Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 100 svör fundust
Hvers vegna er sjórinn saltur?
Seltan í sjónum stafar af efnum sem veðrast hafa úr bergi og borist til sjávar með fallvötnum. Vatnið, eins og önnur efni jarðar, er í eilífri hringrás. Sjórinn gufar upp á suðlægum breiddargráðum, rakinn berst norður á bóginn með loftstraumum þar sem hann þéttist og fellur til jarðar sem rigning eða snjór. Reg...
Hvað eru margir tindar í Himalajafjallgarðinum?
Í Himalajafjallgarðinum eru níu af tíu hæstu tindum heims. Everesttindur er sá allra hæsti, 8850 metrar á hæð. Í fjallgarðinum eru rúmlega 110 tindar hærri en 7300 metrar og um 200 rísa yfir 6000 metra. Að auki eru mörg hundruð lægri tindar. Himalajafjallgaðurinn er því talinn vera hæsti fjallgarður heims. Heitið ...
Hvernig stendur á því að vatn fossar stöðugt af efstu fjallsbrúnum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að vatn fossar stöðugt af efstu fjallsbrúnum? Hvaðan kemur það og hvaða kraftar eru að verki?Í sjálfsævisögu sinni, Surely You're Joking, Mr. Feynman (Þér getur ekki verið alvara, hr. Feynman) segir hinn frægi eðlisfræðingur Richard Feynman eftirfarand...
Við hvaða hita snjóar? Getur snjóað í miklu frosti?
Stöku sinnum snjóar í skamma stund í 2 til 4°C hita, en hiti er langoftast neðan við 0,5°C í snjókomu. Líkur á mikilli snjókomu minnka að jafnaði eftir því sem frost er meira, en mikil úrkoma myndast þó í skýjum þar sem hiti er lægri en -8°C sé uppstreymi þar jafnframt mikið. Það getur snjóað mikið í miklu frost...
Hvað verður um hvíta litinn þegar snjórinn bráðnar?
Eins og fram kemur í svari Ara Ólafssonar við spurningunni Af hverju er snjórinn hvítur? þá endurspegla ískristallarnir í snjókornunum með dreifðu endurkasti nær allt ljós sem á þá fellur. Hvítt er sem kunnugt er blanda af öllum litum litrófsins. Því verður geislunin frá snjókornunum hvít sem er um leið litur snjó...
Hvers vegna fá menn snjóblindu?
Snjóblinda er sársaukafullt ástand sem lýsir sér í ljósfælni, bólgu í hornhimnu og táru (slímhimnu augans) og jafnvel tímabundinni (oftast) blindu. Snjóblinda stafar af ljósskemmdum (bruna) sem verða á hornhimnu augnanna þegar þau eru óvarin gegn sterku sólarljósi og útfjólubláum geislum sem endurkastast af sn...
Hvar er mesta snjóflóðahættusvæði á Íslandi?
Það er ekki til neitt eitt svar við spurningunni um hvar mesta snjóflóðahættusvæði landsins er. Til þess að hætta skapist af völdum snjóflóða þarf eitthvað eða einhver að verða á vegi flóðsins því flóð sem falla langt frá byggð og ferðalöngum valda ekki hættu. Á ýmsum svæðum á norðanverðum Vestfjörðum, miðnorðurla...
Hvaðan er orðið teika komið?
Líklegast er að sögnin að teika, sem einungis er notuð um að hanga aftan í bifreið á ferð í snjó og hálku, eigi rætur að rekja til ensku sagnarinnar take ‘taka’ og að baki liggi til dæmis orðasambandið take a car, take a taxi sem yfirfært hefur verið á þessa iðju. Sögnin var þegar talsvert notuð á fimmta áratugnum...
Hvernig urðu orkulindirnar til?
Þetta er að sjálfsögðu mjög misjafnt eftir því um hvaða orkulind er verið að tala, samanber til dæmis svarið við spurningunni Hvar eru orkulindirnar? Vatnsorkan verður til við það að "vatn fellur fram af steini" eða með öðrum orðum þegar vatnið sem fellur sem rigning eða snjór uppi á hálendinu leitar niður í mó...
Rignir á Mars og er eitthvað vatn þar?
Nei, það rignir ekki á Mars en það getur hins vegar snjóað þar! Það hefur lengi verið vitað að á Mars eru ský, þau er hægt að greina frá jörðu. Flest ský á Mars eru samsett úr frosnu koltvíildi (koltvíoxíð, CO2) en þar er þó einnig að finna ský úr frosnu vatni. Árið 2008 komust vísindamenn að því, með aðstoð ge...
Hvernig stendur á því að það er bjartara í skammdeginu þegar jörð er alhvít en þegar snjólaust er?
Ljósið frá sólinni er í raun hvítt en hvítt ljós er blanda af öllum litum. Hlutir drekka í sig hluta af sólarljósinu en endurkasta öðru. Ef til dæmis hlutur endurkastar frá sér grænu ljósi, þá er hluturinn grænn að lit, til dæmis grasið. Grasið gleypir þá aðra liti hvíta ljóssins. Snjór endurkastar frá sér næst...
Hvað er jökull?
Jökull er ís sem er svo þykkur að hann skríður fram undan þunga sínum. Jöklar þekja tíunda hluta af þurrlendi jarðar og sumir þeirra eru mörg þúsund ára. Á þeim búa engir menn en jöklar hafa mikil áhrif á líf á landi, í hafinu og loftinu sem umlykur jörðina. Jökull er ís sem er svo þykkur að hann skríður fram ...
Er loftslag á jörðinni að breytast og af hverju?
Á 19. öld varð mönnum ljóst að lofthjúpurinn hækkar meðalhita jarðarinnar. Vissar lofttegundir í lofthjúpnum breyta varmageislun frá jörðinni þannig að neðri hluti lofthjúpsins og yfirborð jarðar hlýna. Þessi áhrif eru nefnd gróðurhúsaáhrif, og án þeirra væri meðalhiti jarðar undir frostmarki. Vitað var að CO2 er ...
Hvað er monsún og hvernig myndast hann?
Í upphaflegri merkingu er monsún nafn á árstíðabundinni breytingu vinda á norðanverðu Indlandshafi, í Suður- og Austur-Asíu og suður með austurströnd Afríku. Nafnið er dregið af arabísku orði, mausim eða mawsim sem þýða mun árstíð. Arabar stunduðu snemma milliríkjaviðskipti á þessum slóðum og nýttu sér monsúnvinda...
Höfðu Skaftáreldar einhver áhrif á veðurfar?
Skaftáreldar höfðu víðtæk áhrif á veðurfar, og fyrirliggjandi gögn benda til þess að móðan hafi lækkað meðalárshitann á norðurhveli jarðar um eina gráðu í eitt til þrjú ár. Jafnframt sýna samtímaheimildir að áhrifin voru hvorki einsleit né jafndreifð um norðurhvelið. Sumarið 1783 einkenndist af mjög óvenjulegu veð...