Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1242 svör fundust
Hvað er iktsýki?
Iktsýki eða Rheumatoid arthritis nefnist í daglegu tali liðagigt og er einn af algengustu liðabólgusjúkdómunum. Til liðagigtar teljast meðal annars liðbólgusjúkdómar eins og sóragigt (psoriasis-liðagigt = Psoriasis arthritis) og liðbólgusjúkdómar er geta fylgt iðrabólgusjúkdómum, ásamt fleirum fjölliðabólgusjúkdóm...
Er ísaldarjökull að hluta til valdur að jarðlagahalla á Íslandi eða er farg gosefna eina ástæðan?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvers vegna hallast hraunlögin í Steindórsstaðaöxl í Borgarfirði inn til landsins? Er það vegna jökuls eða yngra hraunlags sem þrýstir því niður? Af hverju hallar jarðlögunum á Austurlandi til vesturs en ekki í einhverja aðra átt? Síðarnefnda uppástungan, það er farg gosefna, e...
Hvernig stendur íslenski arnarstofninn? Hefur hann náð sér á strik eftir friðun?
Haförninn (Haliaeetus albicilla) var friðaður á Íslandi árið 1913. Á árunum 1905 til 1908 hafði danski fuglafræðingurinn Richard Hörring ferðast um landið og sá á ferðum sínum um þekkt arnarsvæði afar fáa erni. Það var því ljóst að arnarstofninn hér á landi var hruninn og því nauðsynlegt að friða hann svo hann hyr...
Hvenær fóru menn að nota stóran staf í upphafi setninga og enda á punkti?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvernig og hvenær byrjuðu menn að rita á þann hátt að byrja setningar með stórum staf og enda þær á punkti? Greinarmerkið punktur (.) er upprunnið hjá Grikkjum um 200 fyrir Krist. Letur var þá hástafaletur og því engir litlir stafir. Yfirleitt var ekki haft bil á mil...
Hvað er pósitífismi?
Auguste Comte (1798-1857) kynnti grundvallarstef pósitífismans til sögunnar snemma á nítjándu öld í ritgerðum á borð við „Considérations philosophiques sur la science et les savants“ (1825) og skilgreindi og útfærði ítarlega í Cours de philosophie positive sem kom út í sex bindum á árunum 1830-1842 og Système de p...
Hvaða leiðir eru færar til að tala betri íslensku?
Önnur spurning sem brennur á Andrési er hvort það jafngildi því að tala góða íslensku að tala fornt mál. Spurning hans í heild sinni hljóðaði svona: Kæri vísindavefur. Ég hef mikinn áhuga á að vita hvaða leiðir eru færar til að tala betri íslensku. Klassískt svar er við þessari spurningu er að maður eigi að "le...
Svör um jarðvísindi og hagfræði mest lesin árið 2023
Svör um jarðvísindi og hagfræði raða sér í fimm efstu sæti þeirra svara sem birtust árið 2023 og mest voru lesin á Vísindavef HÍ. Að meðaltali heimsækja um sjö þúsund manns Vísindavefinn daglega og fletta þar tæplega níu þúsund síðum. Breiddin í lestri er veruleg og þannig getur fjöldi þeirra svara sem lesin er...
Verður tölva afkastameiri ef örgjörvinn er kældur mikið?
Nei, tölva verður ekki afkastameiri við það eitt að kæla örgjörvann. Góð kæling örgjörvans, sem og reyndar gott loftstreymi í tölvukassanum, getur hins vegar komið í veg fyrir mörg hitatengd vandamál í tölvum. Þau geta lýst sér í aukinni bilanatíðni íhluta, svo sem harðra diska. Einnig getur of hár hiti örgjörvans...
Er hægt að senda kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu á móðurmálinu og hvernig á að standa að kærunni?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er hægt að senda kæru til mannréttindadómstóla á móðurmálinu? Hvernig á að standa að kæru? Sá mannréttindadómstóll sem hefur langmesta þýðingu fyrir okkur á Íslandi er Mannréttindadómstóll Evrópu og er svar þetta því skrifað út frá gildandi reglum hans. Mannréttindadóm...
Hver er upprunaleg merking orðsins „sauður“?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Á íslensku er stundum talað um sauðfé í stað fjár eða kinda en einnig er til sauðnaut. Spurningin mín er því: Hvað merkir forskeytið "sauð" og enn fremur hver er upprunaleg merking orðsins "sauður". Orðin fé, sauður og sauðfé eru öll gömul í málinu en kind hafði til fo...
Geymist "gosið" (koltvísýringurinn) betur í hálffullri gosflösku ef hún er pressuð saman þannig að lítið sem ekkert loft verði eftir í henni?
Svarið er nei, því miður, og jafnvel þvert á móti! Plastið í flöskunni leitast við að ná upphaflegri lögun og við það dregst koltvíildi úr vökvanum upp í loftrýmið sem eftir er í flöskunni. Margir kannast líklega við það að þurfa að henda stórum hluta þeirra gosdrykkja sem keyptir eru vegna þess að þeir eru orð...
Hver er uppruni og merking páskaeggsins?
Saga páskaeggsins á Íslandi er ekki löng og nær reyndar ekki lengra aftur í tímann en til annars áratugs 20. aldar. Saga páskaeggsins er þó mun lengri í Evrópu. Upphafið má rekja til þess að á miðöldum þurftu leiguliðar í Mið-Evrópu að gjalda landeigendum skatt í formi eggja fyrir páska. Leiguliðar þurftu reynd...
Getið þið sagt mér eitthvað um gríska goðið Hades?
Gríska goðið Hades var sonur risanna Krónosar og Rheu. Bræður hans voru Seifur og Pósedon, og saman deildu þeir heiminum á milli sín. Seifur ríkti yfir himninum, Pósedon var guð hafsins en Hades guð undirheima og dauða. Hjá Rómverjum gekk Hades undir nafninu Plútó. Kona Hadesar var Persefóna, dóttir systkinann...
Halda neglur og hár áfram að vaxa eftir að líkaminn deyr?
Hár okkar og neglur eru gerðar úr svokölluðu hyrni eða keratíni sem er prótín. Hár og neglur eru því ekki úr lifandi frumum nema alveg við rótina. Þar af leiðandi eru hvorki æðar né taugar í nöglum eða hári. Neglur vaxa um það bil 0,1 mm á dag sem þýðir að á þremur til sex mánuðum verður til heil ný nögl. Hár okka...
Hvað er bóla?
Orðið bóla getur átt við ýmislegt, til dæmis við svokallaðar unglingabólur sem myndast þegar fitukirtlar í húðinni stækka. Um þannig bólur er hægt að lesa meira um í svari við spurningunni Af hverju fær fólk bólur? Svo getur bóla líka átt við tískusveiflur eða slíkt, til dæmis þegar við segjum 'þetta er bara bó...