Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8082 svör fundust
Hvað er þetta 'kas' þegar konur eru kasólettar?
Forliðurinn kas- er notaður í fáeinum orðum samkvæmt ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Þessi orð eru kasbomm, kasheitur, kashlaðinn og kasmekktur, auk kasóléttur. Kasbomm er notað í sömu merkingu og kasóléttur, það er um konu sem komin er langt á leið, en bomm er í óformlegu tali notað um barnshafandi konu. K...
Af hverju tala börn ekki þegar þau fæðast?
Börn tala ekki við fæðingu af því að það er ekki meðfæddur eiginleiki að kunna tungumál. Við þurfum að læra að tala en við þurfum ekki að læra að anda. Að draga andann er meðfæddur eiginleiki. Hitt er annað mál að það að læra tungumál virðist vera manninum áskapað. Rannsóknir hafa sýnt að í vinstra heilahveli...
Hvað gerist í líkamanum þegar maður fær marbletti?
Við fáum marbletti ef högg sem lendir á líkamanum nær til mjúku vefjanna sem eru undir húðinni. Það sem gerist þá er að litlar bláæðar og háræðar undir húðinni rofna og blóð lekur úr þeim. Í kjölfarið safnast rauðkorn fyrir undir húðinni og við sjáum þau sem blá, fjólublá, rauð eða svört nálægt þeim stað sem höggi...
Hvað var elsta tröllið gamalt þegar það dó?
Tröll eru þjóðsagnapersónur eru ekki til í veruleikanum í venjulegum skilningi. Við munum ekki sérstaklega eftir því að fjallað sé um aldur þeirra, enda kannski erfitt þar sem tröllin fæðast fjarri mannabyggðum og mennirnir vita þess vegna lítið um hversu gömul þau eru. Hugtökin jötunn, tröll og risi eru náteng...
Standa þingmenn í eldamennsku þegar eldhúsdagsumræður fara fram?
Orðið eldhúsdagur hefur fleiri en eina merkingu. Það getur í fyrsta lagi merkt ‘annadagur í eldhúsi’ og er þá átt við að mikið sé um að vera, til dæmis í sláturtíðinni þegar unnið er við að sauma vambir, brytja mör og svo framvegis. Í öðru lagi var áður fyrr talað um að halda sér eldhúsdag um að gera sér glaðan da...
Hvers vegna stíflast nefið þegar maður fær kvef?
Kvef er bráðsmitandi, hvimleiður en meinlaus veirusjúkdómur sem veldur bólgum og óþægindum í öndunarfærum og í sumum tilfellum einnig í afholum nefs, miðeyra og augum. Einkenni kvefs eru nefrennsli og stíflað nef, særindi í hálsi, hósti og hnerri. Stundum getur þreyta, máttleysi og höfuðverkur fylgt kvefi. Ef hiti...
Er algengara að fá ofnæmi þegar maður eldist?
Ofnæmi getur komið fram hvenær sem er á ævinni, jafnvel á fósturskeiði. Það fer eftir ofnæminu sem um ræðir hvort það er algengara á unga aldri eða seinna á ævinni. Sumt fæðuofnæmi kemur fram á fyrsta æviárinu, til dæmis mjólkurofnæmi, eggjaofnæmi og hnetuofnæmi. Oft vaxa börn upp úr fæðuofnæmi eftir nokkur ár en ...
Hvernig voru geirfuglar matreiddir þegar þeir voru uppi?
Við þessari spurningu eru til þrjú mismunandi löng svör. Svar 1 Við vitum það ekki fyrir víst. Svar 2 Bringurnar voru að öllum líkindum bara soðnar og svo hugsanlega settar í súr eða jafnvel saltaðar er salt fékkst en það var að afar skornum skammti allt fram á 19. öld. Svar 3 Eins og kemur fram í ágæt...
Hvað verður um hvíta litinn þegar snjórinn bráðnar?
Við skulum fyrst athuga hvað ræður hvíta lit snjósins. Snjór er samsettur úr örsmáum ískristöllum. Þeir endurspegla með dreifðu endurkasti nær allt ljós sem á þá fellur. En endurkastið ræður einmitt lit snjósins. Snjórinn verður þannig hvítur vegna þess að hvíta ljósið er blanda af öllum litum litrófsins. Myndi sn...
Hversu mikið blóð kemur þegar konur hafa blæðingar?
Þegar konur hafa tíðir missa þær að meðaltali um 35 ml af blóði en allt frá 10 til 80 ml er talið eðlilegt. Blóðið er upprunnið í æðum í legslímunni sem brotnar niður ef engin frjóvgun verður í tíðahringnum. Það kann að koma einhverjum á óvart hversu lítið blóð þetta í raun er. En í því sambandi er rétt að haf...
Hvað gerist þegar kvika kemur upp úr gosrás?
Þegar kvika (bráðið berg) rís úr gosrás og tvístrast í gjósku er hún upphaflega meira en 800°C heit og fer hratt, um 600 metra á sekúndu.[1] Gjóskan rís síðan með gosmekkinum, sem í upphafi er gerður af gjóskunni, sem er 90-99% af massa makkarins og afgangurinn úr eldfjallagastegundum eins og vatni, koltvíoxíði, b...
Hvaða grannt er það „þegar grannt er skoðað“?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Af hverju er orðið "grannt" dregið í samhenginu "Þegar grannt er skoðað". Þykist vita að grannt merki að skoða vel eða vandlega, er meira að velta fyrir mér sifjum orðsins. Atviksorðið grannt merkir ‘vandlega, greinilega’. Það er leitt af lýsingarorðinu grannur sem merk...
Hvert fer ljósið þegar ég slekk á peru?
Hér er einnig svarað spurningunni: Litli bróðir minn vildi fá að vita hvernig ljós kæmist út úr lokuðu herbergi þegar það er slökkt. Getið þið svarað? Hugtakið ógegnsæ efni er notað um efni sem hleypa ekki ljósi í gegnum sig. Þau eiga það sameiginlegt að gleypa sýnilegt ljós að hluta til og endurkasta afgangin...
Hvað er „melur“ þegar vísað er til manns?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir orðið „melur“ þegar vísað er til manna og hver er uppruni orðsins? Orðið melur hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt 1 ‘sand- eða malarborið svæði; ávöl hæð, lágur hóll’, 2 ‘melgresi’ og 3 ‘mölfiðrildi, mölfiðrildislirfa; eyðsluseggur’. Samkvæmt...
Af hverju kviknar á kerti þegar maður ber eld að reyknum sem myndast þegar nýbúið er að slökkva á kertinu?
Þegar slökkt er á logandi kerti sést oft hvítur reykur stíga upp frá kertinu. Þessi reykur er einfaldlega vax sem hefur gufað upp af heitum kveiknum og þést í sýnilegt vaxský. Hitinn á kveiknum er hins vegar ekki nægilegur til að kveikja í vaxgufunni. Það er hægt að nýta sér þetta vaxský til að gera smá „töfrab...