Myndunarsaga Elliðavogslaganna og Reykjavíkurgrágrýtisins er í stuttu máli þannig: Meginjöklar gengu yfir Reykjavíkursvæðið og mótuðu mishæðótt landslag á ár-kvarteran berggrunninn. Þegar jökullinn hopaði í lok þriðja síðasta jökulskeiðs fylgdi sjórinn honum eftir inn yfir láglendið. Sjávarset settist í allar lægðir í berggrunninum. Ofan á sjávarsetið lagðist síðan árset, landið var risið úr sjó. Ár og lækir tóku þá að grafa sér farvegi í setlögin, en jafnframt tóku plöntur að nema land en leifar þessa gróðurs er einmitt surtarbrandur í Háubökkum og undir grágrýtinu í Ártúnshöfða. Þessum gróðri var þó ekki ætlað langt líf því að skömmu síðar, sennilega aðeins nokkrum þúsundum ára eftir að plönturnar festu rætur, varð mikið hraungos líklega þar sem nú eru Borgarhólar á Mosfellsheiði. Við gosið varð til hin flata grágrýtisdyngja Mosfellsheiði ... Elliðavogslögin virðast hafa myndast í lok jökulskeiðs og í upphafi hlýskeiðs, sennilega hins næstsíðasta, og nokkru seinna á þessu sama hlýskeiði rann Reykjavíkurgrágrýtið.Samkvæmt þessu er þetta set um 200.000 ára gamalt.
Hvað er mórinn í Sundahöfn talinn vera gamall?
Útgáfudagur
9.7.2001
Spyrjandi
Erla Dóra Gísladóttir, f. 1985
Tilvísun
Sigurður Steinþórsson. „Hvað er mórinn í Sundahöfn talinn vera gamall?“ Vísindavefurinn, 9. júlí 2001, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1774.
Sigurður Steinþórsson. (2001, 9. júlí). Hvað er mórinn í Sundahöfn talinn vera gamall? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1774
Sigurður Steinþórsson. „Hvað er mórinn í Sundahöfn talinn vera gamall?“ Vísindavefurinn. 9. júl. 2001. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1774>.