Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 102 svör fundust
Hverjir eru 10 merkilegustu atburðir Íslandssögunnar á 20. öld?
Á Vísindavefnum er svar mitt við spurningu um hvaða ár var merkilegast í sögu Íslands. Þar reyni ég að útskýra hvers vegna spurningum um hvað var merkilegt í sögunni verður ekki svarað á einfaldan vísindalegan hátt. Þar kemur til mat hvers og eins á því hvað sé merkilegt í mannlífinu yfirleitt. Þeir sem meta efnah...
Hvers vegna hafa Bandaríkin stutt Ísrael eins og raun ber vitni, meðan mörg önnur ríki fordæma brot Ísraels á alþjóðasamþykktum?
Stuðning Bandaríkjanna við Ísrael má skýra að miklu leyti með hinum miklu áhrifum, sem fólk af Gyðingaættum hefur í Bandaríkjunum, ekki síst í fjölmiðlum og stjórnmálum. Bandarískum Gyðingum hefur vegnað þar mjög vel. Það virðist vera svo erfitt að öðlast stjórnmálaframa í Bandaríkjunum í óþökk Gyðinga, að enginn ...
Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?
Það er rétt að Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu. Ísland er hins vegar aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, eða EES-samningnum. EES-samningurinn er samningur á milli annars vegar Evrópusambandsins og aðildarríkja þess, og hins vegar þriggja aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA); Ísla...
Hver fann Jamaíku?
Jamaíka er eyríki í Karíbahafinu og tilheyrir Stóru-Antillaeyjum, rétt eins eins og Kúba, Hispaníóla (sem skiptist í ríkin Dóminíska lýðveldið og Haítí), Púertó Ríkó og Caymaneyjar. Kristófer Kólumbus fær gjarnan heiðurinn af því að hafa fundið Jamaíku. Hann kom þangað, ásamt áhöfn sinni, í annarri Ameríkuferði...
Hvað er mengi?
Mengi er safn vel skilgreindra hluta. Hlutirnir sem mynda mengið kallast stök þess og þeir geta verið af hvaða tagi sem er, til dæmis má tala um mengi allra ríkja í Evrópu og mengi allra heilla talna. Ríkin Andorra, Belgía og Króatía eru þá dæmi um stök í fyrra menginu og tölurnar $2$, $-7$ og $33$ eru dæmi um stö...
Börðust blökkumenn í Þrælastríðinu?
Stutta svarið er einfaldlega já, en þó ekki í upphafi Þrælastríðsins. Tildrög borgarastríðs Bandaríkjanna, eða Þrælastríðsins, voru meðal annars ósætti landbúnaðarríkja sunnanmegin í landinu við skattlagningu ríkisins á ýmsar vörur sem iðnvæddu ríkin norðar í landinu gátu framleitt sjálf en Suðurríkin ekki. Að ...
Geta verðbætur talist tekjur?
Öll spurningin hljóðaði svona: Geta verðbætur talist tekjur? Verðbótum er ætlað að halda verðgildi upphæðar sem lögð er inn á reikning. Ef ég legg inn andvirði einnar brennivínsflösku í dag þá á ég að geta keypt eina slíka þegar ég seinna tek upphæðina út jafnvel í óðaverðbólgu. Getur það að bankinn bæti mér u...
Hvað geturðu sagt mér um Belgíu, svo sem helstu borgir, trúarbrögð og stjórnarfar?
Belgía er ríki í Vestur-Evrópu. Landið á landamæri að Þýskalandi í vestri, Frakklandi í suðri, Hollandi í norðri og Lúxemborg í vestri en tvö síðastnefndu eru hluti Niðurlanda sem Belgía er einnig hluti af. Dökki bletturinn á myndinni sýnir legu Belgíu í Evrópu. Í Belgíu er þingbundin konungsstjórn og heitir...
Hver er munurinn á heimastjórn og sjálfstjórn?
Í stuttu máli á hugtakið sjálfstjórn við um þau landsvæði sem stjórna sér sjálf en heimastjórn er aðallega notað um nýlendur sem njóta einhverrar sjálfstjórnar. Landsvæði sem er undir stjórn ákveðins ríkis getur notið sjálfstjórnar í einhverjum mæli. Sé sjálfstjórnin töluverð hvað varðar framkvæmdarvald, löggja...
Hvað heitir höfuðborg Svartfjallalands?
Upphaflega hljómaði spurningin svo:Hvað heitir höfuðborg Svartfjallalands? (Af því að Svartfellingar áttu alltaf höfuðborg með Serbíu, það er Belgrad.)Svartfjallaland (Montenegro) er land staðsett á Miðvestur-Balkanskaga. Í landinu búa um það bil 680.000 manns (miðað við tölur frá 2007). Stærsta borgin heitir Podg...
Hver var aðdragandinn að stofnun Ísraelsríkis árið 1948? Hver átti landið fyrir?
Í margar aldir bjuggu gyðingar víðs vegar um Evrópu en ýmsar hræringar, svo sem andgyðingleg hreyfing í Þýskalandi og ofsóknir í Rússlandi, urðu til þess að undir lok 19. aldar fékk sú hugmynd hljómgrunn að stofna ætti sjálfstætt ríki gyðinga. Áhugavert er að meðal annars var stungið upp á Úganda í Afríku sem hugs...
Hvað bendir til þess að Kína verði eitt af stórveldum 21. aldarinnar?
Kína gæti vel orðið eitt af stórveldum 21. aldarinnar. Þar skiptir mestu stærð efnahagskerfis landsins og pólitísk staða Kína. Vissulega hefur kreppan sem nú gengur yfir áhrif á efnahagskerfi landsins, eins og svo margra annarra landa, en ólíklegt er að hún muni hafa áhrif á stöðu Kína sem stórveldis á sviði efnah...
Hversu margar mannætur eru til í heiminum?
Frá ómunatíð hafa verið sagðar sögur af þjóðflokkum sem leggja sér mannakjöt til munns. Sögnum af þessum þjóðflokkum fjölgaði mikið í kjölfar heimsvaldastefnu vesturheimsríkja upp úr 15. öld. Ástæðan var helst talin sú að ríkin hafi viljað réttlæta hernað sinn í löndum Asíu, Afríku, Ameríku og Ástralíu með því að ...
Hvaða land eða lönd eiga Suðurskautslandið?
Suðurskautslandið er í raun heimsálfa án eiganda því það tilheyrir engu ríki. Það þýðir þó ekki að enginn vilji eiga það. Sjö þjóðir hafa gert tilkall til yfirráða yfir ákveðnum landsvæðum Suðurskautslandsins, það eru Argentína, Ástralía, Bretland, Síle, Frakkland, Nýja-Sjáland og Noregur. Sjö ríki hafa gert t...
Hvað er NAFTA og hver er munurinn á uppbyggingu þess og ESB?
Skammstöfunin NAFTA stendur fyrir North American Free Trade Agreement eða Fríverslunarsamning Norður-Ameríku. Bandaríkin, Kanada og Mexíkó eru aðilar að samningnum sem tryggir fríverslun milli landanna. *** Í 102. gr. samningsins kemur fram hver markmið hans eru: ryðja úr vegi viðskiptahindrunum og stuðla ...