Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4579 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um Álandseyjar?

Álandseyjar samanstanda af um það bil 6.700 eyjum og skerjum í hafinu á milli Finnlands og Svíþjóðar, á mörkum Eystrasalts og Helsingjabotns. Um það bil 60 eyjar eru í byggð. Stærstu eyjarnar eru Fasta Áland, Föglö, Degerö, Vårdö, Kumlinge og Kökar. Álandseyjar eru sjálfstjórnarsvæði innan Finnlands. Það þýðir ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur einhvern tíma verið vatn á Mars?

Já, vatn hefur verið á Mars og það er þar enn þá. Frosið vatn er á báðum heimskautasvæðunum og er sífreri víða undir yfirborðinu. Ekki er vitað til þess að rennandi vatn sé á Mars. Þegar Fönix-geimfarið lenti á Mars þann 25. maí árið 2008 fann það merki um vatn undir yfirborðinu. Grafið var ofan í jarðveginn o...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ég er ættaður af Vestfjörðum og nota orðið blóðmör í kvenkyni, er það rangt?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Það stendur í BÍN að blóðmör sé karlkynsorð. Ég er ættaður frá Vestfjörðum og hef alltaf notað þetta sem kvenkynsorð. Er bæði notað, eða er bara eitt sem er rétt. Ég vann í tæpa fimm áratugi á Orðabók Háskólans, síðar orðfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi. Sú...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins mannbroddar og hvaðan kemur það?

Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu (2002:957) eru mannbroddar ‘broddajárn (oft með fjórum broddum) fest neðan á skó til að ganga á þegar hált er’. Orðið broddajárn er ekki fletta í orðabókinni. Elst dæmi um mannbrodda í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Tímariti Máls og menningar frá 1990 en mun eldri dæmi e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við þegar menn hátta sig eða fara í háttinn?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég og Nína barnabarnið mitt erum að velta fyrir okkur sõgninni að hátta. Hátta sig eða fara í háttinn. Hvaðan kemur þetta og hvernig verður orðið hátta til? Karlkynsnafnorðið háttur merkir ‘venja, útlit, aðferð ...’ og af því er leidd sögnin hátta ‘haga til’, til dæmis því er s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið smokkur í nútíma merkingu?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur orðið smokkur í nútíma merkingu? Var það tekið upp sem nýyrði eða var notað gamalt orð yfir „condom“? Orðið smokkur hefur fleiri en eina merkingu en allar að því leyti skyldar að átt er við eitthvað þröngt sem smeygt er yfir eitthvað annað. Þar má nefna ermastúku (...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir heiðlóa þessu nafni?

Spurningin í heild hljóðaði svona:Af hverju er nafn heiðlóu dregið? Hefur það með heiðar að gera (af hverju þá ekki heiðalóa)? Tengist það e.t.v. hreinleika sbr. heiður himinn? Heiðna-lóa með vísun í vor-ís? Annað? Kvenkynsnafnorðið ló (Pluvialis apricaria) er sama orð og í færeysku lógv, nýnorsku lo, heidlo, d...

category-iconLögfræði

Eru einhver lög sem banna auglýsingar á áfengi og tóbaki á íslenskum vefsíðum?

Já. Í 1. málsgrein. 7. greinar laga númer 74 frá 1984 um tóbaksvarnir eru hvers konar auglýsingar á tóbaki og reykfærum bannaðar hér á landi. Einungis eru undanþegin banninu rit sem út eru gefin utanlands af erlendum aðilum á erlendum tungumálum, enda sé megintilgangur þeirra ekki að auglýsa slíkar vörur. Raunar ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju er bókum yfirleitt raðað samkvæmt nafni höfundar en ekki bókar?

Fyrirspurnin um hvers vegna bókum sé yfirleitt raðað samkvæmt nafni höfundar en ekki bókar kemur frá ungum lesanda sem greinilega hefur ræktað með sér bókfræðilegan áhuga og veltir vöngum yfir tilverunni. Þótt fyrirspurnin sjálf kunni að virðast einföld er þó ekki hægt að svara henni með einni setningu. Til þe...

category-iconHugvísindi

Hvernig var tónlist stríðsáranna?

Með stríðsárunum er yfirleitt átt við tíma seinni heimsstyrjaldarinnar, eða árin milli 1939-1945. Í Bandaríkjunum var danstónlist þessara ára mjög tengd djassi. Stórsveitir með áberandi blásturshljóðfærum voru geysivinsælar og þar voru menn eins og Duke Ellington (1899-1974), Count Basie (1904-1984) og Glenn Mille...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver eru einkenni lindýra og í hvaða meginhópa flokkast þau?

Lindýr (Mollusca) er ein tegundaauðugasta fylking hryggleysingja á jörðinni en þekktar eru yfir 100 þúsund tegundir sem tilheyra henni. Þrátt fyrir þennan mikla tegundafjölda er líkamsskipulag allra lindýra áþekkt. Kviðmegin er vöðvaríkur fótur sem er helsta hreyfifæri dýrsins. Að baki hans er innyflahnúður, se...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar eru Svörtuloft?

Örnefnið Svörtuloft er að minnsta kosti á 14 stöðum á landinu. Hér verður minnst á sjö þeirra staða. Þekktustu Svörtuloft eru sjávarhamrar, um fjögurra km langir, suður frá Öndverðarnesi, vestast á Snæfellsnesi. Hamrarnir eru hrikalegir tilsýndar og kolsvartir eins og nafnið ber með sér. Þorvaldur Thoroddsen ge...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um þjóðernishreinsanir Króata í Balkanskagastríðinu?

Upphaflegu spurningarnar voru eftirfarandi: Hversu rösklega gengu króatísk stjórnvöld fram í þjóðernishreinsunum á 10. áratug 20. aldar? Hafa króatísk stjórnvöld sýnt iðrun og yfirbót, t.d. með því að bjóða burtreknu fólki að flytja aftur heim til sín? Undanfari þjóðernishreinsana er þjóðernishyggja sem komin ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Í hverju felast „annus mirabilis“ tímamótagreinarnar sem Einstein gaf út árið 1905?

Eins og spyrjandi segir hefur árið 1905 verið kallað „ár kraftaverkanna“ eða „annus mirabilis“ í ævi Alberts Einsteins (1879-1955). Þessi orð eru einnig oft höfð um tímabilið 1665-1667 í starfsferli enska eðlis- og stærðfræðingsins Ísaks Newtons (1642-1727), en hann sagðist síðar hafa gert helstu uppgötvanir sínar...

category-iconVísindi almennt

Hvenær lýkur skák með jafntefli?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvað er tvípeð, frípeð og stakt peð í skák? Og hvað eru 6 mismunandi leiðir sem það getur verið jafntefli? Jafntefli í skák getur átt sér fimm mismunandi orsakir. Spyrjandi biður um sex orsakir, en sú sjötta var fjarlægð úr reglum leiksins árið 1965 þar sem hún getur í rau...

Fleiri niðurstöður