Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 67 svör fundust
Hver var fílamaðurinn og hvaða sjúkdómur hrjáði hann?
Fílamaðurinn hét réttu nafni Joseph Carey Merrick og fæddist árið 1862 í Leicester á Englandi. Sem ungbarn sýndi hann ekki merki um neitt óeðlilegt en á fyrstu árum ævinnar fór að bera á afmyndun sem jókst eftir því sem hann varð eldri. Afmyndunin var mikill ofvöxtur í húð þannig að holdið myndaði nánast fellingar...
Er táknmál myndað eins og önnur mál í vinstra heilahvelinu?
Það var á 19. öld, nánar tiltekið árið 1861, sem franski læknirinn Paul Broca (1824-1880) lýsti því yfir að við töluðum með vinstra heilahvelinu og að lítið svæði aftarlega og neðarlega í heilanum stýrði tali. Þetta heilasvæði fékk síðar nafnið Broca-svæði. Sjúklingarnir tveir sem Broca byggði fullyrðingu sína á g...
Hvað er fegurð og hvað er ljótleiki? Í hverju felst fegurðin?
Þótt fagurfræði sé á íslenzku kennd við fegurð, er það hugtak þó frekar sjaldgæft í fræðilegri umræðu seinni tíma. Menn tala frekar um form eða listgildi. Það fer eftir grunnviðhorfum í frumspeki og þekkingarfræði, hverjum augum menn líta fegurðina. Þeir sem telja að við höfum aðgang að einhverju sem nefnist r...
Hvernig verka skilningarvitin fimm (sjón, heyrn, snerting, bragð og lykt)?
Skynjun er gífurlega flókið og viðamikið ferli, svo flókið að ómögulegt er að gera grein fyrir því öllu í litlu svari sem þessu. Hér verður því aðallega fyrsta skrefinu, það er hvernig skynfærin taka við umhverfisáreitum, lýst í stuttu máli. Sjónskyn Flestir geta verið sammála um að sjónskynið sé mikilvægast...
Er kvikasilfur hættulegt fyrir heilsuna og hvernig berst það í líkamann?
Kvikasilfur er frumefni og tilheyrir hópi mjúkra málma. Eins og við á um flest önnur frumefni finnst það oftast sem efnasamband. Kvikasilfur er að finna í jarðskorpunni, í jarðvegi, bergi og vatni og jafnvel að einhverju leyti í andrúmsloftinu. Það kemur fyrir sem frumefnið kvikasilfur sem er fljótandi málmur eða ...
Hver er skilgreining ykkar á hugtakinu „náttúruréttur“?
Náttúruréttur er sú hugsun að þau gæði sem hafa náttúrulegt aðdráttarafl fyrir alla menn eigi að vera siðferðilegur grundvöllur þeirra laga sem yfirvöld setja. Svokölluð „náttúrulög“ eru þau boð eða fyrirmæli sem skynsemi okkar telur að sýni þessum gæðum rétta virðingu. Mannlegar athafnir eru dæmdar siðferðilega ...
Er í alvöru til eitthvað sem heitir eðli, hjá mannfólki og sem munur á milli kynjanna?
Fólk greinir mjög á um hvort til sé manneðli og ef svo er hvað það sé. Sömuleiðis er mikill ágreiningur um hvort eðlismunur sé á milli kynjanna og ef svo er í hverju hann felist. Ástæðan fyrir þessum ágreiningi er sú að spurningin um manneðlið (og svo kyneðlið) er oftast ekki aðeins spurning um það hvort það séu e...
Berum við ábyrgð á eigin gerðum ef hægt er að spá fyrir um þær?
Til að svara þessari spurningu skulum við fyrst hugsa okkur einfalt dæmi: Maður ekur á ofsahraða niður brekku en neðst í brekkunni er kröpp beygja. Vegna þess hvað maðurinn ekur hratt er fyrirsjáanlegt af öllum kringumstæðum að hann muni ekki ná beygjunni; með öðrum orðum er hægt að spá fyrir um að hann muni aka ú...
Hver fann upp símann?
Við gerum ráð fyrir að spyrjandi eigi við talsímann. Uppfinning hans er tileinkuð uppfinningamanninum Alexander Graham Bell (1847-1922). Við orðum þetta svona því að margir vísinda- og uppfinningamenn gerðu tilkall til þess að hafa fundið hann upp og höfðu keppst um að verða fyrstur í mark. Bell fékk reyndar einka...
Hver er Terence Tao og hvert er hans framlag til stærðfræðinnar?
Terence Tao er ástralskur stærðfræðingur. Tao er undrabarn í stærðfræði, hann keppti í alþjóðlegum stærðfræðikeppnum aðeins tíu ára gamall, lauk doktorsprófi tvítugur og var 24 ára þegar hann varð prófessor við UCLA-háskólann. Tao hlaut hin virtu Fields-verðlaun 31 árs. Sú stærðfræðiniðurstaða sem hann er einna þe...
Hvað er franska upplýsingin?
Þegar rætt er um frönsku upplýsinguna er vísað í tímabil á átjándu öld og líf og skriftir hóps franskra menntamanna á þessum tíma. Spurningin um hvað franska upplýsingin fól í sér er hins vegar flóknari og í raun ómögulegt að svara í stuttu máli. Það má með nokkrum sanni halda því fram að hún sé eitt mest rannsaka...
Hvað er heilalömun?
Heilalömun (e. cerebral palsy) er hugtak sem nær yfir flokk taugafræðilegra kvilla sem koma fram við fæðingu eða snemma í bernsku og hafa varanleg áhrif á líkamshreyfingar og samhæfingu vöðva en versna ekki með tímanum. Þótt heilalömun hafi áhrif á hreyfingar vöðva stafar hún ekki af vandamálum í vöðvum eða taugum...
Hver ber ábyrgð á framkomu íslenskra einkafyrirtækja gagnvart stjórnkerfum eða almenningi í fátækari ríkjum?
Flestar spurningar um ábyrgð búa yfir töluverðu flækjustigi. Ástæður þess eru fyrst og fremst af tvennu tagi. Annars vegar er ábyrgðarhugtakið á íslensku býsna margslungið og ekki alltaf auðvelt að gera sér grein fyrir hvað spurt er um. Seinni flækjan á sér rætur í því að ábyrgðin sem spurt er um liggur oft á illa...
Hafís í blöðunum 1918. III. Þrjár greinar um tíðarfar 1918
Þessi pistill er sá þriðji í röðinni af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Greinarnar þrjár sem hér fara á eftir lýsa tíðarfarinu snemma árs 1918 og hvernig það hafði áhrif á ferðir manna í embættiserindum. Fyrst segir frá embættisleiðangri á ísilögðum Eyjafirði, þá e...
Hver eru einkenni geðklofa?
Geðklofi (schizophrenia) er oft langvinnur og hamlandi sjúkdómur í heila sem hrjáir um einn af hverjum hundrað manns einhvern tíma á ævinni. Geðklofi er jafn tíður hjá konum og körlum, en kemur þó að jafnaði fyrr fram hjá körlum, venjulega seint á táningsaldri eða snemma á tvítugsaldri. Hjá konum koma einkennin ve...