Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 426 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er strengjafræði?

Strengjafræði er kenning í eðlisfræði sem byggir á grunni skammtafræði og skammtasviðsfræði en á sér einnig rætur í almennu afstæðiskenningunni. Nafnið dregur kenningin af því að hún lítur á smæstu einingar efnisheimsins ekki sem punktlaga agnir heldur sem örsmáa einvíða strengi. Í svari við spurningunni Hverni...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er nýtt í „nýja hagkerfinu“?

Nýja hagkerfið er ekki hefðbundið. Með talsverðri einföldun má segja að fyrirtæki hafi áður starfað í stöðugu umhverfi og átt sér þekkta keppinauta. Í nýja hagkerfinu verða stöðugt nýir keppinautar til og ný bandalög myndast, þar sem gömul fyrirtæki eru jafnframt þátttakendur. Hin nýju bandalög geta af sér ný afsp...

category-iconStærðfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Örn Stefánsson rannsakað?

Sigurður Örn Stefánsson er prófessor í stærðfræði við Háskóla Íslands. Sigurður fæst við rannsóknir á svokölluðum slembinetum sem koma víða við sögu í líkanagerð en eru sömuleiðis áhugaverð frá hreinu stærðfræðisjónarhorni. Dæmi um hagnýtt verkefni þar sem notast er við slembinet eru rannsóknir á útbreiðslu sjú...

category-iconVísindi almennt

Hvað eru Nóbelsverðlaun og hverjir veita þau?

Nóbelsverðlaunin eru kennd við Svíann Alfred Nobel (1833-1896). Í erfðaskrá sinni er hann ritaði undir hinn 27. nóvember árið 1895 talar hann um verðlaun sem skulu veitt í fjórum greinum: bókmenntum, eðlisfræði, efnafræði og læknisfræði. Auk þess skulu veitt svokölluð friðarverðlaun. Í erfðaskránni tiltekur Nobel ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvaða hefur vísindamaðurinn Valentina Giangreco rannsakað?

Valentina Giangreco M. Puletti, dósent í raunvísindadeild HÍ, stundar rannsóknir á mörkum kennilegrar eðlisfræði og stærðfræði. Sérgrein hennar er svonefnd strengjafræði og hún hefur einkum unnið að verkefnum sem tengjast heilmyndunartilgátu öreindafræðinnar (e. holographic principle), sem er tilgáta um fræðilega ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er munurinn á frumheimild og eftirheimild og hvernig beita sagnfræðingar þessum hugtökum?

Frumheimildir eru „hráefni“ sagnfræðingsins. Það sem allar frumheimildir eiga sameiginlegt er að þær verða til á því tímabili sem verið er að fjalla um. Algengastar eru ritheimildir, til dæmis lög, skýrslur, bréf, dagbækur, sjálfsævisögur, tilskipanir, dagblöð og dómasöfn, en aðrar frumheimildir geta verið bókstaf...

category-iconHagfræði

Væri krónan ekki búin að lagast ef stýrivextir lækkuðu í 2% eða minna?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Væri ekki krónan búin að lagast að stórum hluta ef stýrivextir lækkuðu í 2% eða minna? Ekki er ljóst hvað fyrirspyrjandi á við með að krónan sé í lagi eða að hún lagist. Hér er gengið út frá að átt sé við stöðugt nafngengi. Eins og kemur fram í svari við spurning...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða rannsóknir hefur Jóhannes Gísli Jónsson stundað?

Jóhannes Gísli Jónsson er prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur einkum fengist við rannsóknir á setningafræði og innan hennar hefur hann glímt við ýmis viðfangsefni sem tengjast nútímaíslensku, færeysku, íslensku táknmáli og forníslensku. Allar þessar rannsóknir taka mið af beinum eða óbei...

category-iconVísindi almennt

Hvaða sérsvið eru til innan eðlisfræðinnar, efnafræðinnar og stjörnufræðinnar?

Sérsvið innan fræðigreina eru yfirleitt ekki sérlega vel skilgreind, til dæmis í samanburði við sjálf hugtök vísindanna. Því verður að hafa sérstaka fyrirvara um þetta svar. Þau svið sem mest eru rannsökuð í eðlisfræði nú á dögum eru líklega öreindafræði, þéttefnisfræði, ljósfræði og kjarneðlisfræði. Auk þeirra...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er veður í einhverri mynd á öðrum plánetum?

Í aðalatriðum er svarið já: Ef lofthjúpur er á tiltekinni reikistjörnu eða tungli í sólkerfi þá er þar líka nær alltaf "veður" í þeim skilningi sem eðlilegt er að leggja í það orð. Það sem við köllum veður er í rauninni hreyfingar og aðrar breytingar í lofthjúpnum kringum okkur. Vindurinn er í rauninni loftstr...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað er flóðbið og hafnartími?

Upphaflega spurningin var sem hér segir:Fékk Casio úr sem sýnir sjávarföll með grafi. Þarf að setja inn "lunitidal interval" fyrir Reykjavík í klukkustundum og mínútum. Flóðbið er sá tími sem líður frá því að tungl er í hágöngu í suðri þar til háflóð er á viðkomandi stað. Þessi tími breytist verulega yfir árið auk...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um James Watt?

James Watt var skoskur uppfinningamaður og verkfræðingur. Hann er frægastur fyrir endurbætur sínar á gufuvélinni sem lögðu grunninn að vélvæðingu iðnbyltingarinnar. Goðsagan um að Watt hafi fundið upp gufuvélina eftir að hafa horft á ketil móður sinnar sjóða yfir eldi, er ekki sönn. Gufuvélin var þegar til en uppf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er nafnorðið þolinmóður notað yfir verkfæri?

Upprunalega spurningin var: Kannist þið við nafnorðið þolinmóður? Gæti það verið verkfæri eða pinninn sem heldur hurðalömum saman? Þetta er komið frá eldra fólki sem fallið er frá fyrir löngu. Mögulega er um misheyrn eða misskilning að ræða en mig langar samt að forvitnast um þetta. Nafnorðið þolinmóður er n...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Maria Goeppert-Mayer og hvert var hennar framlag til vísindanna?

Maria Goeppert-Mayer fæddist 28. júní 1906 í Kattowitz í Efri-Slesíu, sem þá tilheyrði Þýskalandi en er nú í Póllandi. Hún var einkabarn hjónanna Friedrichs og Mariu Goeppert. Faðir hennar var barnalæknir og þegar Maria var fjögurra ára fluttist fjölskyldan til Göttingen, þar sem faðir hennar hafði fengið stöðu pr...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Fyrst hiti stafar af hreyfingu efniseinda og ljóshraðinn setur henni mörk, er þá ekki hægt að reikna út hæsta hitastigið?

Svarið er nei, vegna þess að hreyfiorka efniseindanna vex upp úr öllu valdi þegar hraði þeirra stefnir á ljóshraðann. Samkvæmt hefðbundinni eðlisfræði eru hraða eða ferð hlutanna engin takmörk sett. Hreyfiorka vex í hlutfalli við ferðina í öðru veldi og fer því upp úr öllu valdi þegar ferðin "stefnir á óendanle...

Fleiri niðurstöður