Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Við skulum fyrst athuga hvað ræður hvíta lit snjósins. Snjór er samsettur úr örsmáum ískristöllum. Þeir endurspegla með dreifðu endurkasti nær allt ljós sem á þá fellur. En endurkastið ræður einmitt lit snjósins. Snjórinn verður þannig hvítur vegna þess að hvíta ljósið er blanda af öllum litum litrófsins. Myndi snjórinn endurspegla grænum lit en drekka hina í sig, þá væri snjórinn grænn.
Þegar snjórinn bráðnar sjáum við einfaldlega græna lit trésins.
Þegar snjórinn bráðnar hverfa kristallafletirnir sem endurspegla ljósið. Stundum hverfur vatnið sem myndast en einnig getur myndast pollur. Endurkastið frá honum er ekki lengur dreift heldur einfalt. Við þetta hverfur hvíti liturinn en í staðinn kemur litur sem ræðst af aðstæðum og umhverfi. Ef logn er getum við til dæmis séð spegilmynd umhverfisins í pollinum.
Frekara lesefni, heimildir og mynd á Vísindavefnum:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.
ÍDÞ. „Hvað verður um hvíta litinn þegar snjórinn bráðnar?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59365.
ÍDÞ. (2011, 11. apríl). Hvað verður um hvíta litinn þegar snjórinn bráðnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59365
ÍDÞ. „Hvað verður um hvíta litinn þegar snjórinn bráðnar?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59365>.