Tökum dæmi úr tugakerfinu og skoðum töluna 2398. Tölustafurinn 8 er í núllta sæti og því margöldum við 8 með 1 (1 = 100), margföldum 9 með 10 (10 = 101) og svo framvegis:
2·103 + 3·102 + 9·101 + 8·100Til að tákna sextán fyrstu tölurnar í sextándakerfinu eru notaðir tölustafirnir 0-9 úr tugakerfinu ásamt bókstöfunum A-F. Bókstafirnir tákna tölurnar 10 til 15 (A er 10, B er 11,...) en einnig er þekkt að nota táknin ~, !, @, #, $ og % í stað bókstafa. Ef við skoðum aftur töluna 2398 þá má rita hana í sextándakerfinu sem 95E. Bókstafurinn E táknar töluna 14 í sextándakerfinu og því fæst
= 2000 + 300 + 90 + 8 = 2398
95Esextán = 9·162+ 5·161 + 14·160 = 2398Sextándakerfið er helst notað í forritun vegna þess hversu auðveldlega það tengist tvíundakerfinu sem tölvum er eiginlegt að nota. Til að sjá þetta betur setjum við upp töflu með stærðum í tvíundakerfi, sextándakerfi og tugakerfi:
Tvíundakerfi | Sextándakerfi | Tugakerfi |
0000 | 0 | 0 |
0001 | 1 | 1 |
0010 | 2 | 2 |
0011 | 3 | 3 |
0100 | 4 | 4 |
0101 | 5 | 5 |
0110 | 6 | 6 |
0111 | 7 | 7 |
1000 | 8 | 8 |
1001 | 9 | 9 |
1010 | A | 10 |
1011 | B | 11 |
1100 | C | 12 |
1101 | D | 13 |
1110 | E | 14 |
1111 | F | 15 |
Tökum nú töluna 179 sem dæmi í því talnakerfi sem við þekkjum best, tugakerfinu. Sú tala er táknuð með 1011 0011 í tvíundakerfinu því:
1·27+0·26+1·25+1·24+0·23+0·22+1·21+1·20Auðvelt er núna að breyta 1011 0011tví yfir í sextándakerfið með því að breyta fjórum stöfum í einu. Þannig verður 1011tví = Bsextán og 0011tví = 3sextán eða 1011 0011tví = B3sextán. Á þennan hátt má tákna eitt bæti, grunneiningu í tölvunarfræði, með tveimur stöfum í sextándakerfinu.
= 128 + 0 + 32 + 16 + 0 + 0 + 2 + 1 = 179.