Er hugsunin þá sú að þegar verðbréf hækka þá séu raunveruleg verðmæti á bakvið? En hvað með þegar fyrirtæki kaupa eigin bréf og þrýsta þannig eigin verðmæti upp, t.d. eins og gerðist hér hjá bönkunum fyrir hrun?Mælingar á vísitölu neysluverðs byggja á verði á vörum og þjónustu en ekki peningalegum eignum eins og hlutabréfum eða skuldabréfum. Skýringin er einföld, við notum peningalegar eignir til að kaupa vörur og þjónustu en við getum ekki neytt peningalegra eigna og vísitalan mælir hve mikið neysla kostar. Það er að minnsta kosti ekki gáfulegt að borða peningaseðla eða verðbréf eða nota slíkar eignir til að skýla sér fyrir veðri og vindum. Það er annað mál að verðþróun á verðbréfamörkuðum getur haft áhrif á verðbólgu. Til dæmis ýtir mikil hækkun hlutabréfaverðs að öðru jöfnu undir neyslu og fjárfestingar og þar með verðbólgu. Myndir:
- 50 Euro Banknote Folding on Top of Piled Coins · Free Stock Photo. (Sótt 6.11.2024).