Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1355 svör fundust
Hvers vegna er hlaupársdagurinn í febrúar?
Rætur hlaupársdagsins er hægt að rekja til ársins 46. f. Kr. en þá var komið á endurbættu tímatali í Rómaveldi. Eins og segir í Sögu daganna eftir Árna Björnsson var hlaupársdagurinn hjá Rómverjum:eiginlega 24. febrúar, því honum var skotið inn daginn eftir vorhátíð sem nefndist Terminalia. Eins og nafnið bendir t...
Hver er munurinn á sálfræðingum og geðlæknum?
Ásgeir bætir við: Er sá munur fólginn í lækningaraðferðum eða greiningu, eða er hann meiri? Það virðist nokkuð algengt að menn rugli saman geðlækningum og sálfræði, en greinarnar eru þó um margt ólíkar. Geðlækningar eru, eins og nafnið bendir til, undirgrein læknisfræðinnar. Geðlæknar ljúka fyrst almennu læk...
Eru fuglaber eitruð?
Þegar spyrjandinn talar um fuglaber á hann væntanlega við ber reyniviðarins eða reyniber. Berin eru afar áberandi á haustinn þegar laufin taka að falla og þau laða að sér fjölda skógarþrasta (Turdus illiacus). Reyniberin eru lítið nýtt af okkur mannfólkinu, nema þá til skrauts. Þau hafa eitthvað verið soðin ni...
Af hverju má ljúga þann 1. apríl?
Sá siður að vera með grín og hrekki þann 1. apríl er margra alda gamall. Líklega má rekja hann til Evrópu á miðöldum en þá tíðkaðist að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. Samkvæmt fornri hefð stóðu merkar hátíðir í átta daga og 1. apríl var því áttundi og síðasti dagur nýárshátíðarinnar. Nýárið var fæ...
Hver var Loðvík 14. Frakklandskonungur og hvað gerði hann?
Loðvík 14. fæddist 5. september 1638. Hann varð konungur Frakka aðeins fjögurra ára gamall, eða árið 1643, eftir fráfall föður síns Loðvíks 13. Sökum aldurs hafði hann þó sama og engin völd en Mazarin kardínáli stýrði ríkinu fyrir hann allt þar til hann lést árið 1661. Í tíð Loðvíks 14. var Frakkland með öflug...
Hvers vegna varð fyrsti maí fyrir valinu sem „baráttudagur verkalýðsins“?
Líklegt er talið að fyrsti maí hafi orðið fyrir valinu sem alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins vegna þess að til forna voru haldnar almenningshátíðir á þessum degi. Af þeim sökum hafði dagurinn á sér alþýðlegan blæ og meðal annars má nefna að kirkjum og konungum gekk illa að gera hann að kristnum hátíðisdegi. Á ...
Hvað hefði gerst ef Evrópusambandið hefði ekki verið stofnað?
Síðla árs 2012 hlaut Evrópusambandið friðarverðlaun Nóbels. Það val vakti víða undrun. Ekki hafði sambandinu tekist að stilla til friðar á Balkanskaga, í eigin bakgarði, þegar blóðug átök blossuðu þar upp eftir hrun kommúnismans 1989. Ekki hafði sambandið haft úrslitaáhrif um þau straumhvörf, þegar helmingur Evróp...
Hverjir byrjuðu að temja hesta og hvenær var það? Voru það Súmerar?
Nær víst er talið að menn hafi veitt sér villihesta til matar á síðustu skeiðum ísaldar áður en farið var að temja þá. Hesturinn var svo að öllum líkindum fyrst taminn í Evrasíu við lok nýsteinaldar, eða fyrir 5-6000 árum síðan, af arískum hirðingum sem bjuggu á steppum við Kaspíahaf og Svartahaf. Einnig bendir þó...
Hvað kom upp mikið af gosefnum í Skaftáreldum?
Lakagígar.Skaftáreldar í Lakagígum (1783-1784) voru eitt mesta eldgosið sem hefur orðið í sögu manna á jörðinni. Skaftáreldar eru dæmi um svonefnt flæðigos en í þeim kemur nær eingöngu upp hraun. Í Skaftáreldum komu upp um 14,5 km3 af hrauni og um 0,5 km3 af gjósku. Flatarmál hraunsins í Skaftáreldum er um 600 km2...
Hvaða enda er átt við þegar menn „ná ekki endum saman“?
Orðasamböndin að ná endum saman og láta enda ná saman eru einkum notuð um að láta tekjur og gjöld vera jöfn en einnig um að láta birgðir endast fram að næstu sendingu. Uppruninn er erlendur. Í dönsku er talað um at få enderne til at mødes og få enderne til at nå sammen þegar leysa þarf vandamál, einkum um að láta ...
Hver er munurinn á trölli og skessu?
Í stuttu máli eru skessur tröll, en tröll eru ekki öll skessur. Samkvæmt Íslenskri orðabók er tröll (í þjóðsögum) risi, jötunn, stórvaxin ómennsk vera í mannsmynd. Skessa er hins vegar tröllkona, sem sagt kvenkyns tröll. Þetta sama má sjá í Íslensku vættatali Árna Björnssonar en þar segir: Orðið tröll er sky...
Hvort á að segja „Hvert er gengi krónunnar?“ eða „Hvað er gengi krónunnar?“
Spurnarfornafnið hver hefur í nefnifalli og þolfalli hvorugkyns tvær myndir, hvert og hvað. Almenna reglan er sú að hvert er notað hliðstætt með nafnorði, t.d. hvert blaðanna er best?, en hvað sérstætt, t.d. hvað er að? Í dæminu hvert/hvað er gengi krónunnar? er á reiki hvor myndin er notuð. Í vandaðra máli er þó ...
Hvar má finna upplýsingar um steingervinga á Íslandi?
Helstu heimildir um steingervinga á Íslandi eru líklega þessar: 1. Sigríður Friðriksdóttir 1978. „Fundarstaðir skelja frá síðjökultíma“, Náttúrufræðingurinn, 48, bls. 75-85. 2. Sigríður Friðriksdóttir 1978. „Fundarstaðir surtarbrands og annarra plöntuleifa“, Náttúrufræðingurinn, 48, bls. 142-156. 3. Leifu...
Hvað er mórinn í Sundahöfn talinn vera gamall?
Elliðavogslögunum er lýst í jarðfræði Þorleifs Einarssonar, bls. 259 (Myndun og mótun lands, Mál og menning 1991). Við Elliðavog, í Háubökkum og Ártúnshöfða koma fram setlög milli Reykjavíkurgrágrýtis og hraunlagamyndunar frá ár-kvarter (fyrri hluta kvartertímabilsins). Setsniðið er um 8 m þykkt, og efst í því, un...
Hvert er upphaf áramótabrennunnar á Íslandi?
Í öðrum löndum hefur lengi tíðkast að kveikja í bálkesti við ýmis tækifæri, svo sem á hvítasunnu, kyndilmessu, Jónsmessu og allraheilagramessu. Hægt er að lesa meira um tvær síðastnefndu hátíðirnar í svörunum Hvers vegna á að velta sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt? eftir Símon Jón Jóhannsson og Hverjar eru hefð...