Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til einhver ensk orð sem tekin eru úr íslensku?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Vissulega eru til íslensk tökuorð í ensku en miklu fremur fornnorræn. Sem dæmi mætti nefna berserk (= berserkur), egg, geysir, jökulhlaup, rannsaka, saga, skata, sky (e. himinn, ísl. ský). Hafa þarf í huga að lítill munur var á norsku og íslensku á dögum víkinga sem sigldu frá Noregi í vesturátt og komu við á Bretlandseyjum í lengri eða skemmri tíma.

Enska orðið fyrir goshver er geyser sem er tökuorð úr íslensku og vísar í hverinn Geysi. Hér er það hins vegar Strokkur sem gýs.

Orðsifjafræðingar eru ekki á einu máli hvaðan ákveðin orð hafa borist í ensku. Á Wikipediu er að finna langan lista yfir fornnorræn orð (List of English words of Old Norse origin) sem gaman er að skoða en taka þarf með varúð samt. Orðsifjafræðingurinn Walter W. Skeat gaf út enska orðsifjabók og setti (Scand) aftan við flest þau orð sem ég fletti upp af listanum. Þar fyrir aftan getur hann um íslenska orðið ef hann lítur á það sem heimild.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

5.3.2021

Spyrjandi

Sveinn Orri

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Eru til einhver ensk orð sem tekin eru úr íslensku?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81065.

Guðrún Kvaran. (2021, 5. mars). Eru til einhver ensk orð sem tekin eru úr íslensku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81065

Guðrún Kvaran. „Eru til einhver ensk orð sem tekin eru úr íslensku?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81065>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til einhver ensk orð sem tekin eru úr íslensku?
Vissulega eru til íslensk tökuorð í ensku en miklu fremur fornnorræn. Sem dæmi mætti nefna berserk (= berserkur), egg, geysir, jökulhlaup, rannsaka, saga, skata, sky (e. himinn, ísl. ský). Hafa þarf í huga að lítill munur var á norsku og íslensku á dögum víkinga sem sigldu frá Noregi í vesturátt og komu við á Bretlandseyjum í lengri eða skemmri tíma.

Enska orðið fyrir goshver er geyser sem er tökuorð úr íslensku og vísar í hverinn Geysi. Hér er það hins vegar Strokkur sem gýs.

Orðsifjafræðingar eru ekki á einu máli hvaðan ákveðin orð hafa borist í ensku. Á Wikipediu er að finna langan lista yfir fornnorræn orð (List of English words of Old Norse origin) sem gaman er að skoða en taka þarf með varúð samt. Orðsifjafræðingurinn Walter W. Skeat gaf út enska orðsifjabók og setti (Scand) aftan við flest þau orð sem ég fletti upp af listanum. Þar fyrir aftan getur hann um íslenska orðið ef hann lítur á það sem heimild.

Mynd:...