Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað gerði Mao Zedong gott fyrir þjóð sína?
Spurningin Ásdísar í heild sinni hljóðaði svona: Góðan daginn! Ég er nemandi í 10. bekk og við eigum að gera verkefni um Maó Zedong. Við vorum að velta fyrir okkur hvort hann hefði gert eitthvað gott eða látið eitthvað gott af sér leiða í valdatíð sinni eða fyrir sína þjóð? Mao Zedong (1893-1976) hefur löngum ...
Fyrir hvað stendur G-ið í G-mjólk?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hæ hæ, hver er uppruni G-mjólkur, af hverju heitir hún G-mjólk og hvað gæti hún mögulega enst lengi? G-ið í heiti G-mjólkur stendur fyrir geymsluþol. Mjólk sem seld er í verslunum er gerilsneydd með hitameðhöndlun til að drepa örverur sem gætu valdið sýkingum í þeim er neyta h...
Er til íslenskt heiti fyrir íkornann fox squirrel?
Íslenska heitið á íkornanum sem á ensku nefnist fox squirrel (Sciurus niger) er refíkorni. Þetta er norður-amerísk tegund af sama meiði og hinn kunni rauðíkorni (Sciurus vulgaris) sem er algengasta íkornategundin í Evrópu og gráíkorninn (Sciurus carolinensis) sem algengur er Norður-Ameríku en einnig sums staðar í ...
Hvernig komust refir til Íslands löngu fyrir landnám?
Íslenski melrakkinn (Vulpes lagopus) er af hánorrænni refategund sem útbreidd er á meginlöndum og eyjum allt umhverfis norðurheimskautið. Rannsóknir á erfðaefni benda til þess að íslenski stofninn hafi verið einangraður frá öðrum stofnum mjög lengi, jafnvel frá því eftir að ísöld lauk (Dalén, L. o.fl. 2005). He...
Hvaða „sýling“ er í Sýlingarfelli fyrir norðan Grindavík?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað merkið orðið „sýling“ í heiti á Sýlingarfelli fyrir ofan Grindavík? Sýlingarfell, sem stundum er kallað Svartsengisfell, er um 200 m hátt fell á Reykjanesskaga, rétt austan við Svartsengi. Í örnefnalýsingu fyrir Hóp í Grindavíkurhreppi er heiti fellsins skýrt svo:...
Í hverju er gagnsemi háskólamenntunar fyrir samfélagið fólgin?
Þegar rætt er um gagnsemi háskólamenntunar er langoftast bent á að hún sé áhrifaríkasti þátturinn í að auka hagvöxt, nýsköpun og samkeppnishæfni þjóða. Þetta fellur vel að ríkjandi gildismati og samfélagssýn og þjónar því vel sem rök fyrir að veita skuli auknu fjármagni til háskóla. Þetta er mikilvæg röksemd, en h...
Hver borgar fyrir útför þeirra sem ekki eiga fyrir henni sjálfir, og hver ber ábyrgð á að jarðsetja þá?
Um greftrun, líkbrennslu og kirkjugarða, gilda lög nr. 36 frá árinu 1993. Í I. kafla þeirra laga er skýrt tekið fram að það eru nánustu aðstandendur sem bera ábyrgð á því að hinn látni sé grafinn eða brenndur. Yfirleitt eru þeir eftirlifandi maki eða niðjar, en nánustu aðstandendur geta einnig verið systkini, ...
Ef allir bílar gengju fyrir vetni hvað þyrfti þá mikla raforku til framleiðslu á vetni fyrir núverandi bílaflota Íslendinga?
Þegar meta á hversu mikla raforku þyrfti til að framleiða vetni fyrir bílaflota Íslendinga er nauðsynlegt að gera sér fyrst grein fyrir hversu mikla orku flotinn er að nota með núverandi tækni. Þá er nærtækast að byggja á tölum orkuspárnefnd Orkustofnunar. Þar kemur fram að árið 2004 hafi 163.294 bílar gengið ...
Ef ég mynda ónæmi fyrir einni útgáfu af COVID-19 hef ég þá nokkuð vörn fyrir öllum stökkbreyttu útgáfunum?
Upprunaleg spurning Bjarna var í löngu máli: Er hjarðónæmi eða bólusetning óraunhæf vörn vegna fjölda stökkbreytinga? Ef sá sem myndar ónæmi fyrir einni útgáfu af veirunni sem veldur COVID-19 vantar þá ekki enn vörn fyrir 569 stökkbreyttum útgáfum? Miðað við að Íslensk erfðagreining hefur hingað til samkvæmt Kára ...
Getið þið sagt mér eitthvað um blóðskömm fyrr á öldum?
Orðið blóðskömm kann að þykja framandlegt, enda hefur það ekki verið notað lengi. Áður náði merking þess yfir bannað og refsivert samræði fólks innan einnar og sömu fjölskyldu (fyrir utan hjón vitaskuld). Orðið kemur fyrst fyrir í Biblíu Guðbrands biskups Þorlákssonar frá árinu 1584 og jafngildi orðinu incestus á ...
Hversu sannsöguleg er myndin Amadeus sem fjallar um ævi Mozarts?
Leikritið Amadeus eftir Peter Shaffer var frumsýnt í Lundúnum 1979 og fimm árum síðar var gerð eftir því kvikmynd sem vakti mikla athygli og vann meðal annars til átta Óskarsverðlauna. Bæði leikritið og kvikmyndin byggja að mörgu leyti á ævi tónskáldsins Wolfgangs Amadeusar Mozarts. Shaffer tekur sér þó einnig...
Hvernig varð Þingvallavatn til?
Þingvallavatn fyllir suðurenda Þingvalla-lægðarinnar svonefndu, sem er sigdalur milli Hengils í suðri og Skjaldbreiðar í norðri. Sigdalur þessi er afleiðing af landsigi vegna gliðnunar jarðskorpunnar milli Norður-Ameríku- og Evrasíuflekanna, enda er oft litið á Þingvallalægðina sem mörk flekanna tveggja, N-Amerík...
Hver var Jan Hus og hvert var hans framlag til guðfræðinnar?
Jan Hus, eða Jóhann Húss eins og hann hefur oft verið nefndur hér á landi, fæddist 1369 í héraðinu Husinec í Bæheimi sem nú er hluti Tékklands. Bæheimur var þá sjálfstætt, öflugt konungsríki og eitt af kjörfurstadæmum Hins heilaga rómverska keisaradæmis. Höfuðborgin Prag var annáluð menningarborg og nefnd Hin gull...
Er vitað til þess að Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum?
Stutta svarið við spurningunni er þetta: Óhætt er að fullyrða að engin börn hafi fæðst á Íslandi á vormánuðum 1628 sem áttu sjóræningja frá Norður-Afríku, Englandi, Hollandi eða Spáni fyrir föður. Aftur á móti er fullvíst að einhverjir hinna herteknu Íslendinga hafi aukið kyn sitt í Norður-Afríku næstu árin. Le...
Hver var Hugo Grotius og hvert var hans framlag til fræðanna?
Hugo Grotius var einn þeirra andans manna á sautjándu öldinni sem stuðluðu að grundvallarbreytingum á vestrænni menningu. Í dag er hans helst minnst sem lögspekings og þá sérstaklega vegna hugmynda hans um alþjóðalög eða þjóðarétt, en hann skrifaði einnig verk um guðfræði og flestar greinar heimspekinnar. Hann þót...