Af hverju er orðið "grannt" dregið í samhenginu "Þegar grannt er skoðað". Þykist vita að grannt merki að skoða vel eða vandlega, er meira að velta fyrir mér sifjum orðsins.Atviksorðið grannt merkir ‘vandlega, greinilega’. Það er leitt af lýsingarorðinu grannur sem merkir ‘mjór, magur’ en einnig ‘nákvæmur’. Sú merking finnst einnig í nágrannamálum eins og grant í færeysku ‘greinilega’, grann í nýnorsku og sænsku og granner í jósku í merkingunni ‘röskur; glöggur’. Orðasambandið þegar grannt er skoðað merkir þá ‘þegar eitthvað er skoðað vandlega’. Mynd:
- Pixabay. (Sótt 2.4.2019).