Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hvernig stendur á því að vatn fossar stöðugt af efstu fjallsbrúnum? Hvaðan kemur það og hvaða kraftar eru að verki?
Í sjálfsævisögu sinni, Surely You're Joking, Mr. Feynman (Þér getur ekki verið alvara, hr. Feynman) segir hinn frægi eðlisfræðingur Richard Feynman eftirfarandi sögu. Þegar hann var fimm ára eða svo var honum gefinn upptrekktur bíll. Faðir hann spurði: „Hvað fær bílinn til að keyra?“ og drengur svaraði: „Fjöðrin.“ „En hvaðan fær fjöðrin kraftinn?“ spurði pabbinn. „Ég trekki hana upp,“ svaraði Richard litli. „En hvaðan færð þú orkuna til að trekkja hana upp?“ „Úr matnum, til dæmis kýrkjötinu sem við borðum.“ „En hvaðan fær kýrin þá orkuna?“ „Úr grasinu.“ „Hvaðan fær grasið orkuna?“ „Úr sólinni,“ svaraði snáðinn og sá gamli hrópaði: „Einmitt – orkan sem knýr bílinn þinn er frá sólinni!“
Og við spurningunni um það hvað knýi eilíft rennsli fossanna er svarið hið sama: orka sólarinnar. Nánast öll ferli jarðarinnar eru hringrásir, og það á ekki síst við um vatnið. Í sem stystu máli veldur sólarorka uppgufun úr sjónum, rakinn berst með andrúmsloftinu inn yfir landið þar sem hann fellur til jarðar sem rigning eða snjór. Þaðan rennur vatnið aftur til sjávar, ýmist eftir yfirborðinu sem ár og lækir, eða niðri í jörðinni í formi grunnvatns.
Mynd:
Watercycle-notext.jpg - Wikimedia Commons. Höfundur myndar United States Geological Service. Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins. (Sótt 31.3.2023).
Sigurður Steinþórsson. „Hvernig stendur á því að vatn fossar stöðugt af efstu fjallsbrúnum?“ Vísindavefurinn, 8. mars 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5694.
Sigurður Steinþórsson. (2006, 8. mars). Hvernig stendur á því að vatn fossar stöðugt af efstu fjallsbrúnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5694
Sigurður Steinþórsson. „Hvernig stendur á því að vatn fossar stöðugt af efstu fjallsbrúnum?“ Vísindavefurinn. 8. mar. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5694>.