
Helstu rannsóknasvið Árnýjar Erlu eru ískjarnarannsóknir, grunnvatnsrannsóknir og aldursgreiningar. Grein Árnýjar og samstarfsmanna hennar í Nature frá 1993 er meðal þeirra vísindagreina frá íslenskum háskólum eða stofnunum sem oftast hefur verið vitnað í.

Myndin sýnir Sigfús Johnsen eðlisfræðing, ásamt Árnýju Erlu og öðru samstarfsfólki, fagna því þegar botni var náð í GRIP-borunarverkefninu á Grænlandsjökli. Myndin er tekin 12. júlí 1992.
- Úr ÁES.