Sólin Sólin Rís 10:29 • sest 16:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:35 • Sest 15:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:21 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:31 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:29 • sest 16:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:35 • Sest 15:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:21 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:31 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Kannist þið við orðið tíri/týri um timburstafla?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Kannist þið við orðið tíri/týri um timburstafla (stæða af borðum t.d. 1"x 6")? Heyrði þetta fyrst í byggingavinnu um 1962.

Hvergi hef ég fundið orðið tíri eða týri í þeirri merkingu sem um var spurt. Ég hef spurt nokkra sem unnu í byggingarvinnu á sjöunda áratug síðustu aldar en enginn þeirra mundi eftir orðinu og ekki hefur það komist í orðabækur eftir því sem ég fæ séð.

Ekki hafa fundist heimildir um notkun orðsins tíri/týri um timburstafla.

Orðið tyri eða tyrviður var hins vegar til í fornu máli um kvoðuríkan furu- eða grenivið (Íslensk orðsifjabók 1989:1076). Hann var mjög eldfimur og gjarnan notaður í blys. Líklegt er að tengsl séu á milli þessara orða og þess sem spurt var um. Til er orðasamband í fornu máli, vera kominn á týratré, í merkingunni að vera í nauðum, að þrotum kominn, sem ég tel líklegt að tengist líka. Ef einhverjir þekkja orðin tíri eða týri væri gott að frétta af því og ég mun halda áfram að leita.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

10.8.2018

Spyrjandi

Birgir Baldursson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Kannist þið við orðið tíri/týri um timburstafla?“ Vísindavefurinn, 10. ágúst 2018, sótt 25. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75640.

Guðrún Kvaran. (2018, 10. ágúst). Kannist þið við orðið tíri/týri um timburstafla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75640

Guðrún Kvaran. „Kannist þið við orðið tíri/týri um timburstafla?“ Vísindavefurinn. 10. ágú. 2018. Vefsíða. 25. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75640>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Kannist þið við orðið tíri/týri um timburstafla?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Kannist þið við orðið tíri/týri um timburstafla (stæða af borðum t.d. 1"x 6")? Heyrði þetta fyrst í byggingavinnu um 1962.

Hvergi hef ég fundið orðið tíri eða týri í þeirri merkingu sem um var spurt. Ég hef spurt nokkra sem unnu í byggingarvinnu á sjöunda áratug síðustu aldar en enginn þeirra mundi eftir orðinu og ekki hefur það komist í orðabækur eftir því sem ég fæ séð.

Ekki hafa fundist heimildir um notkun orðsins tíri/týri um timburstafla.

Orðið tyri eða tyrviður var hins vegar til í fornu máli um kvoðuríkan furu- eða grenivið (Íslensk orðsifjabók 1989:1076). Hann var mjög eldfimur og gjarnan notaður í blys. Líklegt er að tengsl séu á milli þessara orða og þess sem spurt var um. Til er orðasamband í fornu máli, vera kominn á týratré, í merkingunni að vera í nauðum, að þrotum kominn, sem ég tel líklegt að tengist líka. Ef einhverjir þekkja orðin tíri eða týri væri gott að frétta af því og ég mun halda áfram að leita.

Mynd:

...