Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Jóhannes Gísli Jónsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Jóhannes Gísli Jónsson er prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur einkum fengist við rannsóknir á setningafræði og innan hennar hefur hann glímt við ýmis viðfangsefni sem tengjast nútímaíslensku, færeysku, íslensku táknmáli og forníslensku. Allar þessar rannsóknir taka mið af beinum eða óbeinum samanburði þessara mála við önnur tungumál og kenningar í almennum málvísindum. Á allra síðustu árum hefur áhugi Jóhannesar einnig beinst að samspili málvísinda og bókmenntafræði. Jóhannes hefur birt fjölda ritverka á alþjóðlegum vettvangi og tekið þátt í mörgum alþjóðlegum rannsóknarverkefnum.

Jóhannes hefur verið verkefnisstjóri í tveimur verkefnum sem hafa fengið styrk frá Rannís (Sagnflokkar og táknun rökliða 2007-2009 og Málfræðilegar formdeildir og hlutverksliðir með hliðsjón af miðlunarhætti 2010-2012) og verið meðumsækjandi í fjórum Rannís-verkefnum til viðbótar. Hann hefur tekið þátt í að skipuleggja fjölda alþjóðlegra ráðstefna sem haldnar hafa verið hér á landi og næsta verkefni af því tagi er ráðstefnan 8th Conference of the International Association of Literary Semantics (IALS) sem verður haldin í Háskóla Íslands 15.-17. apríl á næsta ári.

Jóhannes hefur einkum fengist við rannsóknir á setningafræði og innan hennar hefur hann glímt við ýmis viðfangsefni sem tengjast nútímaíslensku, færeysku, íslensku táknmáli og forníslensku.

Jóhannes hefur kennt við Háskóla Íslands frá haustmisseri 1996. Þessi námskeið spanna mörg ólík viðfangsefni, til dæmis setningafræði, beygingar- og orðmyndunarfræði, hljóð- og hljóðkerfisfræði, merkingarfræði, málnotkun og ritfærni, málstefnu, hugræn málvísindi, táknmálsfræði, málgerðarfræði, kenningakerfi í málvísindum og fræðileg vinnubrögð og ritgerðaskrif.

Jóhannes Gísli Jónsson er fæddur 1. apríl 1963. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1983, MA-prófi í íslenskri málfræði 1989 og doktorsprófi frá University of Massachusetts Amherst 1996. Hann varð aðjúnkt við Háskóla Íslands 2001, lektor árið 2013 og prófessor árið 2015. Hann var formaður Íslenska málfræðifélagsins á árunum 2001-2006. Hann er jafnframt forstöðumaður Málvísindastofnunar Háskóla Íslands og hefur verið umsjónarmaður Ritvers Hugvísindasviðs frá stofnun þess 15. janúar 2014.

Mynd:
  • Úr safni JGJ.

Útgáfudagur

12.9.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Jóhannes Gísli Jónsson stundað?“ Vísindavefurinn, 12. september 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76296.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 12. september). Hvaða rannsóknir hefur Jóhannes Gísli Jónsson stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76296

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Jóhannes Gísli Jónsson stundað?“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76296>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Jóhannes Gísli Jónsson stundað?
Jóhannes Gísli Jónsson er prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur einkum fengist við rannsóknir á setningafræði og innan hennar hefur hann glímt við ýmis viðfangsefni sem tengjast nútímaíslensku, færeysku, íslensku táknmáli og forníslensku. Allar þessar rannsóknir taka mið af beinum eða óbeinum samanburði þessara mála við önnur tungumál og kenningar í almennum málvísindum. Á allra síðustu árum hefur áhugi Jóhannesar einnig beinst að samspili málvísinda og bókmenntafræði. Jóhannes hefur birt fjölda ritverka á alþjóðlegum vettvangi og tekið þátt í mörgum alþjóðlegum rannsóknarverkefnum.

Jóhannes hefur verið verkefnisstjóri í tveimur verkefnum sem hafa fengið styrk frá Rannís (Sagnflokkar og táknun rökliða 2007-2009 og Málfræðilegar formdeildir og hlutverksliðir með hliðsjón af miðlunarhætti 2010-2012) og verið meðumsækjandi í fjórum Rannís-verkefnum til viðbótar. Hann hefur tekið þátt í að skipuleggja fjölda alþjóðlegra ráðstefna sem haldnar hafa verið hér á landi og næsta verkefni af því tagi er ráðstefnan 8th Conference of the International Association of Literary Semantics (IALS) sem verður haldin í Háskóla Íslands 15.-17. apríl á næsta ári.

Jóhannes hefur einkum fengist við rannsóknir á setningafræði og innan hennar hefur hann glímt við ýmis viðfangsefni sem tengjast nútímaíslensku, færeysku, íslensku táknmáli og forníslensku.

Jóhannes hefur kennt við Háskóla Íslands frá haustmisseri 1996. Þessi námskeið spanna mörg ólík viðfangsefni, til dæmis setningafræði, beygingar- og orðmyndunarfræði, hljóð- og hljóðkerfisfræði, merkingarfræði, málnotkun og ritfærni, málstefnu, hugræn málvísindi, táknmálsfræði, málgerðarfræði, kenningakerfi í málvísindum og fræðileg vinnubrögð og ritgerðaskrif.

Jóhannes Gísli Jónsson er fæddur 1. apríl 1963. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1983, MA-prófi í íslenskri málfræði 1989 og doktorsprófi frá University of Massachusetts Amherst 1996. Hann varð aðjúnkt við Háskóla Íslands 2001, lektor árið 2013 og prófessor árið 2015. Hann var formaður Íslenska málfræðifélagsins á árunum 2001-2006. Hann er jafnframt forstöðumaður Málvísindastofnunar Háskóla Íslands og hefur verið umsjónarmaður Ritvers Hugvísindasviðs frá stofnun þess 15. janúar 2014.

Mynd:
  • Úr safni JGJ.
...