Í stjörnufræði eru allar stærðir gífurlegar og erfitt að skilja. Jafnvel heimili okkar í geimnum, sólkerfið, er svo stórt að ekki nokkur leið er að skilja það, samt eru það litlar fjarlægðir sé miðað við Vetrarbrautina sem við búum í. Fjarlægðir milli reikistjarnanna mælast í hundruð milljónum eða milljörðum kílómetra. Milli jarðar og sólar er fjarlægðin tæplega 150 milljón km á meðan fjarlægðin frá sólinni að ystu reikistjörnu sólkerfisins er 5,9 milljarðar km. Ferðalag til Plútó á venjulegri farþegaþotu tæki um 675 ár en ef við vildum keyra þangað tæki það 5700 ár. Plútó er ekki beint heppilegur sumarleyfisstaður. Í sólkerfinu okkar eru enn fjarlægari hnettir. Við braut Plútós og miklu utar eru risavaxin halastjörnuský sem kallast Kuipersbeltið og Oortskýið. Oortskýið er líklega 50-100.000 sinnum fjær sólinni en jörðin. Nálægsta fastastjarnan við sólin, Proxima Centauri, er í 4,2 ljósára fjarlægð eða 272.061 sinnum fjær sólinni en jörðin. Það þýðir að sólkerfið okkar teygir sig langleiðina að næstu fastastjörnu. Við bendum lesendum ennfremur á eftirfarandi svör um stærðarhlutföll í alheiminum:
Ef sólkerfið væri bein lína hvað væri það þá langt?
Í stjörnufræði eru allar stærðir gífurlegar og erfitt að skilja. Jafnvel heimili okkar í geimnum, sólkerfið, er svo stórt að ekki nokkur leið er að skilja það, samt eru það litlar fjarlægðir sé miðað við Vetrarbrautina sem við búum í. Fjarlægðir milli reikistjarnanna mælast í hundruð milljónum eða milljörðum kílómetra. Milli jarðar og sólar er fjarlægðin tæplega 150 milljón km á meðan fjarlægðin frá sólinni að ystu reikistjörnu sólkerfisins er 5,9 milljarðar km. Ferðalag til Plútó á venjulegri farþegaþotu tæki um 675 ár en ef við vildum keyra þangað tæki það 5700 ár. Plútó er ekki beint heppilegur sumarleyfisstaður. Í sólkerfinu okkar eru enn fjarlægari hnettir. Við braut Plútós og miklu utar eru risavaxin halastjörnuský sem kallast Kuipersbeltið og Oortskýið. Oortskýið er líklega 50-100.000 sinnum fjær sólinni en jörðin. Nálægsta fastastjarnan við sólin, Proxima Centauri, er í 4,2 ljósára fjarlægð eða 272.061 sinnum fjær sólinni en jörðin. Það þýðir að sólkerfið okkar teygir sig langleiðina að næstu fastastjörnu. Við bendum lesendum ennfremur á eftirfarandi svör um stærðarhlutföll í alheiminum:
Útgáfudagur
25.4.2005
Spyrjandi
Hildur Guðmundsdóttir
Tilvísun
SHB. „Ef sólkerfið væri bein lína hvað væri það þá langt?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4939.
SHB. (2005, 25. apríl). Ef sólkerfið væri bein lína hvað væri það þá langt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4939
SHB. „Ef sólkerfið væri bein lína hvað væri það þá langt?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4939>.