Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er átt við með samráði í samkeppnisreglum?

Gylfi Magnússon

Með samráði er einfaldlega átt við að menn ræði saman og alla jafna þykir ekki ástæða til að amast við því. Þegar fyrirtæki eiga í samkeppni er þó oftast talið óæskilegt að stjórnendur þeirra ræði saman og ákveði til dæmis hvernig þeir ætla að verðleggja vörur sínar eða skipta með sér mörkuðum.

Skýringin á því að þetta telst óæskilegt er einfaldlega sú að slíkt samráð dregur úr samkeppni, markaðir verða oftast óskilvirkari fyrir vikið og viðskiptavinir líða fyrir það. Í 10. grein samkeppnislaga, nr. 8 frá 1993 með síðari breytingum, er tekið fram að:
Allir samningar og samþykktir milli fyrirtækja, hvort heldur þær eru bindandi eða leiðbeinandi, og samstilltar aðgerðir sem hafa að markmiði eða af þeim leiðir að komið sé í veg fyrir samkeppni, hún sé takmörkuð eða henni raskað eru bannaðar.
Með þessu ákvæði er samráð bannað ef því er ætlað að draga úr samkeppni eða líklegt er að það geri það.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað þýðir þetta samráð, eins og hjá olíufélögunum?

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

17.10.2003

Spyrjandi

Lára Björgvinsdóttir, f. 1984

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er átt við með samráði í samkeppnisreglum?“ Vísindavefurinn, 17. október 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3803.

Gylfi Magnússon. (2003, 17. október). Hvað er átt við með samráði í samkeppnisreglum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3803

Gylfi Magnússon. „Hvað er átt við með samráði í samkeppnisreglum?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3803>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við með samráði í samkeppnisreglum?
Með samráði er einfaldlega átt við að menn ræði saman og alla jafna þykir ekki ástæða til að amast við því. Þegar fyrirtæki eiga í samkeppni er þó oftast talið óæskilegt að stjórnendur þeirra ræði saman og ákveði til dæmis hvernig þeir ætla að verðleggja vörur sínar eða skipta með sér mörkuðum.

Skýringin á því að þetta telst óæskilegt er einfaldlega sú að slíkt samráð dregur úr samkeppni, markaðir verða oftast óskilvirkari fyrir vikið og viðskiptavinir líða fyrir það. Í 10. grein samkeppnislaga, nr. 8 frá 1993 með síðari breytingum, er tekið fram að:
Allir samningar og samþykktir milli fyrirtækja, hvort heldur þær eru bindandi eða leiðbeinandi, og samstilltar aðgerðir sem hafa að markmiði eða af þeim leiðir að komið sé í veg fyrir samkeppni, hún sé takmörkuð eða henni raskað eru bannaðar.
Með þessu ákvæði er samráð bannað ef því er ætlað að draga úr samkeppni eða líklegt er að það geri það.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað þýðir þetta samráð, eins og hjá olíufélögunum?
...