Hvað gerist þegar maður rekur sig í „vitlausa beinið“? Af hverju er það svona vont?„Vitlausa beinið“ er í rauninni ekki bein heldur afar viðkvæmt svæði aftan í olnboganum þar sem upphandleggsbeinið (e. humerus ---> humor ---> nafnið funny bone á ensku) mætir öln (e. ulna) sem er stærra bein framhandleggs. Bæði þessi bein enda í nokkuð áberandi kúlum (leggjarhöfðum) í dæld í olnboganum.

„Vitlausa beinið“ er afar viðkvæmt svæði aftan í olnboganum þar sem upphandleggsbeinið (það lóðrétta á þessari mynd) mætir öln (því lárétta).
- Wikimedia Commons - Medial humerus radius ulna articulated. (Sótt 8.6.2018).