
Helgi hefur meðal annars unnið að flestum þáttum jöklarannsókna hér á landi, öflun grunngagna um þá með kortlagningu af yfirborði þeirra og landslagi undir þeim, hreyfingu jökla (meðal annars framhlaupum) og afrennsli jökulvatns til einstakra fallvatna. Á myndinni sést hann svara spurningum nemenda úr Melaskóla um jökla og loftslagsbreytingar.
- Helgi Björnsson sendir frá sér barnabók um jökla og ís | Háskóli Íslands. (Sótt 7.05.2019). © Kristinn Ingvarsson.