Kanada tekið inn í hópinn og lengi vel var hópurinn því kallaður G7. Eftir lok kalda stríðsins og með auknu samstarfi Vesturlanda og Rússlands var landið formlega tekið inn í hópinn árið 1997 og ríkin því orðin átta. Þá hafa einnig verið haldnir svokallaðir G8+5 fundir þar sem Brasilíu, Kína, Indlandi, Suður-Afríku og Mexíkó var boðin þátttaka.

Ýmiss konar ályktanir og yfirlýsingar hafa verið samþykktar af hópnum. Sem dæmi má nefna ályktanir um orkumál, sameiginlega upplýsingagjöf milli ríkjanna til að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi og aðgerðir gegn tölvuglæpum, svo eitthvað sé nefnt.

Starfsemi og fundir G8-hópsins hafa orðið fyrir ákveðinni gagnrýni, eins og eðlilegt er um samkomu svo valdamikilla leiðtoga. Sú gagnrýni snýst meðal annars um aðgerðarleysi ríkjanna gagnvart aðkallandi vandamálum sem heimurinn stendur frammi fyrir, svo sem fátækt í Afríku, loftslagsbreytingum og alnæmisvandanum í heiminum. Einnig hefur samsetning hópsins verið gagnrýnd, þar sem hann standi ekki undir nafni sem hópur átta stærstu iðnríkja heims því hagkerfi Kína sé það þriðja stærsta í heimi og hagkerfi Indlands og Spánar séu stærri en hagkerfi Kanada. Þetta, segja gagnrýnendur, gerir það að verkum að hópurinn endurspeglar ekki sjónarmið stærstu iðnríkja heims og að þar vanti inn ýmsar mikilvægar raddir.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Árni Helgason

lögfræðingur og fyrrverandi laganemi við HÍ

Útgáfudagur

7.8.2009

Spyrjandi

Jakob Björnsson

Tilvísun

Árni Helgason. „Hvað er G8-hópurinn, hvaða ríki eru í honum og hvert er hlutverk þessa hóps?“ Vísindavefurinn, 7. ágúst 2009, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=19269.

Árni Helgason. (2009, 7. ágúst). Hvað er G8-hópurinn, hvaða ríki eru í honum og hvert er hlutverk þessa hóps? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=19269

Árni Helgason. „Hvað er G8-hópurinn, hvaða ríki eru í honum og hvert er hlutverk þessa hóps?“ Vísindavefurinn. 7. ágú. 2009. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=19269>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er G8-hópurinn, hvaða ríki eru í honum og hvert er hlutverk þessa hóps?
G8-hópurinn (e. Group of Eight) er hópur átta stærstu iðnríkja heims; Bandaríkjanna, Þýskalands, Ítalíu, Frakklands, Japan, Bretlands, Kanada og Rússlands auk þess sem Evrópusambandið á fulltrúa í hópnum. Hópurinn er í raun óformlegt samstarf þessara þjóða á ýmsum sviðum sem er haldið gangandi með fundum ráðherra og embættismanna. Þar á meðal eru þriggja daga fundir leiðtoga G8-hópsins, sem vekja alla jafna mesta athygli – og mikil mótmæli. Leiðtogafundirnir eru hugsaðir sem vettvangur fyrir þjóðarleiðtogana til þess að skiptast á skoðunum og leggja línur um hvernig nálgast skuli ýmis mál en þar eru ekki teknar endanlega útfærðar ákvarðanir.

Aðildarríkin skipta árlega með sér forsæti í hópnum ásamt því að halda fundi á vegum hópsins. Þannig héldu Þjóðverjar fundinn árið 2007, Japanir árið 2008, Ítalir í ár (2009) og Kanada mun halda fundinn árið 2010. Þótt leiðtogafundirnir fái mesta athygli eru þeir ekki einu fundirnir á vegum ráðsins þar sem ráðherrar í öðrum málaflokkum funda einnig.



Leiðtogar G8-hópsins ásamt leiðtogum nokkurra annarra stórra iðnríkja á fundi á Ítalíu í júlí 2009.

Til hópsins var stofnað árið 1975 í kjölfar olíukreppunnar í október 1973, þegar samtök arabískra olíuframleiðsluríkja ákvað að hækka verulega olíuverð til Bandaríkjanna sem viðbrögð við ákvörðun Bandaríkjamanna að styðja Ísraelsmenn í Yom-Kippur-stríðinu.

Það var Valéry Giscard d’Estaing, þáverandi forseti Frakklands, sem hafði frumkvæði að því að kalla saman óformlegan vettvang stórra iðnaðarríkja. Upphaflega voru ríkin sex en strax árið eftir, þegar fundurinn var haldinn á vegum Bandaríkjamanna, var Kanada tekið inn í hópinn og lengi vel var hópurinn því kallaður G7. Eftir lok kalda stríðsins og með auknu samstarfi Vesturlanda og Rússlands var landið formlega tekið inn í hópinn árið 1997 og ríkin því orðin átta. Þá hafa einnig verið haldnir svokallaðir G8+5 fundir þar sem Brasilíu, Kína, Indlandi, Suður-Afríku og Mexíkó var boðin þátttaka.

Ýmiss konar ályktanir og yfirlýsingar hafa verið samþykktar af hópnum. Sem dæmi má nefna ályktanir um orkumál, sameiginlega upplýsingagjöf milli ríkjanna til að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi og aðgerðir gegn tölvuglæpum, svo eitthvað sé nefnt.

Starfsemi og fundir G8-hópsins hafa orðið fyrir ákveðinni gagnrýni, eins og eðlilegt er um samkomu svo valdamikilla leiðtoga. Sú gagnrýni snýst meðal annars um aðgerðarleysi ríkjanna gagnvart aðkallandi vandamálum sem heimurinn stendur frammi fyrir, svo sem fátækt í Afríku, loftslagsbreytingum og alnæmisvandanum í heiminum. Einnig hefur samsetning hópsins verið gagnrýnd, þar sem hann standi ekki undir nafni sem hópur átta stærstu iðnríkja heims því hagkerfi Kína sé það þriðja stærsta í heimi og hagkerfi Indlands og Spánar séu stærri en hagkerfi Kanada. Þetta, segja gagnrýnendur, gerir það að verkum að hópurinn endurspeglar ekki sjónarmið stærstu iðnríkja heims og að þar vanti inn ýmsar mikilvægar raddir.

Heimildir og mynd:...