Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða enda er átt við þegar menn „ná ekki endum saman“?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasamböndin að ná endum saman og láta enda ná saman eru einkum notuð um að láta tekjur og gjöld vera jöfn en einnig um að láta birgðir endast fram að næstu sendingu. Uppruninn er erlendur. Í dönsku er talað um at få enderne til at mødes og få enderne til at nå sammen þegar leysa þarf vandamál, einkum um að láta peninga duga fyrir útgjöldum.

Líkingin í orðasambandinu að láta enda ná saman er líklega dregin af tóvinnu, það er þegar endar kaðals eða bands verða tæplega hnýttir saman vegna þess hve böndin eru stutt. Á myndinni er sjást konur í Kerala á Indlandi búa til reipi.

Orðasambandið þekkist hérlendis frá því upp úr miðri 19. öld. Jón Friðjónsson getur sér þess til í Mergi málsins (2006:171) að líkingin sé dregin af tóvinnu, „þ.e. þegar endar (kaðals, bands) verða með naumindum hnýttir saman vegna þess að böndin eru of stutt.“

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

17.12.2015

Spyrjandi

Ísleifur Ingimarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða enda er átt við þegar menn „ná ekki endum saman“?“ Vísindavefurinn, 17. desember 2015, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70987.

Guðrún Kvaran. (2015, 17. desember). Hvaða enda er átt við þegar menn „ná ekki endum saman“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70987

Guðrún Kvaran. „Hvaða enda er átt við þegar menn „ná ekki endum saman“?“ Vísindavefurinn. 17. des. 2015. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70987>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða enda er átt við þegar menn „ná ekki endum saman“?
Orðasamböndin að ná endum saman og láta enda ná saman eru einkum notuð um að láta tekjur og gjöld vera jöfn en einnig um að láta birgðir endast fram að næstu sendingu. Uppruninn er erlendur. Í dönsku er talað um at få enderne til at mødes og få enderne til at nå sammen þegar leysa þarf vandamál, einkum um að láta peninga duga fyrir útgjöldum.

Líkingin í orðasambandinu að láta enda ná saman er líklega dregin af tóvinnu, það er þegar endar kaðals eða bands verða tæplega hnýttir saman vegna þess hve böndin eru stutt. Á myndinni er sjást konur í Kerala á Indlandi búa til reipi.

Orðasambandið þekkist hérlendis frá því upp úr miðri 19. öld. Jón Friðjónsson getur sér þess til í Mergi málsins (2006:171) að líkingin sé dregin af tóvinnu, „þ.e. þegar endar (kaðals, bands) verða með naumindum hnýttir saman vegna þess að böndin eru of stutt.“

Heimildir:

Mynd:

...