Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 250 svör fundust
Gæti það verið merki um misnotkun ef 4-5 ára börn kyssast í laumi eða er það fullkomlega eðlileg hegðun?
Það er fullkomlega eðlileg hegðun hjá fjögurra til fimm ára gömlum börnum að kyssast í laumi, enda verða börn oft vitni að slíku, til dæmis í myndum, á heimilinu eða annars staðar í umhverfi sínu. Ekkert kynferðislegt er tengt forvitni barna um kynfæri og kossa á þessum aldri. Búast má við því að flest börn sýn...
Hvað hefur vísindamaðurinn Björn Margeirsson rannsakað?
Björn Margeirsson er rannsóknastjóri hjá plastframleiðslufyrirtækjunum og systurfyrirtækjunum Sæplast Iceland og Tempra, auk hlutastarfs sem lektor í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Hjá Sæplasti og Tempru sinnir Björn bæði rannsóknum og vöruþróun á hverfisteyptum, fjölnota matvælakerum (einkum þekkt sem „fiskik...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Hallsteinn Hallsson rannsakað?
Jón Hallsteinn Hallsson er dósent í erfðafræði við Landbúnaðarháskóla Íslands og aðjúnkt við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Jóns snúa að því að auka skilning okkar á aðlögun landbúnaðar að norðurslóðum með rannsóknum á bæði nytjaplöntum og -dýrum auk sjúkdómsvalda sem kunna að hafa áhrif í landbúnaði. Hefð...
Hvað gerði Japaninn Hideki Tojo í seinni heimsstyrjöldinni?
Hideki Tojo (東条英機) (1884-1948) var japanskur hershöfðingi sem gegndi einnig stöðu forsætisráðherra Japans á árunum 1941 til 1944. Hann var dæmdur til dauða af stríðsglæpadómstólnum í Tókýó og hengdur þann 23. desember 1948. Hideki Tojo fæddist í Tókýó þann 30. desember 1884. Faðir ha...
Hver var Andrei Kolmogorov og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Andrei Nikolaevich Kolmogorov (1903-1987) var einn fremsti stærðfræðingur Sovétríkjanna, jafnvel sá fremsti. Hann er þekktastur fyrir að leggja formlegan grunn að nútíma líkindafræði og fyrir rannsóknir á því sviði. En brautryðjendastarf hans á öðrum sviðum stærðfræða var líka umfangsmikið og risti djúpt. Móðir...
Hvað er í svokölluðu kæruleysislyfi sem gjarnan er gefið á spítölum og hvaða áhrif hefur það á mann?
Kæruleysislyf er samheiti yfir nokkur lyf sem hafa róandi og slævandi áhrif og vinna gegn streitu. Þau eru gjarnan gefin fyrir aðgerð áður en sjúklingur er svæfður. Kostur þessara lyfja er að sjúklingur heldur meðvitund og getur fylgt fyrirmælum, svo sem að færa sig úr stað eða rétta út útlim, en þau valda einnig ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Gottfreðsdóttir rannsakað?
Helga Gottfreðsdóttir er prófessor í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs í ljósmóðurfræði við Kvenna- og barnasviðs á Landspítala. Helga er fyrsti prófessor í ljósmóðurfræði hér á landi. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum fengist við efni sem tengjast meðgönguvernd. ...
Hvað eru sextándatölur og áttundatölur?
Sextándakerfi (einnig nefnt sextánundakerfi) er sætistalnakerfi með grunntölunni sextán. Sextándakerfi notar sextán tákn: 0, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, A, B, C, D, E, F. Þá er Ahex = 10 í tugakerfi, Bhex = 11dec, Chex = 12dec, Dhex = 13dec, Ehex = 14dec og Fhex = 15dec. Táknið „dec“ merkir að talan er rituð í t...
Hvernig er lífsferill geitunga, eru það sömu geitungarnir sem sjást á vorin og á haustin?
Öll spurningin hljóðaði svona: Sæll Jón Már, ég tók eftir því að það var geitungadrottning að byrja að gera sig heimakomna í kassa sem eg er með á lokuðum svölum. Ég sá að hún fór ofan í kassan og hef hana sterklega grunaða um að byggja sér þar bú. Ég hinsvegar spreyjaði hana vel með eitri og hún drapst. Ég hef ek...
Nýtt útlit á Vísindavef HÍ
Nýtt útlit var tekið í notkun á Vísindavef HÍ þann 8. júlí 2024. Útlitið er hannað af fyrirtækinu Jökulá sem sér um hönnun á vefjum Háskóla Íslands. Útlitsbreytingin er liður í að samræma betur ýmsa vefi HÍ og gefa þeim notendavænan heildarsvip. Geirlaugur Kristjánsson viðmótshönnuður sá um að útfæra væntanlegt út...
Hvort þróuðust fuglar frá forsögulegum eðlungum eða fleglum?
Upprunalega spurningin var sem hér segir: Í bók um risaeðlur DK Guide to Dinosaurs: A thrilling journey through prehistoric times eftir David Lambert er því haldið fram að fuglar hafi þróast frá eðlungum (Saurischia) en ekki frá fleglum (Ornithischia) eins og mér var kennt í framhaldskóla. Er það rétt? Ef svo er ...
Hvers vegna lifa mörgæsir bara á Suðurskautslandinu?
Það er ekki rétt að mörgæsir lifi aðeins á Suðurheimskautslandinu. Þær lifa á fjölda eyja í Suðurhöfum og einnig við strendur Suður-Ameríku, Afríku og Eyjaálfu (Ástralíu, Nýja-Sjálandi og nærliggjandi eyjum). En af hverju eru mörgæsir þarna en ekki á öðrum svæðum á jörðinni? Svarið við þeirri spurningu er ekki ...
Hvað getið þið sagt mér um James Dewey Watson?
James Dewey Watson fæddist þann 6. apríl árið 1928 í Chicago í Bandaríkjunum. Hann lauk B.Sc. prófi í dýrafræði frá Háskólanum í Chicago árið 1947, þá aðeins 19 ára. Þremur árum seinna lauk hann svo doktorsprófi (Ph.D.) frá háskólanum í Indiana. Árið 1951 hóf hann störf á rannsóknarstofu í Cambridge á Englandi...
Hvað hefur vísindamaðurinn Luca Aceto rannsakað?
Luca Aceto er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og við Gran Sasso-rannsóknastofnunina á Ítalíu. Rannsóknir hans eru á sviði fræðilegrar tölvunarfræði, þar á meðal má telja athugunir á rökfræði tölvunarfræðinnar, merkingafræði forritunaraðgerða (e. structural operational semantics) og samtímavinns...
Hvað hefur vísindamaðurinn Isabel Barrio rannsakað?
Isabel Barrio er dósent við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Isabel hefur áhuga á grasbítum og áhrifum þeirra á vistkerfin sem þau búa í. Í vistkerfum á norðlægum slóðum er yfirleitt talið auðveldara að rannsaka samskipti plantna og grasbíta heldur en í flóknari vistkerfum. Færri tegundir fy...