Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn avascular necrosis eða blóðþurrðardrep?

Þórdís Kristinsdóttir

Avascular necrosis (AVN), eða blóðþurrðardrep, er vefjadrep vegna ófullnægjandi blóðrennslis til beina. Vegna truflunar á blóðflæði verður frumudauði í beinvef sem leiðir til beineyðingar, sársauka og skertrar hreyfigetu liða. Algengast er að sjúkdómurinn komi fram í endum langra beina svo sem lærleggs (lat. femur) og handleggs (lat. humerus), en sjúkdómurinn getur einnig lagst á minni bein og kjálka. Ef beineyðing verður í kringum liði leiðir það til eyðingar á liðyfirborði beina og skemmir liðinn, en einna algengast er að AVN komi fram í mjöðm.

Hér er mjaðmaliður sem fjarlægja þurfti vegna AVN. Ofarlega má sjá skemmdir í brjóski sem sjúkdómurinn olli.

Lífeðlismeinafræði sjúkdómsins er ekki fyllilega þekkt en sameiginleg afleiðing allra orsaka er skert blóðflæði til beina. AVN kemur oft fram í beinum sem hafa aðeins eina endauppsprettu blóðflæðis, en lítið af viðbótarblóðflæði frá samliggjandi æðum, svo sem í höfði lærleggs, úlnlið og handlegg. Sjúkdómurinn hefur áhrif á nærliggjandi liði þeirra beina sem drep er í og algengast er að hann komi fram í mjöðm, en oft einnig í hné eða öxl. AVN getur komið fram í hvaða beini sem er, í einu beini eða mörgum, samtímis eða á mismunandi tímum.

Truflun á blóðflæði og drep í beinmerg og beini í kjölfarið er talið geta stafað af ýmsum þáttum, en margir sjúklingar hafa fleiri en einn áhættuþátt og bendir það til þess að orsakir sjúkdómsins séu fjölþættar. Sjúkdómurinn getur þó líka komið fram upp úr þurru, án þekktrar ástæðu (e. idiopathic). Mögulegir áhættuþættir og orsakir eru meðal annars:

AVN er oft einkennalaust í byrjun, og á fyrstu stigum uppgötvast sjúkdómurinn helst fyrir slysni á röntgenmyndum. Ef einkenni koma fram fara þau eftir staðsetningu drepsins, en algengasta einkenni er sársauki. Ef drep er í álagsliðum, til dæmis mjöðm eða hné, kemur hann fyrst aðeins fram við áreynslu en fer stigvaxandi og verður á endanum einnig til staðar í hvíld. Drep veldur einnig skertri hreyfigetu í þeim liðum sem það leggst á.

Meðferð við sjúkdómnum fer eftir staðsetningu og alvarleika, sem og aldri og almennu heilsufari sjúklings. Ekki eru þekkt nein lyf til þess að stöðva framgang sjúkdómsins. Ýmiss konar fyrirbyggjandi meðferð og stuðningsmeðferð er beitt, svo sem notkun hækja og verkjalyfja og að takmarka erfiði á við að bera þunga hluti. Ef sjúkdómurinn uppgötvast snemma getur fyrirbyggjandi meðferð seinkað þörfinni fyrir aðgerð en oftast uppgötvast hann þó ekki fyrr en á síðari stigum.

AVN er orsökin fyrir um 10% mjaðmaliðskiptaaðgerða í Bandaríkjunum. Hér hefur verið skipt um hægri mjaðmarlið (vinstra megin á mynd).

Mögulegar meðferðir eru til dæmis beinígræðsla ásamt því að létta á þrýstingi á bein með því að bora holur í beinið, beinskurður þar sem skorið er á bein og því snúið til þess að dreifa álagi og liðskiptaaðgerðir ef sjúkdómurinn herjar á liði. Læknar vilja þó helst ekki gera liðskiptaaðgerðir á mjög ungu fólki þar sem langan tíma tekur að ná bata eftir slíka aðgerð. Enn fremur er endingartími nýja liðsins takmarkaður svo fólk þarf að fara í aðgerð á nokkurra ára fresti. Í sumum tilfellum er ávísað tvísfosfónatlyfjum (e. bisphosphonates), sem eru notuð við beinþynningu, en þau hægja á niðurbroti beina.

AVN er algengast hjá fólki á aldrinum 30-50 ára og er mun algengari í körlum en konum. Ekki eru til alþjóðlegar tölur um sjúkdóminn en í Bandaríkjunum eru um 15.000 ný tilfelli greind á hverju ári og þar er AVN orsökin fyrir um 10% mjaðmaliðskiptaaðgerða.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

3.1.2013

Spyrjandi

Þórey Pétursdóttir

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn avascular necrosis eða blóðþurrðardrep?“ Vísindavefurinn, 3. janúar 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62756.

