Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar úln er í úlnliði?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið úln virðist ekki koma fyrir eitt sér, aðeins í samsetningunni úlnliður og öðrum samsetningum með því orði eins og úlnliðsbrot. Ýmsar hliðarmyndir og framburðarmyndir eru til eins og úlliður, ungliður, únliður og úlfliður sem skýrast af því að menn hafa ekki fyllilega skilið orðhlutann úln.



Ásgeir Blöndal Magnússon getur sér þess til í Íslenskri orðsifjabók (1989:1084) að úln hafi upphaflega verið öln sem merkir ’framhandleggur’ og er enn notað í málinu. Öln tengist latneska orðinu ulna ‘olnbogi, (fram)handleggur’ og eru tengslin ef til vill þar komin.

Lesendum er bent á að kynna sér svar sama höfundar við spurningunni Kemur orðið "olnbogi" af öðru beini framhandleggs, öln?

Mynd: Chest of Books. Sótt 24. 8. 2009.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

25.8.2009

Spyrjandi

Hildur Berglind Arndal
Bylgja Hilmarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers konar úln er í úlnliði?“ Vísindavefurinn, 25. ágúst 2009, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52877.

Guðrún Kvaran. (2009, 25. ágúst). Hvers konar úln er í úlnliði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52877

Guðrún Kvaran. „Hvers konar úln er í úlnliði?“ Vísindavefurinn. 25. ágú. 2009. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52877>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar úln er í úlnliði?
Orðið úln virðist ekki koma fyrir eitt sér, aðeins í samsetningunni úlnliður og öðrum samsetningum með því orði eins og úlnliðsbrot. Ýmsar hliðarmyndir og framburðarmyndir eru til eins og úlliður, ungliður, únliður og úlfliður sem skýrast af því að menn hafa ekki fyllilega skilið orðhlutann úln.



Ásgeir Blöndal Magnússon getur sér þess til í Íslenskri orðsifjabók (1989:1084) að úln hafi upphaflega verið öln sem merkir ’framhandleggur’ og er enn notað í málinu. Öln tengist latneska orðinu ulna ‘olnbogi, (fram)handleggur’ og eru tengslin ef til vill þar komin.

Lesendum er bent á að kynna sér svar sama höfundar við spurningunni Kemur orðið "olnbogi" af öðru beini framhandleggs, öln?

Mynd: Chest of Books. Sótt 24. 8. 2009....