Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 874 svör fundust
Af hverju lét Júlíus Sesar árið byrja á janúar?
Dagatalið var í fyrstu tæki til að greina á milli hátíðis- og hvíldardaga og vinnudaga bænda. Hjá Rómverjum til forna hófst árið í mars. Elstu heimildir um tímatal Rómverja greina frá því að þá hafi árið (lat. annus) verið fjórir mánuðir sem báru nöfn sem við þekkjum úr rómverskri goðafræði: Mars, apríl, maí og jú...
Verpir krían líka á suðlægum slóðum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Verpir krían líka á suðlægum slóðum sem hún heimsækir þegar vetur ríkir á Íslandi? Krían (Sterna paradisaea) verpir einungis á norðlægum svæðum í Evrópu og Asíu (Rússlandi), á vesturströnd Grænlands, austurströnd Kanada, heimskautaeyjum Kanada, í Alaska og norðarlega á austur...
Hvaða áhrif hefur svifryk á heilsu fólks?
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans. Samkvæmt mati stofnunarinnar er hægt að rekja allt að sjö milljón dauðsföll á ári til loftmengunar og talið er að flest þeirra orsakist af fínu svifryki (IARC, 2013; WHO, 2016, 2017; HEI, 2017). Svifryk, sem...
Hvað er svona merkilegt við árið 1918?
Enginn vafi leikur á því hvað Evrópubúum fyrir hundrað árum fannst merkilegast við árið 1918. Það var að í árslok ríkti loks friður milli stórveldanna. Í áramótahugvekju blaðsins Ísafoldar í janúarbyrjun 1919 mátti lesa þessi orð: Árið 1918 mun jafnan verða talið með merkustu árum veraldarsögunnar fyrir þæ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Lilja Kjalarsdóttir rannsakað?
Lilja Kjalarsdóttir er rannsókna- og þróunarstjóri hjá fyrirtækjunum KeyNatura og SagaMedica. Hún er einnig stundakennari við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Fyrri rannsóknir Lilju hafa einkum snúið að sameindafræðilegum orsökum lífsstíls- og aldurstengdra sjúkdóma. Lilja er fædd árið 1982. Hún...
Hvenær hrygna tegundirnar þorskur, ýsa, ufsi, loðna og síld?
Af þorskfiskum sem hér er spurt um er ufsinn (Pollachius virens) fyrstur til að hrygna. Hrygningin hefst seinni hluta janúarmánaðar, nær hámarki í febrúar og er að langmestu lokið um miðjan mars. Hrygningarsvæði ufsans hér við land nær frá Lónsvík á Suðausturlandi og vestur til Látrarbjargs, en meginhrygningarsvæð...
Af hverju hafa sum karlljón engan makka?
Upprunalega spurningin var: Eru til makkalaus karlljón í Afríku eins og mannæturnar í Tsavo? Karlljón eru einu kattardýrin sem skarta makka enda er glæsilegur makki án efa eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann í tengslum við útlit ljóna. Makkinn nær yfir afturhluta höfuðsins, hálsinn, axlir og brjóst. H...
Hversu mikið hefur skógrækt og kolefnisbinding skóga aukist á Íslandi undanfarin ár?
Til þess að draga úr styrk kolefnis í andrúmsloft eru tvær leiðir, annars vegar að draga úr losun og hins vegar að auka kolefnisbindingu. Kolefnisbinding með skógrækt er ein af öflugri aðgerðum sem hægt er að beita í þessu skyni. Áætlað er að kolefnisforði í gróðri jarðar sé um 560 milljarðar tonna og af þeim séu ...
Hvers vegna kom jarðskjálfti á Haítí í janúar árið 2010?
Í svari Steinunnar S. Jakobsdóttur við spurningunni Hvað veldur jarðskjálftum? kemur fram að ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, ýtast hvor frá öðrum, eða þrýstast hver undir annan. Á öllum þessum flekasamskeytu...
Hversu stórt var eldgosið í Hunga Tonga í janúar 2022?
Gosið í Tonga-eyjakasanum í Kyrrahafi þann 15. janúar 2022 er að öllum líkindum kraftmesta gos 21. aldarinnar hingað til. Samkvæmt bráðbirgðamati sérfræðinga sem skoðað hafa málið út frá hitastigi gosmakkarins í heiðhvolfinu reis hann í um 30 km hæð (sjá neðar) og gervitungl sýna að hann varð á stuttum tíma mjög s...
Éta íslensk eldisdýr innflutt fóður?
Íslensk eldisdýr eru fóðruð að hluta eða verulegu leyti á innfluttu fóðri. Á bls. 63 í starfsskýrslu Matvælastofnunar frá 2018 er gefinn upp fóðurinnflutningur fyrir hverja dýrategund fyrir árin 2018 og 2017. Óskilgreint í þessari töflu er aðallega kornvara sem fer til fóðurframleiðslu innanlands. Á bls. 49 í ský...
Gagnast lyfið remdesivír við COVID-19?
Ýmis lyf, bæði gömul og ný, hafa verið prófuð við meðferð á COVID-19 en þegar þetta er skrifað (í byrjun maí 2020) hefur ekki fundist meðferð sem örugglega gagnast við sjúkdómnum. Með „gagnast“ er þá átt við lyf eða aðra meðferð sem slær verulega á sjúkdómseinkenni og fækkar dauðsföllum án þess að hafa alvarlegar ...
Hvers konar fjall er Hunga Tonga og hvar er það?
Þann 15. janúar 2022 varð mikið sprengigos í eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai í Suður-Kyrrahafi, um 65 km norður af Nuku‘alofa, höfuðborg eyríkisins Tonga. Hægt er að lesa meira um gosið sjálft í svari við spurningunni Hversu stórt var eldgosið í Hunga Tonga í janúar 2022? Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai er stór...
Er hægt að klóna apa?
Náttúrleg klónun er vel þekkt,til dæmis við knappskot eða þegar ný tré vaxa upp af brotnum greinum eða föllnu tré (samanber stiklinga). Í marga áratugi hafa vísindamenn unnið að því að klóna dýr á tilraunastofum. Breski líffræðingurinn John Gurdon (f. 1933) var fyrstur til að klóna hryggdýr þegar hann klónaði fros...
Var vont veður og kalt allt árið 1918?
Upprunalega spurningin var: Hvernig var veðrið allt árið 1918, ekki bara frostaveturinn? Þegar ársins 1918 er minnst í Íslandssögunni þá eru nokkrir atburðir sem iðulega eru nefndir og þá helst að landið varð fullvalda, Katla gaus og spánska veikin herjaði á landsmenn. En ársins er líka minnst fyrir veðurfa...