Þórdís Kristinsdóttir. (2013, 3. janúar). Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn avascular necrosis eða blóðþurrðardrep? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62756

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn avascular necrosis eða blóðþurrðardrep?“ Vísindavefurinn. 3. jan. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62756>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn avascular necrosis eða blóðþurrðardrep?
Avascular necrosis (AVN), eða blóðþurrðardrep, er vefjadrep vegna ófullnægjandi blóðrennslis til beina. Vegna truflunar á blóðflæði verður frumudauði í beinvef sem leiðir til beineyðingar, sársauka og skertrar hreyfigetu liða. Algengast er að sjúkdómurinn komi fram í endum langra beina svo sem lærleggs (lat. femur) og handleggs (lat. humerus), en sjúkdómurinn getur einnig lagst á minni bein og kjálka. Ef beineyðing verður í kringum liði leiðir það til eyðingar á liðyfirborði beina og skemmir liðinn, en einna algengast er að AVN komi fram í mjöðm.

Hér er mjaðmaliður sem fjarlægja þurfti vegna AVN. Ofarlega má sjá skemmdir í brjóski sem sjúkdómurinn olli.

Lífeðlismeinafræði sjúkdómsins er ekki fyllilega þekkt en sameiginleg afleiðing allra orsaka er skert blóðflæði til beina. AVN kemur oft fram í beinum sem hafa aðeins eina endauppsprettu blóðflæðis, en lítið af viðbótarblóðflæði frá samliggjandi æðum, svo sem í höfði lærleggs, úlnlið og handlegg. Sjúkdómurinn hefur áhrif á nærliggjandi liði þeirra beina sem drep er í og algengast er að hann komi fram í mjöðm, en oft einnig í hné eða öxl. AVN getur komið fram í hvaða beini sem er, í einu beini eða mörgum, samtímis eða á mismunandi tímum.

Truflun á blóðflæði og drep í beinmerg og beini í kjölfarið er talið geta stafað af ýmsum þáttum, en margir sjúklingar hafa fleiri en einn áhættuþátt og bendir það til þess að orsakir sjúkdómsins séu fjölþættar. Sjúkdómurinn getur þó líka komið fram upp úr þurru, án þekktrar ástæðu (e. idiopathic). Mögulegir áhættuþættir og orsakir eru meðal annars:

AVN er oft einkennalaust í byrjun, og á fyrstu stigum uppgötvast sjúkdómurinn helst fyrir slysni á röntgenmyndum. Ef einkenni koma fram fara þau eftir staðsetningu drepsins, en algengasta einkenni er sársauki. Ef drep er í álagsliðum, til dæmis mjöðm eða hné, kemur hann fyrst aðeins fram við áreynslu en fer stigvaxandi og verður á endanum einnig til staðar í hvíld. Drep veldur einnig skertri hreyfigetu í þeim liðum sem það leggst á.

Meðferð við sjúkdómnum fer eftir staðsetningu og alvarleika, sem og aldri og almennu heilsufari sjúklings. Ekki eru þekkt nein lyf til þess að stöðva framgang sjúkdómsins. Ýmiss konar fyrirbyggjandi meðferð og stuðningsmeðferð er beitt, svo sem notkun hækja og verkjalyfja og að takmarka erfiði á við að bera þunga hluti. Ef sjúkdómurinn uppgötvast snemma getur fyrirbyggjandi meðferð seinkað þörfinni fyrir aðgerð en oftast uppgötvast hann þó ekki fyrr en á síðari stigum.

AVN er orsökin fyrir um 10% mjaðmaliðskiptaaðgerða í Bandaríkjunum. Hér hefur verið skipt um hægri mjaðmarlið (vinstra megin á mynd).

Mögulegar meðferðir eru til dæmis beinígræðsla ásamt því að létta á þrýstingi á bein með því að bora holur í beinið, beinskurður þar sem skorið er á bein og því snúið til þess að dreifa álagi og liðskiptaaðgerðir ef sjúkdómurinn herjar á liði. Læknar vilja þó helst ekki gera liðskiptaaðgerðir á mjög ungu fólki þar sem langan tíma tekur að ná bata eftir slíka aðgerð. Enn fremur er endingartími nýja liðsins takmarkaður svo fólk þarf að fara í aðgerð á nokkurra ára fresti. Í sumum tilfellum er ávísað tvísfosfónatlyfjum (e. bisphosphonates), sem eru notuð við beinþynningu, en þau hægja á niðurbroti beina.

AVN er algengast hjá fólki á aldrinum 30-50 ára og er mun algengari í körlum en konum. Ekki eru til alþjóðlegar tölur um sjúkdóminn en í Bandaríkjunum eru um 15.000 ný tilfelli greind á hverju ári og þar er AVN orsökin fyrir um 10% mjaðmaliðskiptaaðgerða.

Heimildir:

Myndir:

...