Hver er uppruni orðsins “að gubba”? Hvaðan kemur orðið gubb og hver er merking orðsins?Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:285) er sögnin gubba ‘æla, selja upp’ og nafnorðið gubb ‘uppköst, spýja’ tengd nýnorsku sögninni gubba ‘gufa upp, mynda þoku’. Tengsl eru líka hugsanleg við fornfrísnesku gubbeln ‘ólga, vella’. Gubba þekkist í málinu allt frá 17. öld.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. - Orðsifjabókin er einnig aðgengileg á arnastofnun.is undir Málið.is.
- File:One man vomits into a bowl as his companion lifts his wig an Wellcome V0019471.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 7.05.2020). Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution 4.0 International — CC BY 4.0