Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1130 svör fundust
Hvaðan kemur orðið kölski inn í íslenska tungu?
Orðið kölski þekkist í málinu frá því á 17. öld sem annað orð yfir fjandann en einnig um gamlan og ósvífinn karl. Bjarni Vilhjálmsson fyrrum þjóðskjalavörður skrifaði grein um orðið í afmælisrit Halldórs Halldórssonar og benti á tengsl þess við lýsingarorðið kölskulegur 'ákafur; ósanngjarn', atviksorðið kölsku...
Kannist þið við orðið tíri/týri um timburstafla?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Kannist þið við orðið tíri/týri um timburstafla (stæða af borðum t.d. 1"x 6")? Heyrði þetta fyrst í byggingavinnu um 1962. Hvergi hef ég fundið orðið tíri eða týri í þeirri merkingu sem um var spurt. Ég hef spurt nokkra sem unnu í byggingarvinnu á sjöunda áratug síðustu...
Af hverju er sama sögn notuð yfir prjónaskap og þegar hestur eða hjól prjónar?
Samkvæmt heimildum tekur prjón ekki að tíðkast hérlendis fyrr en á 16. öld. Það kemur ekki fyrir í fornu máli. Af nafnorðinu prjónn ‘teinn úr málmi (eða tré), stuttur málmpinni með haus á enda’ er leidd sögnin að prjóna og af henni nafnorðið prjón (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989: 724–725). Í Ritmálssafni Orðabókar ...
Hvers vegna heitir flóamarkaður þessu nafni?
Orðið flóamarkaður er myndað af orðunum fló ‘sníkjudýr’ og markaður. Á flóamarkaði ægir saman alls kyns varningi, mjög oft hrúgum af gömlum fötum, sem flær hafa oft komið sér fyrir í. Á ensku heitir svona markaður flea market, á þýsku Flohmarkt, á dönsku loppemarked þar sem fyrri hlutinn í öllum þremur orðunum er ...
Heitir borð þessu nafni vegna þess að við borðum við það eða er sögnin leidd af orðinu borð?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Köllum við borð þessu nafni því við borðum við það eða segjumst við “borða” því við borðum við borð? Hvort er nefnt eftir hverju? Sögnin að borða þekkist þegar í fornu máli en þá virðist merkingin vera ‘ganga eða sitja til borðs til þess að matast’ og ‘framreiða mált...
Hvaðan kemur sögnin að gubba og hvað merkir orðið?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni orðsins “að gubba”? Hvaðan kemur orðið gubb og hver er merking orðsins? Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:285) er sögnin gubba ‘æla, selja upp’ og nafnorðið gubb ‘uppköst, spýja’ tengd nýnorsku sögninni gubba ‘gufa upp, mynda þoku’. Teng...
Hvaðan kemur þetta HÚRRA sem fagnaðaróp - og hvað þýðir það eiginlega?
Húrra sem fagnaðarhróp þekkist í málinu frá því á 18. öld. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:391) er orðið sagt komið úr dönsku hurra sem aftur hafi það úr miðháþýsku hurren (boðháttur af sögn). Það væri þá skylt sögninni húrra ‘renna hratt’ sem einnig er tökuorð úr dönsku. Húrra sem fa...
Eru til einhver ensk orð sem tekin eru úr íslensku?
Vissulega eru til íslensk tökuorð í ensku en miklu fremur fornnorræn. Sem dæmi mætti nefna berserk (= berserkur), egg, geysir, jökulhlaup, rannsaka, saga, skata, sky (e. himinn, ísl. ský). Hafa þarf í huga að lítill munur var á norsku og íslensku á dögum víkinga sem sigldu frá Noregi í vesturátt og komu við á Bret...
Hvers konar úð er í úlfúð og hver er uppruni orðsins?
Nafnorðið úlfúð merkir ‘fjandskapur, óvinátta’. Það er samsett úr úlfur og úð ‘hyggja, hugarfar, hugð’, eiginlega ‘sá sem hefur hugarfar úlfs’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:1081) er orðmyndin orðin til í áherslulausum viðliðum samsettra orða, það er orðið til úr hugð sem aftu...
Af hverju er orðið hvítvoðungur stundum notað um nýfædd börn?
Orðið hvítvoðungur merkir annars vegar ‘ungbarn, kornabarn’ og hins vegar í eldra máli ‘nýskírður maður’. Í Íslenskri orðabók (2002:xiii) er það merkt með krossi sem segir að orðið sé fornt eða úrelt. Í riti Páls Vídalín, Skýringar yfir fornyrði lögbókar þeirrar er Jónsbók kallast (í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólan...
Hver er uppruni orðsins stúlka?
Orðið stúlka er í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar skýrt sem ‘ung, ógift kona, stelpa’. Það er sama orð og í færeysku stulka og finnst í sænskum mállýskum sem stulka ‘unglingsstelpa’ og í nýnorsku stulk. Af sama toga er nýnorska sögnin stulka, stolka ‘ganga stirðlega, staulast’. Nafnorðið er þó tæ...
Hvers konar gor er í gormánuði?
Með orðinu gor er átt við hálfmelta fæðu í innyflum dýra, einkum jórturdýra. Þetta er gamalt samgermanskt orð, samanber færeysku gor ‛þarmasaur’, sænsku gårr, gorr í sömu merkingu, nýnorsku gor ‛innyflasaur; fiskslóg’, fornensku gor ‛mykja’ og fornháþýsku gor ‛mykja, mýrarfen’. Gormánuður e...
Eru nagladekk öruggasti kosturinn í umferðinni?
Ótal þættir hafa áhrif á öryggi í umferðinni, bæði tæknilegir og ekki síður mannlegir. Umferðarmannvirki eru yfirleitt hönnuð til að leiða umferðina sem um þau fer á öruggan og skilvirkan hátt. Það á við um alla vegbygginguna (burðarlög, slitlög og axlir), halla og legu vegarins, umferðarmerkingar svo og öryggisma...
Hvaða sýrumenn voru á ferð í Sýrumannavík, skammt vestan við Grundartanga?
Örnefnið sem nefnt er í fyrirspurninni er að réttu lagi Sýrumannavik (þó að um vík hafi verið að ræða), en víkin er nú horfin vegna framkvæmda á Grundartanga. Á Atlaskorti Eddu stendur ranglega Sýrumannavík. Grundartangi. Sýrumannavik hefur af kortum að dæma verið þar sem uppfyllingin endar lengst til hægri á ...
Hafa Ganverjar unnið Þjóðverja á HM? Hvaða íbúaheiti á að nota?
Upphafleg spurning hljómar svona: Vegna HM í fótbolta sker mjög oft í eyru mín það sem leikmenn frá ákveðnum löndum eru kallaðir. Eins og t.d. Ganverjar eru þá þeir sem koma frá Gana - er þetta rétt: Ganverjar, Kýpverjar, Fílbeinungar? Hvað kallast þessir einstaklingar frá þessum þjóðum og getum við ekki með ei...