Kjartan varð áhrifavaldur í lífi Péturs.
Upplýsingamiðlun er veigamikill áhrifavaldur í stjórnun menningarmála.
Olíumengun er mjög skaðlegur áhrifavaldur á líf í höfum.

Á síðasta áratug hefur orðið áhrifavaldur fengið viðbótarmerkingu í íslensku og merkir einstakling sem auglýsir vörur og þjónustu fyrirtækja á samfélagsmiðlum, oftast gegn greiðslu eða annarri umbun. Á myndinni sést bandaríski áhrifavaldurinn Stephen Sharer.

Fjöldi dæma um orðið áhrifavaldur í Risamálheildinni á árunum 2000–2019.
- ^ Dæmin eru úr Íslensku risamálheildinni sem er mörkuð málheild og er ný útgáfa gefin út árlega. Nánari upplýsingar má nálgast á http://igc.arnastofnun.is/is/index.html.
- File:Stephen Sharer.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 17.01.2022).
- Íslenska risamálheildin.