Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Sextándakerfi (einnig nefnt sextánundakerfi) er sætistalnakerfi með grunntölunni sextán. Sextándakerfi notar sextán tákn: 0, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, A, B, C, D, E, F. Þá er Ahex = 10 í tugakerfi, Bhex = 11dec, Chex = 12dec, Dhex = 13dec, Ehex = 14dec og Fhex = 15dec.
Táknið „dec“ merkir að talan er rituð í tugakerfi (e. decimal numeral system). „Decimal“ er dregið af latneska orðinu „decem“, tíu.
Táknið „hex“ merkir að talan sé rituð í sextándakerfi (e. hexadecimal numeral system). Forskeytið „hex“ er grískt að uppruna, en töluorðið ἕξ (hex) þýðir „sex“.
Talan sem rituð er 74 í tugakerfi er rituð 4Ahex í sextándakerfi. 4Ahex merkir 4·16 + 10 í tugakerfi.
Á sama hátt er áttundakerfi sætistalnakerfi með grunntölunni átta. Í áttundakerfi eru notuð átta tákn: 0, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7. Talan sem rituð er 74 í tugakerfi er rituð 112oct í áttundakerfi (e. octal numeral system) af því að 1·8·8 + 1·8 + 2 = 74.
Sextándakerfi er notað til að gera forritun á vélamáli fyrir tölvur læsilega. Allt vélamál tölva er ritað í tvíundakerfi, þar sem einu tölustafirnar eru 0 og 1. Auðvelt er að vinna með tvíundatölur samhliða sextándakerfinu, þar sem hverjir fjórir bitar (biti: sæti fyrir tölustaf í tvíundakerfi) samsvara einum tölustaf í sextándakerfinu, sjá mynd. Tölur á bilinu 00000000 til 11111111 í tvíundakerfi, má þá rita á læsilegan hátt á bilinu 00 til FF í sextándakerfi. Áttundakerfi hefur einnig verið notað í sama tilgangi.
Heimildir og mynd:
Kristín Bjarnadóttir. „Hvað eru sextándatölur og áttundatölur?“ Vísindavefurinn, 9. apríl 2020, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75355.
Kristín Bjarnadóttir. (2020, 9. apríl). Hvað eru sextándatölur og áttundatölur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75355
Kristín Bjarnadóttir. „Hvað eru sextándatölur og áttundatölur?“ Vísindavefurinn. 9. apr. 2020. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75355>.