Væri ekki krónan búin að lagast að stórum hluta ef stýrivextir lækkuðu í 2% eða minna?Ekki er ljóst hvað fyrirspyrjandi á við með að krónan sé í lagi eða að hún lagist. Hér er gengið út frá að átt sé við stöðugt nafngengi. Eins og kemur fram í svari við spurningunni Hvað eru stýrivextir? er tilgangur þess að halda stýrivöxtum Seðlabankans háum sá að draga úr þenslu í efnahagslífinu og að halda verðbólgu í skefjum. Tilgangurinn getur einnig verið sá að hækka gengi gjaldmiðilsins. Í 1. hefti Peningamála Seðlabankans árið 2017 er talað um „…skýr merki um vaxandi spennu í þjóðarbúskapnum…“. Í umfjöllun aðalhagfræðings bankans í sama riti kemur fram að um 40% af fyrirtækjum í landinu telja sig vanta vinnuafl. Væru stýrivextir Seðlabankans lækkaðir við þessar aðstæður benda bæði fræðileg rök og reynslurök til þess að þensla myndi enn aukast (fleiri fyrirtæki teldu sig vanta vinnuafl) og í kjölfarið má búast við að verðbólga mundi einnig aukast.
Innflæði gjaldeyris vegna mikils fjölda ferðamanna ýtir undir styrkingu nafngengisins og undir þenslu í hagkerfinu.
- File:Strokkur, Área geotérmica de Geysir, Suðurland, Islandia, 2014-08-16, DD 111.JPG - Wikimedia Commons. (Sótt 10.02.2017). Myndina tók Diego Delso, delso.photo. Myndin er birt undir leyfinu CC-BY-SA.