Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 992 svör fundust
Hver er talin vera helsta orsök þess að þriðja heims ríki nái ekki að rífa sig upp úr fátæktinni?
Flest ríki heims tilheyra svokölluðum þriðja heims ríkjum. Hugtakið er þó vandmeðfarið og hefur orðið fyrir nokkurri gagnrýni. Hægt er að lesa um túlkun mannfræðings á hugtakinu í svari Sveins Eggertssonar við spurningunni Er rétt að nota hugtakið þriðji heimurinn? Þegar talað er um þriðja heims ríki er yfirl...
Geta einstaklingar gert eitthvað til að hjálpa umhverfinu og náttúrunni?
Það er mikilvægt að átta sig á því að við höfum áhrif á umhverfið á hverjum einasta degi. En við höfum val um hvers konar áhrif við viljum hafa. Við getum til dæmis verið meira meðvituð um þær vörur sem við kaupum. Hvar var varan búin til? Getum við valið vöru sem er framleidd nálægt okkur og þannig sparað elds...
Hvað getið þið sagt mér um nýyrðið áhrifavaldur?
Orðið áhrifavaldur er ekki nýtt orð í íslensku. Elsta dæmið um orðið úr blöðum og tímaritum á stafræna safninu Tímarit.is er frá árinu 1930 og fjölgar dæmum eftir því sem líður á 20. öldina. Orðið merkir ‘sá eða það sem hefur áhrif’: Kjartan varð áhrifavaldur í lífi Péturs.Upplýsingamiðlun er veigamikill áhri...
Hvað er þroskasálfræði og hvað er fjallað um í greininni?
Þroskasálfræði er sú fræðigrein sem leitast við að skýra þær breytingar sem verða á huga, heila og hátterni samfara aldri. Breytingarnar eiga rætur að rekja til líffræðilegra þátta (eins og erfða), líffræðilegs þroska (bæði háður erfðum og næringu), sálfræðilegra þátta (til dæmis greindar og tilfinninga) og síðast...
Af hverju er verðbólga og hvað er verðbólga?
Við getum skýrt verðbólgu út svona: Ef ísinn sem við kaupum í ísbúðinni í dag kostar 500 krónur, en sams konar ís kostaði 250 krónur í gær og aðrar vörur hækka einnig, þá er verðbólga. Orðið skýrir sig að einhverju leyti sjálft, verðið á hlutum sem við kaupum með peningunum bólgnar. Gylfi Magnússon skrifar ágæt...
Hvað þýðir orðið aflands ríki? Er þetta nýtt orð?
Orðasambandið aflands ríki er ekki gamalt í málinu. Fyrri hluti þess er þýðing á enska orðinu offshore en ein merking þess er ‘vörur eða fjármunir sem varðveittir eru í öðru landi’. Íslenska orðið aflands þýðir orðrétt ‘af landi’, það er frá landi til sjávar og er fyrst og fremst notað um veðurfar, til dæmis aflan...
Hvað er átt við með hugtökunum grár og svartur markaður?
Hér er eftirfarandi spurningum svarað: Er eitthvað til í hagfræði sem heitir grái markaðurinn? Hvað er átt við með hugtakinu svarti markaðurinn og hvað er svartamarkaðsbrask? Hugtakið svartur markaður er notaður til að lýsa vettvangi fyrir ólögleg viðskipti. Þau geta vitaskuld verið margs konar og mismunand...
Í hvaða tilfellum notar maður semíkommu?
Í auglýsingu frá menntamálaráðuneytinu um greinarmerkjasetningu nr. 133/1974 er tilgreind tvenns konar notkun semíkommu:Í stað punkts má setja semíkommu milli málsgreina, ef málsgreinarnar eru merkingarlega nátengdar, þó einkum ef síðari málsgreinin táknar afleiðingu hinnar fyrri eða andstæðu hennar. Dæmi: Hegð...
Hvað þýðir orðið 'blákalt' og hvaðan kemur það?
Orðið blákalt þýðir eiginlega bara kalt en forliðurinn blá- er notaður í herðandi merkingu; það sem er ‘blákalt’ er ennþá kaldara en kalt. Aðrir litaforliðir eru til dæmis ‘svart-’ eins og í orðunum ‘svartnætti’ sem er dimm nótt og ‘svartamarkaður’ þar sem verslað er á ólöglegan hátt eða með óleyfilegar vörur....
Hvers vegna stendur oft Ltd, eða limited, á eftir fyrirtækjanöfnum? Dæmi: R. Winter & Co. Ltd.
Limited þýðir takmarkaður og þessi skammstöfun vísar til þess að ábyrgð eigenda á rekstrinum er takmörkuð. Skammstöfunin er meðal annars notuð í Bretlandi. Með henni er bent á að ekki er hægt að krefjast þess að eigendur greiði úr eigin vasa það sem upp á vantar ef félagið á ekki fyrir skuldum. Það er því verið að...
Hvað er blandað hagkerfi?
Hugtakið blandað hagkerfi hefur verið notað til að lýsa samfélögum þar sem sum gæði, það er vörur og þjónusta, ganga kaupum og sölu á frjálsum markaði og eru framleidd af einkaaðilum en önnur eru framleidd og þeim úthlutað samkvæmt opinberum tilskipunum. Blandað hagkerfi er því eins konar millistig á milli hreins ...
Hvað er átt við með samráði í samkeppnisreglum?
Með samráði er einfaldlega átt við að menn ræði saman og alla jafna þykir ekki ástæða til að amast við því. Þegar fyrirtæki eiga í samkeppni er þó oftast talið óæskilegt að stjórnendur þeirra ræði saman og ákveði til dæmis hvernig þeir ætla að verðleggja vörur sínar eða skipta með sér mörkuðum. Skýringin á því ...
Hvaðan er orðatiltækið "Það er ekki hundrað í hættunni"?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaðan er orðatiltækið "Það er ekki hundrað í hættunni" komið? Hvaða hundrað er eiginlega verið að tala um? Orðið hundrað er í nútímamáli notað yfir tíu tugi. Orðatiltækið ekki er hundrað í hættunni er gamalt í málinu og þekkist að minnsta kosti frá síðari hluta 17. aldar. S...
Hvað kostar ein kind?
Eins og gildir um vörur sem ganga kaupum og sölum er verð á sauðfé breytilegt eftir markaðsaðstæðum. Eins er verðið örugglega breytilegt eftir „gæðum“ þess fjár sem um ræðir. Hvað ætli þessar kindur kosti? Það má hins vegar fá ágæta hugmynd um hvers virði kindur eru í peningum með því að kanna hvernig ríkis...
Er eitthvað um lífrænan landbúnað á Íslandi?
Lífrænn landbúnaður hefur verið stundaður lengi hér á landi. Í dag eru um 40 aðilar með staðfesta vottun á því að þeir séu með lífrænan landbúnað og er fjölbreytileiki afurða frá þessum framleiðendum og vinnslustöðvum mjög mikill. Stærstur hluti íslenskra bænda framleiðir sínar afurðir í sátt við umhverfi sitt...