Það var eitt eðli [af fleirum], að jörðin var grafin í háum fjallstindum, og spratt þar vatn upp, og þurfti þar eigi lengra að grafa til vatns en í djúpum dölum; svo er og dýr og fuglar, að jafnlangt er til blóðs í höfði og fótum.Það er að vísu ofsagt að jafndjúpt sé á jarðvatnsflötinn á fjallstindum og í dölum; hann fylgir landslaginu en sléttir það út að nokkru (sjá mynd).

Jarðvatn (blátt) fyllir allar glufur og holrými neðan við jarðvatnsborðið (jl). Blápunktað er svæði sem ýmist er vatnsósa eða ekki – jh er hæsta staða jarðvatnsborðs, jl hin lægsta. Dökkgrátt lag til vinstri er ógagndræpt og veldur því að lind kemur fram þar sem yfirborð jarðvatns og jarðar skerast. Tvær borholur eru sýndar, ba er sígæf en bþ þornar í þurrkatíð.
- Þorleifur Einarsson. Myndun og mótun lands — Jarðfræði. Mál og menning, Reykjavík 1991.