Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 489 svör fundust
Er hægt að frysta eld?
Samkvæmt þekkingu nútímans er eldur ekki sérstakt efni. Mörg og mismunandi efni geta brunnið og eldurinn er jafnmargvíslegur og efnin. Eldurinn er hins vegar eins konar fyrirbæri eða ástand. Það er hins vegar hægt að frysta efnin sem eru í eldinum á tilteknum tíma. En þá hættir eldurinn augljóslega að vera til ...
Er erfitt að læra forritun?
Spyrjandi bætir einnig við:Er hægt að kaupa sér kennslubækur í einhverjum tölvubúðum?Sumum finnst mjög auðvelt að læra forritun en aðrir ná sér aldrei almennilega á strik í því. Þeir sem hafa gaman af rökhugsun og nákvæmnisvinnu tileinka sér í flestum tilvikum forritun tiltölulega auðveldlega. Ef fólk vill komast ...
Útrýmdu Rómverjar einhverjum dýrategundum í Evrópu vegna eftirspurnar frá hringleikahúsunum?
Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Hvaða skemmtanir fóru fram í hringleikahúsum Rómverja? segir meðal annars:Á stórum uppákomum var allt að 11.000 dýrum slátrað í hringleikahúsi – ljónum, björnum, nautgripum, flóðhestum, tígrum og krókódílum. Rómverjar voru sendir vítt og breitt um heiminn í leit að dýrum ti...
Hvað kom út úr rannsóknum á steingervingum sem fundust í Burstarfellsfjalli í Vopnafirði og voru taldir vera af hjartardýri?
Fyrstu niðurstöður rannsókna á beinaleifunum úr Burstarfelli í Vopnafirði birtust í stuttri grein í Náttúrufræðingnum árið 1990, 59. árg., bls.189-195. Þar var því haldið fram að um væri að ræða bein úr einhverju hjartardýri eða dýri af hjartarætt, Cervidae. Stærsta beinið er að því er virðist hluti úr hægra h...
Hvers konar úln er í úlnliði?
Orðið úln virðist ekki koma fyrir eitt sér, aðeins í samsetningunni úlnliður og öðrum samsetningum með því orði eins og úlnliðsbrot. Ýmsar hliðarmyndir og framburðarmyndir eru til eins og úlliður, ungliður, únliður og úlfliður sem skýrast af því að menn hafa ekki fyllilega skilið orðhlutann úln. Ásgeir Blönda...
Hvers vegna lygnir oft á kvöldin?
Á flestum veðurstöðvum er meðalvindhraði í hámarki milli kl. 16 og 18, en síðan lægir nokkuð ört, mest milli klukkan 20 og 22. Að jafnaði er vindur hægastur undir morgun, á sumrin milli kl. 4 og 6. Að sumarlagi munar gjarnan um 2 m/s á meðalvindhraða dags og nætur, oftast þó meira í björtu veðri. Samfara breytingu...
Hvaða rök eru fyrir efahyggju?
Efahyggja er almennt hugtak sem nær yfir hugmyndir um að ekki sé hægt að öðlast þekkingu á tilteknum hlutum eða þáttum. Oft takmarkast efahyggjan við einhverja tiltekna hluti eða þætti mannlegs lífs. Til dæmis er talað um trúarlega efahyggju þegar efast er um að hægt sé að vita að Guð sé til. En efahyggja getur lí...
Hvað er það helsta sem einkennir spendýrin?
Það sem helst einkennir spendýr og greinir þau frá öðrum dýrum eru tvö atriði:Spendýr hafa svokallaða mjólkurkirtla (e. mammary glands) sem veitir afkvæmum þeirra næringu.Flest spendýr hafa loðinn feld sem veitir þeim skjól. Mörg spendýr hafa raunar tapað hárum sínum eftir því sem liðið hefur á þróunarsöguna. Þett...
Hvernig lýsir Paget-sjúkdómur sér og hvaða rök hafa menn fyrir því að Egill Skallagrímsson hafi þjáðst af honum?
Paget-sjúkdómur (e. Paget's disease) eða aflagandi beinbólga, er staðbundinn sjúkdómur í beinum sem kemur oftast fram eftir fertugt. Hann stafar af galla í umsetningu (e. turnover) í beini, það er jafnvægi milli beinmyndunar og -eyðingar raskast, en jafnvægi þar á milli er nauðsynlegt til að halda kalkmagni í blóð...
Hvað er vitlausa beinið?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvað gerist þegar maður rekur sig í „vitlausa beinið“? Af hverju er það svona vont? „Vitlausa beinið“ er í rauninni ekki bein heldur afar viðkvæmt svæði aftan í olnboganum þar sem upphandleggsbeinið (e. humerus ---> humor ---> nafnið funny bone á ensku) mætir öln (e. ulna) se...
Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn avascular necrosis eða blóðþurrðardrep?
Avascular necrosis (AVN), eða blóðþurrðardrep, er vefjadrep vegna ófullnægjandi blóðrennslis til beina. Vegna truflunar á blóðflæði verður frumudauði í beinvef sem leiðir til beineyðingar, sársauka og skertrar hreyfigetu liða. Algengast er að sjúkdómurinn komi fram í endum langra beina svo sem lærleggs (lat. femur...
Er hægt að greina bein áhrif fjölmiðla á hegðun fólks?
Á sunnudagskvöldi, þann 30. október 1938 (kvöldið fyrir hrekkjavöku, e. Halloween), flutti bandaríska útvarpsstöðin CBS leikritið Innrásina frá Mars (The War of the Worlds) sem byggt var á vísindaskáldsögu H. G. Wells (1866-1946). Að leikgerðinni stóðu Orson Welles (1915-1985), sem síðar varð frægur kvikmyndaleiks...
Ef sólkerfið væri bein lína hvað væri það þá langt?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hvers konar sjúkdómur er beinstökkvi?
Beinstökkvi er ríkjandi erfðasjúkdómur sem erfist á líkamslitningi (e. autosomal), það er ekki á kynlitningi. Sjúkdómurinn veldur óeðlilegri eða of lítilli framleiðslu á kollageni en það er algengasta prótínið í líkamanum og gegnir til dæmis mikilvægu hlutverki í húð, beinum, æðum, tönnum, liðböndum og augum. Erle...
Hvernig taka beinin þátt í kalkbúskap líkamans?
Þótt svo gæti virst er beinagrindin ekki einföld stoðgrind úr dauðu efni. Bein eru lifandi vefur sem kemur meðal annars fram í því hversu fljót þau eru að gróa eftir brot. Margir vefir tengjast beinum, svo sem beinvefur, brjóskvefur, þéttur bandvefur, blóð, þekjuvefur, fituvefur og taugavefur. Beinvefur er ald...