Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er mórinn í Sundahöfn talinn vera gamall?

Sigurður Steinþórsson

Elliðavogslögunum er lýst í jarðfræði Þorleifs Einarssonar, bls. 259 (Myndun og mótun lands, Mál og menning 1991). Við Elliðavog, í Háubökkum og Ártúnshöfða koma fram setlög milli Reykjavíkurgrágrýtis og hraunlagamyndunar frá ár-kvarter (fyrri hluta kvartertímabilsins). Setsniðið er um 8 m þykkt, og efst í því, undir hrauninu, er um 20 cm þykkt surtarbrandslag. Í surtarbrandinum hafa meðal annars fundist fræ og aldin af krækiberjalyngi, reiðingsgrasi og störum svo og frjókorn af birki, víði og ýmsum jurtum.

Þorleifur skrifar:
Myndunarsaga Elliðavogslaganna og Reykjavíkurgrágrýtisins er í stuttu máli þannig: Meginjöklar gengu yfir Reykjavíkursvæðið og mótuðu mishæðótt landslag á ár-kvarteran berggrunninn. Þegar jökullinn hopaði í lok þriðja síðasta jökulskeiðs fylgdi sjórinn honum eftir inn yfir láglendið. Sjávarset settist í allar lægðir í berggrunninum. Ofan á sjávarsetið lagðist síðan árset, landið var risið úr sjó. Ár og lækir tóku þá að grafa sér farvegi í setlögin, en jafnframt tóku plöntur að nema land en leifar þessa gróðurs er einmitt surtarbrandur í Háubökkum og undir grágrýtinu í Ártúnshöfða. Þessum gróðri var þó ekki ætlað langt líf því að skömmu síðar, sennilega aðeins nokkrum þúsundum ára eftir að plönturnar festu rætur, varð mikið hraungos líklega þar sem nú eru Borgarhólar á Mosfellsheiði. Við gosið varð til hin flata grágrýtisdyngja Mosfellsheiði ... Elliðavogslögin virðast hafa myndast í lok jökulskeiðs og í upphafi hlýskeiðs, sennilega hins næstsíðasta, og nokkru seinna á þessu sama hlýskeiði rann Reykjavíkurgrágrýtið.

Samkvæmt þessu er þetta set um 200.000 ára gamalt.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

9.7.2001

Spyrjandi

Erla Dóra Gísladóttir, f. 1985

Efnisorð

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er mórinn í Sundahöfn talinn vera gamall?“ Vísindavefurinn, 9. júlí 2001, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1774.

Sigurður Steinþórsson. (2001, 9. júlí). Hvað er mórinn í Sundahöfn talinn vera gamall? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1774

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er mórinn í Sundahöfn talinn vera gamall?“ Vísindavefurinn. 9. júl. 2001. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1774>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er mórinn í Sundahöfn talinn vera gamall?
Elliðavogslögunum er lýst í jarðfræði Þorleifs Einarssonar, bls. 259 (Myndun og mótun lands, Mál og menning 1991). Við Elliðavog, í Háubökkum og Ártúnshöfða koma fram setlög milli Reykjavíkurgrágrýtis og hraunlagamyndunar frá ár-kvarter (fyrri hluta kvartertímabilsins). Setsniðið er um 8 m þykkt, og efst í því, undir hrauninu, er um 20 cm þykkt surtarbrandslag. Í surtarbrandinum hafa meðal annars fundist fræ og aldin af krækiberjalyngi, reiðingsgrasi og störum svo og frjókorn af birki, víði og ýmsum jurtum.

Þorleifur skrifar:
Myndunarsaga Elliðavogslaganna og Reykjavíkurgrágrýtisins er í stuttu máli þannig: Meginjöklar gengu yfir Reykjavíkursvæðið og mótuðu mishæðótt landslag á ár-kvarteran berggrunninn. Þegar jökullinn hopaði í lok þriðja síðasta jökulskeiðs fylgdi sjórinn honum eftir inn yfir láglendið. Sjávarset settist í allar lægðir í berggrunninum. Ofan á sjávarsetið lagðist síðan árset, landið var risið úr sjó. Ár og lækir tóku þá að grafa sér farvegi í setlögin, en jafnframt tóku plöntur að nema land en leifar þessa gróðurs er einmitt surtarbrandur í Háubökkum og undir grágrýtinu í Ártúnshöfða. Þessum gróðri var þó ekki ætlað langt líf því að skömmu síðar, sennilega aðeins nokkrum þúsundum ára eftir að plönturnar festu rætur, varð mikið hraungos líklega þar sem nú eru Borgarhólar á Mosfellsheiði. Við gosið varð til hin flata grágrýtisdyngja Mosfellsheiði ... Elliðavogslögin virðast hafa myndast í lok jökulskeiðs og í upphafi hlýskeiðs, sennilega hins næstsíðasta, og nokkru seinna á þessu sama hlýskeiði rann Reykjavíkurgrágrýtið.

Samkvæmt þessu er þetta set um 200.000 ára gamalt....