Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch er lífeindafræðingur með doktorspróf í líf- og læknavísindum frá Háskóla Íslands. Hún starfar sem aðjúnkt við læknadeild Háskóla Íslands og sem framkvæmdastjóri Platome líftækni. Sandra stundar rannsóknir á sviði vefjaverkfræði og frumulíffræði. Hún hefur ásamt samstarfsfólki sínu tekið þátt í að þróa nýja tækni og aðferðir sem draga úr notkun dýraafurða við ræktun á vefjasértækjum stofnfrumum úr beinmerg. Markmið rannsóknanna er að bæta ræktunaraðferðir og flýta fyrir þróun á sannreyndum frumumeðferðum.

Sandra stofnaði Platome líftækni ásamt Ólafi E. Sigurjónssyni eftir farsælt rannsóknarsamstarf. Platome líftækni byggir á sjö ára grunnrannsóknum og hlaut hugmyndin þriðja sæti Hagnýtingarverðlauna Háskóla Íslands árið 2014. Markmið fyrirtækisins er að þróa og framleiða hágæða líftæknivörur fyrir frumuræktanir og vefjaverkfræði. Vörurnar byggja á því að nota útrunnar blóðflögur frá blóðbönkum til að útbúa ræktunaræti sem er ríkt af mennskum vaxtarþáttum. Fyrirtækið var valið sprotafyrirtæki ársins 2017 af Viðskiptablaðinu og hefur hlotið styrk frá Tækniþróunarsjóði.

Sandra stundar rannsóknir á sviði vefjaverkfræði og frumulíffræði.

Sandra Mjöll hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá upphafi og sinnt allri viðskiptaþróun meðfram rannsóknum. Sandra hefur ástríðu fyrir vísindum, nýsköpun og valdeflingu kvenna. Hún hefur getið sér gott orð sem fyrirlesari og ferðast víða til að flytja erindi um fyrrnefnd málefni.

Sandra hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín og rannsóknir. Heimssamtök kvenna í nýsköpun (GWIIN) völdu hana sem frumkvöðul ársins 2017 og sama ár var hún einnig valin sem ungur og efnilegur vísindamaður ársins af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Sandra var einnig tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur 2016. Þá hlaut hún hvatningarviðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu árið 2018.

Sandra er fædd 1988 á Akureyri. Hún dúxaði á alþjóðlegu IB-stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 2008 og lauk B.Sc.-gráðu í lífeindafræði frá Háskóla Íslands árið 2011 með fyrstu einkunn og viðbótardiplómu árið 2012 með ágætiseinkunn. Í kjölfarið hóf hún doktorsnám undir leiðsögn Ólafs E. Sigurjónssonar og varði hún doktorsritgerð sína í september 2017. Heiti ritgerðarinnar er: Notkun útrunninna blóðflaga til fjölgunar á mesenkímal stofnfrumum.

Mynd:
  • © Leifur Wilberg

Útgáfudagur

9.3.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch rannsakað?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75334.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 9. mars). Hvað hefur vísindamaðurinn Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75334

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch rannsakað?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75334>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch rannsakað?
Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch er lífeindafræðingur með doktorspróf í líf- og læknavísindum frá Háskóla Íslands. Hún starfar sem aðjúnkt við læknadeild Háskóla Íslands og sem framkvæmdastjóri Platome líftækni. Sandra stundar rannsóknir á sviði vefjaverkfræði og frumulíffræði. Hún hefur ásamt samstarfsfólki sínu tekið þátt í að þróa nýja tækni og aðferðir sem draga úr notkun dýraafurða við ræktun á vefjasértækjum stofnfrumum úr beinmerg. Markmið rannsóknanna er að bæta ræktunaraðferðir og flýta fyrir þróun á sannreyndum frumumeðferðum.

Sandra stofnaði Platome líftækni ásamt Ólafi E. Sigurjónssyni eftir farsælt rannsóknarsamstarf. Platome líftækni byggir á sjö ára grunnrannsóknum og hlaut hugmyndin þriðja sæti Hagnýtingarverðlauna Háskóla Íslands árið 2014. Markmið fyrirtækisins er að þróa og framleiða hágæða líftæknivörur fyrir frumuræktanir og vefjaverkfræði. Vörurnar byggja á því að nota útrunnar blóðflögur frá blóðbönkum til að útbúa ræktunaræti sem er ríkt af mennskum vaxtarþáttum. Fyrirtækið var valið sprotafyrirtæki ársins 2017 af Viðskiptablaðinu og hefur hlotið styrk frá Tækniþróunarsjóði.

Sandra stundar rannsóknir á sviði vefjaverkfræði og frumulíffræði.

Sandra Mjöll hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá upphafi og sinnt allri viðskiptaþróun meðfram rannsóknum. Sandra hefur ástríðu fyrir vísindum, nýsköpun og valdeflingu kvenna. Hún hefur getið sér gott orð sem fyrirlesari og ferðast víða til að flytja erindi um fyrrnefnd málefni.

Sandra hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín og rannsóknir. Heimssamtök kvenna í nýsköpun (GWIIN) völdu hana sem frumkvöðul ársins 2017 og sama ár var hún einnig valin sem ungur og efnilegur vísindamaður ársins af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Sandra var einnig tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur 2016. Þá hlaut hún hvatningarviðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu árið 2018.

Sandra er fædd 1988 á Akureyri. Hún dúxaði á alþjóðlegu IB-stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 2008 og lauk B.Sc.-gráðu í lífeindafræði frá Háskóla Íslands árið 2011 með fyrstu einkunn og viðbótardiplómu árið 2012 með ágætiseinkunn. Í kjölfarið hóf hún doktorsnám undir leiðsögn Ólafs E. Sigurjónssonar og varði hún doktorsritgerð sína í september 2017. Heiti ritgerðarinnar er: Notkun útrunninna blóðflaga til fjölgunar á mesenkímal stofnfrumum.

Mynd:
  • © Leifur Wilberg

...