Þegar spennubreytir er í sambandi en ekki í notkun fer riðstraumur um inntaksvafningana en ekki úttaksmegin. Spennirinn flytur því ekki afl frá inngangi til útgangs en hann eyðir samt nokkurri orku eða afli. Þessi afltöp verða í kjarna spennisins og felast aðallega í tvennu, svo kölluðum hvirfilstraumatöpum og segulheldnitöpum eða hýsteresutöpum. Hvirfilstraumatöp verða þegar spanstraumar af þeirri gerð sem kallast hvirfilstraumar myndast í kjarnanum sem vafningar spennubreytisins umlykja. Þetta gerist af því að kjarninn, sem er gerður úr segulmagnandi efni svo sem járni, leiðir rafmagn. Til að minnka hvirfilstraumatöpin er reynt að draga úr rafleiðni kjarnans, með því að hafa hann lagskiptan með einangrandi lögum á milli járnlaganna.

- Hvernig er hægt að geyma og nýta orku frá vindrafstöðvum? eftir Egil B. Hreinsson
- Er hægt að eyða rafsegulbylgjum með tóli sem er grafið í garðinum hjá manni? Skiptir máli hvernig rafmagnsklær snúa? eftir Viðar Guðmundsson og Þorstein Vilhjálmsson
- Er hægt að setja rafsegulfræðina fram með hnikareikningi, svipað og aflfræði og ljósfræði? eftir Viðar Guðmundsson
- Hvað er átt við með sviðshugtakinu í eðlisfræði? Hvernig er hægt að setja það fram án þess að lenda í hring? eftir Viðar Guðmundsson og Þorstein Vilhjálmsson
- Spennubreytir - Sótt 27.07.10.