Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 123 svör fundust
Er til dýr sem heitir lígur? Það er sagt vera blanda af ljóni og tígrisdýri.
Já, til er dýr sem kallast lígur. Lígur er blendingur, afkvæmi karlljóns og tígrisynju. Afkvæmi ljónynju og karltígurs kallast síðan lígon. Ólíkt flestum blendingum annarra dýrategunda eru kvendýr þessara blendinga stundum frjó. Nánar má lesa um blendinga í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hefur t...
Eiga kettir það til að láta sig hverfa þegar þeir finna að dauðinn bíður þeirra?
Menn hafa oft velt því fyrir sér hvort dýr skynji dauðann nálgast og búi sig undir hann með því að yfirgefa hjörðina sína eða fjölskyldu og fara á afvikinn stað til þess að deyja. Ólíklegt er að kettir viti hvað dauði er. Hins vegar eiga þeir það til, líkt og margar aðrar tegundir spendýra og annarra dýra, að ...
Er vitað hvaða dýr var forfaðir hlébarða?
Líkt og á við um fjölmargar aðrar tegundir katta er hlébarðinn (Panthera pardus) tiltölulega ung tegund. Talið er að fyrir rúmlega átta milljón árum hafi orðið klofningur milli tegunda sem síðan þróuðust í tvær meginlínur stórkatta, annars vegar ættkvíslina Neofelix og hins vegar ættkvíslina Panthera. Núlifand...
Bera allir Sikhar sama eftirnafn?
Ég hef heyrt að trúflokkur manna á Indlands/Pakistan-svæðinu sem kallast Sikhar hafi allir sama eftirnafn. Hvers vegna? Sikha-trú er eingyðistrú og skyld bæði hindúatrú og íslam. Sikhar eru um 23 milljónir og langflestir búsettir í Indlandi. Samkvæmt trúarhefð Sikha bera allar konur millinafnið Kaur, sem...
Hvort eru hýenur skyldari hundum eða köttum?
Hýenur mynda sína eigin ætt, hýenuætt (Hyaenidae) sem tilheyrir ættbálki rándýra (Carnivora) og undirættbálki kattlegra dýra (Feliformia). Ætt kattardýra (Felidae) tilheyrir einnig þessum undirættbálki. Hundaættin (Canidae) tilheyrir hins vegar undirættbálki hundlegra dýra (Caniformia). Hýenur eru því skyldari köt...
Eru hvít tígrisdýr albinóa tilvik eða sérstök tegund?
Hin svokölluðu hvítu tígrisdýr eru hvorki albinóar né sérstök deilitegund. Liturinn er afleiðing af víkjandi, að öllum líkindum stökkbreyttu, geni sem þessi dýr bera. Hvít tígrisdýr eru mjög sjaldgæf og lifa núorðið nær eingöngu í dýragörðum víða um heim. Til dæmis lifa á bilinu 30 til 90 hvít tígrisdýr í ...
Hvað ganga kettir lengi með afkvæmi sín?
Meðgöngutími katta (Felis catus) er frá 63 dögum til 67 daga en dæmi eru um að læður hafi ekki gotið fyrr en eftir 70 daga. Slíkt er þó afar sjaldgæft. Fyrstu merki um að læður séu orðnar kettlingafullar sjást þremur vikum eftir mökun. Þá verða spenarnir bleikir og hárin eyðast á litlu svæði umhverfis spenann...
Er útrýming dýrategunda alltaf manninum að kenna?
Spyrjandi bætir við:Hvaða dýrategundum hefur maðurinn útrýmt og hverjar hafa bara bókstaflega dáið út? Vegna breytts loftslags til dæmis? Þessari spurningu er ekki auðsvarað því að margir þættir geta legið að baki útrýmingu dýrategunda. Þó má ætla að sú útrýmingaralda sem við upplifum nú um stundir megi rekja bei...
Hvað er fæðukeðja og fæðupíramídi?
Fæðukeðja (e. food chain) sýnir ferðalag orkunnar um lífríkið, frá einni lífveru til annarrar. Fæðukeðjum lífríkisins má skipta í fjóra hluta Sólin – uppspretta orku lífríkisins. Frumframleiðendur - plöntur sem binda orku sólar í vistkerfið með ljóstillífun. Neytendur – lífverur sem fá orku með afráni á öðrum ...
Hver er saga hlébarðans?
Hlébarðinn (Panthera pardus) er útbreiddastur stóru kattardýranna. Útbreiðsla hans er um alla Afríku, um Arabíuskaga og austur að Kyrrahafsströnd Asíu. Tegundin greinist nú í 27 deilitegundir sem hafa aðlagast fjölbreyttum búsvæðum svo sem staktrjáasléttum (savanna) og þéttum skógum í Afríku sunnan Sahara og suða...
Hvað getur þú sagt mér um afríska buffla?
Afríski buffallinn (Syncerus caffer) greinist í tvær deilitegundir, gresjubuffal (S. caffer caffer) og skógarbuffal (S. caffer nanus). Flokkunarfræðilega tilheyrir tegundin ættbálki klaufdýra (Artiodactyla), ættinni Bovidae og undirætt nautgripa (Bovinae). Heimkynni gresjubuffla. Gresjubuffallinn er nokkuð s...
Er einhver útlitsmunur á kven- og karlhrafni?
Í örstuttu máli þá er mjög lítill útlitsmunur á kven- og karlhröfnum. Í líffræði er talað um kynbundna tvíbreytni, kyntvíbreytni eða kynferðistvímyndun (e. sexual dimorphism) þegar kerfisbundinn munur er á útliti eða atferli kynja sömu tegundar. Kynbundin tvíbreytni er mjög algeng og birtist á ýmsan hátt. Til ...
Hvað er langt í það að unnt verði að setja tæki inn í sykursjúka?
Hægt hefur verið að græða sjálfvirka insúlíndælur inn í sykursjúka að minnsta kosti síðastliðin 20 ár. Þetta er þó sjaldan gert og þykir ekki betri kostur en að sprauta sig 4 sinnum á dag eða að hafa tölvustýrða dælu utan á líkamanum. Gallinn við þessar sjálfvirku dælur er að enn hefur ekki tekist að láta þær mæla...
Geta tígrisdýr og blettatígur eignast afkvæmi og hvað kallast það þá? Geta mismunandi kattardýr eignast afkvæmi?
Blettatígur (Acinonyx jubatus), tígrisdýr (Panthera tigris) og flest önnur kattardýr sem hafa verið rannsökuð eru með sömu litningatölu, 2n=38. Tegundir sem víkja frá þeirri reglu hafa litningatöluna 2n=36. Sami litningafjöldi í skyldum tegundum er venjulega merki um að þau geti átt lífvænleg afkvæmi innbyrðis þót...
Hvað getið þið sagt mér um skuggahlébarða?
Spurningin hljóðar svona í heild sinni: Hvað getur skuggahlébarði hoppað hátt? Í hvaða löndum lifir hann? Hvað heita kynin og afkvæmin?Skuggahlébarðinn (e. clouded leopard, latína Neofelis nebulosa) er vel aðlagaður lífi í trjám og sýnir mikla fimi þegar hann stekkur á milli trágreina eins og api væri. Ekki hafa ...