Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða sérsvið eru til innan eðlisfræðinnar, efnafræðinnar og stjörnufræðinnar?

ÞV

Sérsvið innan fræðigreina eru yfirleitt ekki sérlega vel skilgreind, til dæmis í samanburði við sjálf hugtök vísindanna. Því verður að hafa sérstaka fyrirvara um þetta svar.

Þau svið sem mest eru rannsökuð í eðlisfræði nú á dögum eru líklega öreindafræði, þéttefnisfræði, ljósfræði og kjarneðlisfræði. Auk þeirra má nefna atómfræði, rafsegulfræði, rafgasfræði og fleira. Þessi flokkun snýr að þeim fyrirbærum sem fengist er við, en sumar kenningarnar sem stuðst er við eru líka sjálfstæð rannsóknasvið eða eins konar fræðigreinar. Má þar nefna skammtafræði, almenna afstæðiskenningu og skammtasviðsfræði. Þeir sem fást við slíkar kenningar eðlisfræðinnar eru nefndir kennilegir eðlisfræðingar og vinna einkum við skrifborð og nú á dögum við tölvu. Þeir sem vinna á hinn bóginn við eiginlegar tilraunir eru kallaðir tilraunaeðlisfræðingar. (Á ensku er talað um theoretical physics og experimental physics).

Efnafræði er oft skipt í fjórar undirgreinar í háskólum, eðlisefnafræði, ólífræna efnafræði, lífræna efnafræði og lífefnafræði. Í seinni tíð hefur einnig orðið sú verkaskipting að sumir efnafræðingar vinna lítið í venjulegum rannsóknastofum heldur mest við skrifborð og tölvu, svipað og kennilegir eðlisfræðingar gera.

Í stjarnvísindum hefur áherslan í seinni tíð verið að færast yfir á stjarneðlisfræði í stað hefðbundnari stjörnufræði. Einnig er nokkur verkaskipting eftir því við hvers konar fyrirbæri himinsins menn eru að fást.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

13.5.2000

Spyrjandi

Jón Emil Guðmundsson

Tilvísun

ÞV. „Hvaða sérsvið eru til innan eðlisfræðinnar, efnafræðinnar og stjörnufræðinnar?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=417.

ÞV. (2000, 13. maí). Hvaða sérsvið eru til innan eðlisfræðinnar, efnafræðinnar og stjörnufræðinnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=417

ÞV. „Hvaða sérsvið eru til innan eðlisfræðinnar, efnafræðinnar og stjörnufræðinnar?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=417>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða sérsvið eru til innan eðlisfræðinnar, efnafræðinnar og stjörnufræðinnar?
Sérsvið innan fræðigreina eru yfirleitt ekki sérlega vel skilgreind, til dæmis í samanburði við sjálf hugtök vísindanna. Því verður að hafa sérstaka fyrirvara um þetta svar.

Þau svið sem mest eru rannsökuð í eðlisfræði nú á dögum eru líklega öreindafræði, þéttefnisfræði, ljósfræði og kjarneðlisfræði. Auk þeirra má nefna atómfræði, rafsegulfræði, rafgasfræði og fleira. Þessi flokkun snýr að þeim fyrirbærum sem fengist er við, en sumar kenningarnar sem stuðst er við eru líka sjálfstæð rannsóknasvið eða eins konar fræðigreinar. Má þar nefna skammtafræði, almenna afstæðiskenningu og skammtasviðsfræði. Þeir sem fást við slíkar kenningar eðlisfræðinnar eru nefndir kennilegir eðlisfræðingar og vinna einkum við skrifborð og nú á dögum við tölvu. Þeir sem vinna á hinn bóginn við eiginlegar tilraunir eru kallaðir tilraunaeðlisfræðingar. (Á ensku er talað um theoretical physics og experimental physics).

Efnafræði er oft skipt í fjórar undirgreinar í háskólum, eðlisefnafræði, ólífræna efnafræði, lífræna efnafræði og lífefnafræði. Í seinni tíð hefur einnig orðið sú verkaskipting að sumir efnafræðingar vinna lítið í venjulegum rannsóknastofum heldur mest við skrifborð og tölvu, svipað og kennilegir eðlisfræðingar gera.

Í stjarnvísindum hefur áherslan í seinni tíð verið að færast yfir á stjarneðlisfræði í stað hefðbundnari stjörnufræði. Einnig er nokkur verkaskipting eftir því við hvers konar fyrirbæri himinsins menn eru að fást....