Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 129 svör fundust
Hvaða PC-tölvuleikur er best gerður?
Til er fjöldinn allur af mjög vel gerðum tölvuleikjum fyrir PC-heimilistölvur. Vinsælustu PC-leikjunum má skipta í tvo flokka, frumleiki annars vegar og hermileiki hins vegar. Meginmarkmið frumleikja er að gaman sé að spila þá - oft er umhverfið nýstárlegt og hægt að gera hluti sem annars væru ómögulegir - til...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch rannsakað?
Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch er lífeindafræðingur með doktorspróf í líf- og læknavísindum frá Háskóla Íslands. Hún starfar sem aðjúnkt við læknadeild Háskóla Íslands og sem framkvæmdastjóri Platome líftækni. Sandra stundar rannsóknir á sviði vefjaverkfræði og frumulíffræði. Hún hefur ásamt samstarfsfólki sínu tek...
Hvað hefur vísindamaðurinn Þorsteinn Loftsson rannsakað?
Á ferli sínum sem vísindamaður hefur Þorsteinn Loftsson fengist við ýmis viðfangsefni en þekktastur er hann fyrir rannsóknir á svokölluðum sýklódextrínum. Sýklódextrín (e. cyclodextrin) eru hringlaga fásykrungar sem má til dæmis nota við að auka vatnsleysanleika fituleysanlegra lyfja. Þorsteini og samstarfsfólki h...
Hver var Árni Friðriksson og hvert var hans framlag til vísindanna?
Árni Friðriksson er einn af merkustu frumkvöðlum í rannsóknum á lífríki hafsins hér við land. Árni var Vestfirðingur, fæddur þann 22. desember 1898. Hann gekk í barnaskóla í tvo vetur hjá séra Böðvari Bjarnasyni á Rafnseyri sem veitti honum nauðsynlegan undirbúning fyrir menntaskóla. Árið 1920 hóf hann nám í stærð...
Hver er eðlilegur líkamshiti manns?
Eðlilegur líkamshiti, og þar af leiðandi sótthiti, er nokkuð einstaklingsbundinn hjá börnum og fullorðnum. Fyrir rúmum 120 árum gerði þýskur vísindamaður að nafni Carl Reinhold August Wunderlich (1815-1877) rannsókn á líkamshita manna og komst að þeirri niðurstöðu að eðlilegur líkamshiti væri 37 °C. Þetta er þó ek...
Var Frankenstein til í alvörunni?
Frankenstein var ekki til í alvörunni. Bæði vísindamaðurinn Victor Frankenstein og skrímslið sem hann skapaði eru persónur í skáldsögunni Frankenstein sem var fyrst gefin út árið 1818 og er eftir breska rithöfundinn Mary Shelley (1797–1851). Algengur misskilningur er að skrímslið í sögunni heiti Frankenstein, en í...
Jöklar og ís í Melaskóla
Ótal spurningar um jökla og loftslagsmál brunnu á nemendum í sjöunda árgangi Melaskóla sem fengu í morgun heimsókn frá Helga Björnssyni, prófessor emeritus í jöklafræði við Háskóla Íslands, í tilefni af degi íslenskrar náttúru. Helgi var að senda frá sér barnabók um þessi efni sem unnin er í samstarfi við Vísindav...
Hvað hefur vísindamaðurinn Joan Nymand Larsen rannsakað?
Joan Nymand Larsen er vísindamaður við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og prófessor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Hún er hagfræðingur og sérhæfir sig í efnahagslegri og sjálfbærri þróun á norðurslóðum; nýtingu og stjórnun náttúruauðlinda; félagslegum og efnahagslegum áhrifum loftslagsbreytin...
Hvað hefur vísindamaðurinn Helgi Björnsson rannsakað?
Helgi Björnsson (f. 1942) nam jarðeðlisfræði við Oslóarháskóla og var þar prófessor um tíu ára skeið. Við þann skóla varði hann doktorsritgerð sína: Hydrology of Ice Caps in Volcanic Regions. Hér heima starfaði hann við Raunvísindastofnun Háskólans þar sem hann er nú vísindamaður á eftirlaunum. Helgi hefur unn...
Hver var Arkímedes og hvert var hans framlag til vísindanna?
Arkímedes var forngrískur vísindamaður frá Sýrakúsu á Sikiley. Hann fékkst við stærðfræði, eðlisfræði og stjörnufræði, auk þess sem hann var klókur uppfinningamaður og raunar frægastur sem slíkur í fornöld. Án nokkurs vafa telst hann einn snjallasti uppfinningamaður fornaldar en margir telja hann einnig einn merka...
Af hverju sjá hestar í svart-hvítu?
Það hefur lengi verið almannarómur að hross, og einnig klaufdýr, sjái aðeins í svart-hvítu og geti ekki greint á milli lita. Það sem nú er vitað um litaskyn þessara dýra bendir til að þetta sé ekki rétt, og að hross hafi í raun litaskyn, þótt það sé frábrugðið því sem gerist hjá mönnum. Þetta byggist á tvenns kon...
Eruð þið heimskir?
Þetta er kærkomin og mikilvæg spurning þó að henni sé ef til vill ekki auðsvarað á þann hátt að lesandinn trúi svarinu. Það fyrsta sem vekur athygli er að spyrjandi, sem er 12 ára, notar karlkyn. Hann spyr ekki "Eruð þið heimsk?" heldur "Eruð þið heimskir?" Sennilega hefur hann fundið á sér að konurnar sem vinna v...
Hvað er veggjatítla?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er veggjatítla, hvernig lítur hún út, hvernig hagar hún sé, hvernig er hægt að útrýma henni og hverjir eru helstu sérfræðingar okkur um hana? Veggjatítla (Anobium punctatum) sem stundum er kölluð á ensku furniture beetle eða house borer, er skordýr af ætt bjalla (Coleopter...
Hvað hefur vísindamaðurinn Árný Erla Sveinbjörnsdóttir rannsakað?
Árný Erla Sveinbjörnsdóttir er jarðfræðingur, jarðefnafræðingur og vísindamaður hjá Jarðvísindastofnun Háskólans. Helstu rannsóknasvið hennar eru ískjarnarannsóknir, grunnvatnsrannsóknir og aldursgreiningar. Rannsóknir Árnýjar á sýnum úr ískjörnum frá Grænlandsjökli hafa varpað ljósi á veðurfar á jörðinni til f...
Hvað hefur vísindamaðurinn Steven Campana rannsakað?
Steven Campana er prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann stundar rannsóknir á fiski- og hákarlastofnum og þáttum sem hafa áhrif á heilbrigði þeirra og fjölda. Veruleg fækkun hefur átt sér stað í mörgum hákarlastofnum í heiminum og ástand þeirra því talið alvarlegt. Þrátt fyrir að vera...