Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var fílamaðurinn og hvaða sjúkdómur hrjáði hann?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Fílamaðurinn hét réttu nafni Joseph Carey Merrick og fæddist árið 1862 í Leicester á Englandi. Sem ungbarn sýndi hann ekki merki um neitt óeðlilegt en á fyrstu árum ævinnar fór að bera á afmyndun sem jókst eftir því sem hann varð eldri. Afmyndunin var mikill ofvöxtur í húð þannig að holdið myndaði nánast fellingar og einnig afmynduðust útlimir og höfuð.

Joseph Merrick (1862-1890) gekk undir nafninu fílamaðurinn vegna mjög óvenjulegs útlits.

Merrick átti erfiða ævi. Hann reyndi að vinna fyrir sér á unglingsárunum en vansköpunin gerði honum mjög erfitt fyrir. Fólk hræddist útlit hans, hann átti erfitt með að beita annarri hendinni sem var mikið afmynduð, hann átti erfitt með gang, bæði vegna afmyndaðra fóta og vegna meiðsla á mjöðm sem hann varð fyrir sem barn og loks átti hann erfitt með tal og gat illa gert sig skiljanlegan vegna mikils ofvaxtar í andliti.

Sautján ára var honum komið fyrir á þurfamannastofnun. Vistin þar var ekki góð en Merrick átti ekki mikla möguleika á að sjá sér farborða sjálfur. Eftir fjögur ár á þurfamannaheimilinu fannst honum þó nóg komið og leitaði til manns að nafni Sam Torr sem var einhvers konar skemmtikraftur eða skemmtanastjóri í Leicester og bauð honum þjónustu sína með það fyrir augum að gerast viðundur að atvinnu.

Torr sá að þarna var gróðaleið því viðundrasýningar voru vinsæl skemmtun á þessum tíma. Hann ferðaðist með Merrick um landið og kynnti hann sem „Fílamaninn, hálfur maður, hálfur fíll“. Þegar Merrick var til sýnis í London frétti Frederick Treves læknir við Lundúnarspítala af honum. Hann fékk leyfi til þess að rannsaka Merrick á spítalanum og hélt síðar fyrirlestur um hann.

Leiðir Merricks og læknisins skyldu að sinni. Merrick hélt til Frakklands í sýningarferð en þar gekk allt á afturfótunum og komst hann aftur til Englands við illan leik. Þegar þangað kom átti hann í engin hús að vernda og var að niðurlotum kominn. Lögreglumaður sem kom honum til aðstoðar fann nafnspjald Treves hjá Merrick og kom honum í hendur hans. Treves bjó svo um hnútana að Merrick var lagður inn á spítalann þar sem Trevers vann og fékk hann að dveljast þar það sem hann átti eftir ólifað. Joseph Merrick lést í svefni árið 1890 og var talið að hann hefði kafnað við það að reyna að sofa liggjandi; vegna þess hve líkami hans var afmyndaður svaf hann alltaf sitjandi í rúminu.

Allt frá því Merrick komst fyrst undir læknishendur hafa læknar reynt að geta sér til um hvað hrjáði hann og olli þessari miklu afmyndun. Nú er helst talið að hann hafi þjáðst af sjúkdómi eða heilkenni sem kennt er við gríska sjávargoðið Prótevs og kallast á ensku Proteus syndrome. Prótevs var sjávargoð í þjónustu Póseidons og gat breytt sér í allra kvikinda líki. Prótevs-heilkennið er afar sjaldgæft og aðeins hafa verið staðfest um 200 tilfelli af því. Merrick var þess vegna ekki með sjúkdóminn fílaveiki eins og einhverjir kunna að halda út frá nafninu en um þann sjúkdóm er fjallað í svari við spurningunni Hvað er fílaveiki og hvernig lýsir hún sér?

John Hurt í hlutverki fílamannsins í samnefndri kvikmynd frá 1980. Líklega var Merrick með svonefnt Prótevs-heilkenni sem er afar sjaldgæft.

Í lok 8. áratugs síðustu aldar, um það bil einni öld eftir að fílamaðurinn kom fyrst fram á viðundrasýningum, fékk almenningur áhuga á honum aftur. Í London og á Broadway var sett upp leikrit eftir Bernard Pomerance byggt á ævi Merricks. Leikritið hlaut mikið lof og vann til verðlauna. Árið 1980 gerði leikstjórinn David Lynch kvikmyndina Fílamaðurinn (The Elephant Man) þar sem leikarinn John Hurt fór með hlutverk Merricks og Anthony Hopkins túlkaði lækninn Trevers. Myndin naut mikillar hylli bæði almennings og gagnrýnenda og hlaut átta tilnefningar til Óskarsverðlauna.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.4.2012

Spyrjandi

Pétur Guðni Kristinsson, Ebenezer Þórarinn, Elísabet Bjarnadóttir

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver var fílamaðurinn og hvaða sjúkdómur hrjáði hann?“ Vísindavefurinn, 17. apríl 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62297.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2012, 17. apríl). Hver var fílamaðurinn og hvaða sjúkdómur hrjáði hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62297

