Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1499 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Af og til maula ég sjónvarpsköku, en hvaðan kemur nafnið á þeirri góðu köku?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Af og til fæ ég sjónvarpsköku að maula og finnst mér hún ósköp góð. En alltaf verður mér hugsað til nafnsins og hvaðan það kemur. Veit einhver hvaðan nafnið sjónvarpskaka kemur? Íslenskt sjónvarp hóf útsendingar 30. september 1966 og sendi út tvisvar í viku, á miðvikudö...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um stökkbreytingar í veirunni sem veldur COVID-19?

Eins og í öðru erfðaefni er tíðni stökkbreytinga í SARS-CoV-2-veirunni lágur. Áætlað er að við eftirmyndun erfðaefnisins verði mistök í um einu af milljón skiptum, það er stökkbreytingartíðnin í hverju basaseti (e. nucleotide position) er ~10-6 fyrir hverja eftirmyndun. Líklegt er að veiran eftirmyndist að mi...

category-iconHagfræði

Af hverju eru verðbréf ekki tekin með í mælingum á verðbólgu?

Spyrjandi bætti einnig eftirfarandi skýringu við spurninguna: Er hugsunin þá sú að þegar verðbréf hækka þá séu raunveruleg verðmæti á bakvið? En hvað með þegar fyrirtæki kaupa eigin bréf og þrýsta þannig eigin verðmæti upp, t.d. eins og gerðist hér hjá bönkunum fyrir hrun? Mælingar á vísitölu neysluverðs by...

category-iconHugvísindi

Hvaða Danakonungur ákvað að gefa Íslendingum sjálfstæði?

Eiginlega enginn, að minnsta kosti enginn einn. Eini konungurinn sem mér vitanlega tók persónulega ákvörðun um að veita Íslendingum sjálfstæðari stöðu en þeir höfðu haft fram að þeim tíma var Kristján áttundi, sem skipaði svo fyrir árið 1840, þvert ofan í tillögur embættismanna sinna, að Íslendingum yrði gefinn ko...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er bók og til hvers skrifum við bækur?

Orðið bók barst í íslenskt tungumál með kristilegum lærdómi, líklegast úr fornensku þótt til séu lík orð í öðrum skyldum tungumálum frá sama tíma. Það er að minnsta kosti viðeigandi að ætla að fyrirbærið bók hafi fundið sér leið til Íslands með Biblíunni og öllum „bókum“ hennar, en gríska orðið biblos þýðir einmit...

category-iconJarðvísindi

Er hægt að eyðileggja jörðina með mengun?

Þessa spurningu má skilja á ýmsa vegu en áhugaverðast er að skoða eftirfarandi tvær spurningar, nánar tiltekið: Getur mannkynið eyðilagt allt líf á jörðinni með mengun eða öðrum ráðum? Getur mannkynið gert jörðina óbyggilega mönnum?Eins og við er að búast þekkir enginn svarið við fyrri spurningunni fyrir víst; þ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er þriðji stærsti skógur Íslands?

Frá fornu fari hefur verið talað um þrjá höfuðskóga Íslands: Hallormsstaðaskóg, Vaglaskóg og Bæjarstaðarskóg. Í þeim öllum eru trén óvenjuhávaxin á íslenskan mælikvarða og eru tveir þeir fyrrnefndu allstórir að flatarmáli en Bæjarstaðarskógur talsvert minni um sig. Því hefur verið haldið fram að Hallormsstaðaskóg...

category-iconJarðvísindi

Hvenær sprakk sprengigígurinn hjá Santorini og hvaða áhrif hafði stórgosið þar?

Það má segja að Grikkland til forna, Krít og aðrar eyjar í Eyjahafi hafi verið vagga menningar Evrópu. Á seinni hluta bronsaldar, fyrir um 3600 árum, varð stórgos í Eyjahafi sem gerbreytti sögunni. Sprengigos á eynni Santorini eða Þeru í kringum árið 1625 f.Kr. er sennilega annað stærsta eldgos sem dunið hefur yfi...

category-iconHugvísindi

Hvenær fóru menn að nota orðið verðbólga á íslensku?

Orðið verðbólga hefur oft sett sterkan svip á umræðu um íslenskt efnahags- og stjórnmálalíf á undanförnum áratugum. Þetta hagfræðilega fyrirbæri, sem þykir hafa einkennt íslenskt efnahagsástand á löngum köflum, hafði fremur hægt um sig um skeið en hefur heldur betur náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Einfö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig má verjast því að meindýr komist inn í hús?

Ekki er hægt að gefa eitt gott ráð til að verjast meindýrum þar sem meindýr eru ólíkur hópur dýra og varnir gegn þeim eru þess vegna mismunandi. Hér á landi eru nokkrar tegundir sem taldar eru til meindýra og tilheyra þær til dæmis skordýrum (Insecta), áttfætlum (Arachnida), fuglum (Aves) og spendýrum (Mammalia). ...

category-iconJarðvísindi

Hvaða tjón gæti mögulega hlotist af gosi í Bárðarbungu?

Tjón af völdum gosa á jökulþöktum hluta Bárðarbungu-Veiðivatnakerfis getur bæði stafað af gjóskufalli og jökulhlaupum. Gjóskufall í byggð olli líklega einna mestu tjóni í gosi í ágúst og september 1717. Þá féll gjóska um Norður- og Austurland frá Eyjafirði austur á Hérað, svo að haglaust varð og tafir á heyskap.[1...

category-iconEfnafræði

Drepur handspritt kórónaveiruna?

Öll spurningin hljóðaði svona: Er gagn að því að „spritta“ hendur sem vörn gegn kórónaveirunni? Drepur spritt veiruna? Ef ekki, hvers vegna er verið að mæla með „sprittun“ á höndum? Fyrst er rétt að minna á það að veirur eru ekki eiginlegar lífverur og orðalagið „að drepa“ á því ekki vel við þær. Spritt (al...

category-iconNæringarfræði

Hvaða viðmið eru um fitu, salt, sykur og trefjar í vörum með skráargatsmerkingu?

Upprunalega spurninginn var: Við hvaða tölur er miðað á fitu, salti, sykri og trefjum þegar vörur fá leyfi til að nota skráargatsmerkingu? Það er misjafnt eftir vöruflokkum hvaða viðmið gilda um innihald á þeim vörum sem merktar eru með Skráargatinu. Skráargatið er opinbert samnorrænt merki sem finna má ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvers vegna sýnast sól og máni stærri lágt á himni?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvers vegna er tunglið stærra við sjóndeildarhringinn en hátt á lofti? (Ragnar Sverrisson)Ég hef tekið eftir því að tunglið sýnist mun stærra þegar það er við sjóndeildarhring en þegar það er í hvirfilstöðu. Eru þetta sjónhverfingar eða er firð tunglsins svo mismunandi að fjarlægð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um tannhvali?

Tannhvalir (Odontoceti) eru annar tveggja undirættbálka núlifandi hvala, en hinn er skíðishvalir (Mysticeti). Til tannhvala teljast tæplega 80 tegundir, en þess ber þó að geta að flokkunarfræðingar eru ekki sammála um nákvæman fjölda tegunda. Tannhvalir eru talsvert útbreiddari en skíðishvalir, en þeir finnast í ö...

Fleiri niðurstöður