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver var fílamaðurinn og hvaða sjúkdómur hrjáði hann?“ Vísindavefurinn. 17. apr. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62297>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var fílamaðurinn og hvaða sjúkdómur hrjáði hann?
Fílamaðurinn hét réttu nafni Joseph Carey Merrick og fæddist árið 1862 í Leicester á Englandi. Sem ungbarn sýndi hann ekki merki um neitt óeðlilegt en á fyrstu árum ævinnar fór að bera á afmyndun sem jókst eftir því sem hann varð eldri. Afmyndunin var mikill ofvöxtur í húð þannig að holdið myndaði nánast fellingar og einnig afmynduðust útlimir og höfuð.

Joseph Merrick (1862-1890) gekk undir nafninu fílamaðurinn vegna mjög óvenjulegs útlits.

Merrick átti erfiða ævi. Hann reyndi að vinna fyrir sér á unglingsárunum en vansköpunin gerði honum mjög erfitt fyrir. Fólk hræddist útlit hans, hann átti erfitt með að beita annarri hendinni sem var mikið afmynduð, hann átti erfitt með gang, bæði vegna afmyndaðra fóta og vegna meiðsla á mjöðm sem hann varð fyrir sem barn og loks átti hann erfitt með tal og gat illa gert sig skiljanlegan vegna mikils ofvaxtar í andliti.

Sautján ára var honum komið fyrir á þurfamannastofnun. Vistin þar var ekki góð en Merrick átti ekki mikla möguleika á að sjá sér farborða sjálfur. Eftir fjögur ár á þurfamannaheimilinu fannst honum þó nóg komið og leitaði til manns að nafni Sam Torr sem var einhvers konar skemmtikraftur eða skemmtanastjóri í Leicester og bauð honum þjónustu sína með það fyrir augum að gerast viðundur að atvinnu.

Torr sá að þarna var gróðaleið því viðundrasýningar voru vinsæl skemmtun á þessum tíma. Hann ferðaðist með Merrick um landið og kynnti hann sem „Fílamaninn, hálfur maður, hálfur fíll“. Þegar Merrick var til sýnis í London frétti Frederick Treves læknir við Lundúnarspítala af honum. Hann fékk leyfi til þess að rannsaka Merrick á spítalanum og hélt síðar fyrirlestur um hann.

Leiðir Merricks og læknisins skyldu að sinni. Merrick hélt til Frakklands í sýningarferð en þar gekk allt á afturfótunum og komst hann aftur til Englands við illan leik. Þegar þangað kom átti hann í engin hús að vernda og var að niðurlotum kominn. Lögreglumaður sem kom honum til aðstoðar fann nafnspjald Treves hjá Merrick og kom honum í hendur hans. Treves bjó svo um hnútana að Merrick var lagður inn á spítalann þar sem Trevers vann og fékk hann að dveljast þar það sem hann átti eftir ólifað. Joseph Merrick lést í svefni árið 1890 og var talið að hann hefði kafnað við það að reyna að sofa liggjandi; vegna þess hve líkami hans var afmyndaður svaf hann alltaf sitjandi í rúminu.

Allt frá því Merrick komst fyrst undir læknishendur hafa læknar reynt að geta sér til um hvað hrjáði hann og olli þessari miklu afmyndun. Nú er helst talið að hann hafi þjáðst af sjúkdómi eða heilkenni sem kennt er við gríska sjávargoðið Prótevs og kallast á ensku Proteus syndrome. Prótevs var sjávargoð í þjónustu Póseidons og gat breytt sér í allra kvikinda líki. Prótevs-heilkennið er afar sjaldgæft og aðeins hafa verið staðfest um 200 tilfelli af því. Merrick var þess vegna ekki með sjúkdóminn fílaveiki eins og einhverjir kunna að halda út frá nafninu en um þann sjúkdóm er fjallað í svari við spurningunni Hvað er fílaveiki og hvernig lýsir hún sér?

John Hurt í hlutverki fílamannsins í samnefndri kvikmynd frá 1980. Líklega var Merrick með svonefnt Prótevs-heilkenni sem er afar sjaldgæft.

Í lok 8. áratugs síðustu aldar, um það bil einni öld eftir að fílamaðurinn kom fyrst fram á viðundrasýningum, fékk almenningur áhuga á honum aftur. Í London og á Broadway var sett upp leikrit eftir Bernard Pomerance byggt á ævi Merricks. Leikritið hlaut mikið lof og vann til verðlauna. Árið 1980 gerði leikstjórinn David Lynch kvikmyndina Fílamaðurinn (The Elephant Man) þar sem leikarinn John Hurt fór með hlutverk Merricks og Anthony Hopkins túlkaði lækninn Trevers. Myndin naut mikillar hylli bæði almennings og gagnrýnenda og hlaut átta tilnefningar til Óskarsverðlauna.

Heimildir og myndir:

...